Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 16
FRÉTTIR Innlent16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 www.gilbert.is VERÐ frá: 29.900,- arc-tic Retro klassísk Armbandsúr fyrir dömur og herra tilvalið í jólapakkann úr miðri 20. öldinni. Þar byggðist upp fjölbreyttur iðnaður og at- vinnurekstur. Margir Reykvíkingar sóttu þjónustu í þessar byggingar á árum árum, svo sem til bíla- og réttingarverkstæða. Upp úr síðustu aldamótum jókst ásókn í að nýta iðnaðarhúsnæði fyrir íbúðir og vinnustofur, að því er fram kemur í greinargerð með skipulaginu. Samhliða breyttri nýtingu húsnæð- isins dróst grófari atvinnustarfsemi saman. Í aðalskipulagi Reykjavík- ur 2040 var skrefið tekið til fulls og landnotkun svæðisins breytt í íbúðarbyggð og miðsvæði. Þétting byggðar Deiliskipulagið er unnið á grundvelli hugmyndasamkeppni og rammaskipulags fyrir Vogabyggð. Höfundar eru JVST Felixx og teiknistofan Tröð. Það samræm- ist áformum Reykjavíkurborgar eins og þeim hefur verið lýst í aðalskipulagi Reykjavíkur að þétta byggð, m.a. með endurnýtingu gamalla iðnaðarsvæða. Tilgangur skipulagsáætlana er að taka til endurnýjunar svæði sem lokið hafa hlutverki sínu sem iðnaðar- og athafnasvæði. Nýtt skipulag muni gera svæðinu kleift að endurnýjast til að mæta þörf fyr- ir íbúðir og þjónustu í stað iðnaðar- og geymsluhúsnæðis. Svæðið verði viðbót við hið gróna Vogahverfi og verði liður í endurgerð svæðisins umhverfis Elliðaárósa. Svæðið liggi vel við uppbyggingu með tilliti til innviða borgarinnar og komi til með að stuðla að bættri nýtingu borgar- landsins. Stuðlað verði að góðum tengingum svæðisins við náttúru og byggð í næsta nágrenni. Tenging við Elliðaárdalinn og Elliðaárósa verði styrkt og staðinn vörður um strandlengjuna og Háubakka. „Skipulagssvæðið er svipsterkt í landslagi sínu, einkum þegar horft er frá Ártúnshöfða í vesturátt. Þetta birtist einkum í samfelldri byggð þessa svæðis sem stendur tignarlega ofan við vogana. Þegar svæðið var skipulagt var því skipt upp í margar lóðir þar sem byggingar voru svipaðar að hæð og breidd. Fyrir vikið voru þó nokkrir uppbyggingaraðilar sem komu að mótun svæðisins sem gefur því ákveðinn fjölbreytileika m.t.t. litavals og gluggasetningar. Engu að síður er þetta fjölbreytilega yfirbragð hluti af sterkri heildar- mynd sem skapar sterkt samspil á milli borgar og náttúru,“ segir m.a. í greinargerðinni. Heimilt að byggja við Samkvæmt deiliskipulags- tillögunni verður heimilt að byggja við og stækka núverandi byggingar á reitnum með vissum takmörk- unum þó. Heimilt verður að koma fyrir lyftum og útbúa innfelldar svalir, t.d. franskar svalir. Þá verður heimilt að lyfta upp þaki og skapa þannig eina hæð í viðbót. Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Vogabyggð 3. Svæðið afmarkast af Dugguvogi til vesturs, Tranavogi til norðurs, Súðarvogi og strandsvæði Elliðaárvogs til austurs og suðurs. Gríðarmikil uppbygging hefur verið í Vogabyggð á undanförnum árum með byggingu fjölmargra íbúðar- húsa, þar sem áður stóðu atvinnu- og verkstæðisbyggingar. Nú er ætlunin að stíga næstu skref. Að þessu sinni munu húsin sem fyrir eru á reitnum standa áfram en þau verða stækkuð og umhverfið bætt. Borgaryfirvöld reikna með að hverfið verði eftirsóttur valkostur fyrir fólk sem kýs að búa og starfa í umhverfi sem einkennist af hvoru tveggja í senn, borgarbrag og ná- lægð við náttúru. Skipulagssvæðið sem nú verður auglýst þróaðist í athafnasvæði upp Viðbótarhæð skal vera inndregin að hámarki tvo metra í ytri kant núverandi byggingalínu (þ.e. frá Súðarvogi, Dugguvogi og Trana- vogi). Vanda skal alla hönnun og frágang á þakhæðum og svölum, segir í deiliskipulaginu. Sem fyrr segir hefur verið mikil uppbygging í hinu nýja hverfi Voga- byggð við Elliðaárvog, sem er sunn- an Kleppsmýrarvegar og austan Sæbrautar. Gamlar og úreltar verksmiðju- og geymslubyggingar voru rifnar og í staðinn hafa risið fjölbýlishús. Framkvæmdir hófust sumarið 2018 og fyrstu íbúðirnar fóru í sölu vorið 2019. Síðan þá hefur hverfið byggst hratt upp. Stefnt er að því að þarna verði allt að 1.300 nýjar íbúðir byggðar auk skóla, leikskóla og fleiri þjónustu- bygginga. Íbúðarhúsnæðið verður samtals um 155.000 fermetrar og atvinnuhúsnæði verður um 56.000 fermetrar. Vogabyggðinni er skipt í fimm skipulagsreiti. lDeiliskipulag unnið fyrir Súðarvog og nágrennilMikil nálægð við strandsvæði Elliðaárvogs Bílaverkstæðum breytt í íbúðir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fyrir Í iðnaðar- og verkstæðishúsunum við Súðarvog hefur verið margvísleg starfsemi. Tölvummynd/Teiknistofan Tröð Eftir Þannig sjá arkitektar fyrir sér að húsin geti litið út eftir að þeim hefur verið breytt í íbúðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.