Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 18

Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 18
FRÉTTIR Innlent18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Tveir prestar ráðnir til starfa lTil Hornafjarðar og Snæfellsness Nýlega var gengið frá ráðningu tveggja presta til starfa í þjóðkirkj- unni. Hefur biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu þeirra. Karen Hjartardóttir guðfræðingur hefur verið ráðin prestur í Bjarnanes- prestakalli í Suðurprófastsdæmi. Hún var eini umsækjandinn. Í Bjarnanesprestakalli eru fimm sóknir. Hafnarsókn í Hornafirði er með langflesta íbúa eða rúmlega 1.800. Einnig eru í prestakallinu Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Hofssókn og Kálfafellsstaðarsókn. Samtals eru í prestakallinu um 2.500 íbúar. Sóknarprestur er sr. Gunnar Stígur Reynisson. Karen Hjartardóttir fæddist árið 1992 á Akranesi og ólst upp á Snæ- fellsnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2012 og hóf nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Ís- lands haustið 2012. Þaðan útskrif- aðist hún veturinn 2018. Karen hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi í Laugarneskirkju og verið með sunnu- dagaskóla í Háteigskirkju. Sambýl- ismaður hennar er Mikkel Gammel- mark og eiga þau saman átta ára gamlan son. Þá hefurÆgir Örn Sveinsson guð- fræðingur verið ráðinn sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólspresta- kalli. Hann var eini umsækjandinn. Í prestakallinu eru þrír þéttbýlisstaðir, Ólafsvík, Rif og Hellissandur. Íbúar eru 1.518. Prestakallið er myndað af tveimur sóknum og þremur kirkjum, Ólafsvíkursókn með Brimilsvalla- kirkju og Ólafsvíkurkirkju og Ingj- aldshólssóknmeð Ingjaldshólskirkju. Ægir Örn Sveinsson fæddist í Vest- mannaeyjum árið 1968, en ólst upp á Seyðisfirði. Hann lauk guðfræðiprófi 2019. Hann hefur starfað á vettvangi kirkjunnar um árabil. Eiginkona Ægis er Paula Neren- berg Sveinsson og á hann fjögur börn frá fyrra hjónabandi. sisi@mbl.is Karen Hjartardóttir Ægir Örn Sveinsson svonamikil eins og varð. Þar var fljótt að draga í skafla sem stækkuðu hratt. Svo þegar á leið mynduðust líka skafl- ar á Strandarheiði, við Vogastapa og á leiðinni frá Njarðvík upp að flugstöð. Litlir bílar sem skildir höfðu verið eftir í vegköntum töfðu fyrir mokstri eða jafnvel hindruðu. Í þreifandi byl varð ekki við neitt ráðið,“ segir Arnar og heldur áfram: „Umferðin um Reykjanesbraut er mikil og eykst stöðugt. Þarna fara um á degi hverjummörg þúsund bílar. Af því má ráða að ef eitthvað eitt stoppar umferðina hefur slíkt fljótt víðtæk áhrif. Í ljósi reynslu síðustu daga þurfum við því að tryggja að fleiri moksturstæki fyrir Reykjanesbraut- ina séu tiltæk, að minnsta kosti ef veðurspá er tvísýn. Snjókoman núna var mikil, og miklu meiri en nokkru sinni var búist við.“ Í vaktstöð Vegagerðar er sól- ahringsvakt og þar er fólk í góðu sam- starfi við Neyðarlínu, fjarskiptamið- stöð lögreglu og fleiri. Úti á mörkinni eru svo verktakar í vetrarþjónustu og eftirlitsmenn og úr þeirri átt fær vaktstöðin upplýsingar um stöðu mála hverju sinni. Vaktstjórans er svo í krafti samráðs að taka, ef svo ber undir, ákvörðun um lokun vega. Hvaða svo raunverulega gerðist á Reykjanesbrautinni á mánudaginn verður rýnt á næstunni og tilkynnt var í gær að innviðaráðherra hefði skipað starfshóp til að semja drög að áætlun til að takast á við aðstæður eins og þarna sköpuðust. Lokað ef öryggi er ógnað „Að loka vegi er alltaf stór ákvörðun, svo miklu máli skiptir það fólk og samfélög að leiðir séu greiðar,“ segir Arnar. „Viðmiðin sem farið er eftir eru þó þau að sé öryggi ógnað megi loka vegi; til dæmis ef hætta er á að bílar fari út af vegi eða festist og tefji snjómokstur. Einnig ef aðstæður eru þannig að ekki sjáist til dæmis milli vegstika eða ef gangandi fólk, sem til dæmis væri að losa um fasta bíla, er í hættu vegna annarra ökutækja. Reynslan af því að loka vegum, eins og er gert æ oftar í seinni tíð, er góð, þó vissulega sé til fólk sem er ósátt. En flestir láta þetta ekki trufla sig og sýna aðstæðum skilning. Þá velja sumir líka að fara ekkert af stað ef veðurútlit er tvísýnt.“ „Aðstæður voru óviðráðanlegar og engum er um að kenna. Vissulega sáum við þó í atburðarásinni ýmis tækifæri til að gera betur í vinnu- brögðum við snjómokstur. Þann lærdómmunum við nýta til að endur- hugsa okkar áherslur,“ segir Arnar E. Ragnarsson, vaktstjóri hjá Vega- gerðinni. Í höfuðstöðvum stofnunar- innar í Garðabæ er vaktstöð þar sem með myndavélum og eftir fleiri leið- um er fylgst með umferð og ástandi vega á SV-horni landsins. Út frá því eru teknar ákvarðanir um hvernig snjómokstri og öðrum aðgerðum skuli háttað. Komust hvorki lönd né strönd Mikið mæddi á starfsfólki í vakt- stöð í því illviðri sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar. Reykjanesbraut var lokuð frá því á fimmta tímanum aðfaranótt mánudags og allan þann dag svo mörg hundruð manns biðu í og við Leifsstöð. Komust hvorki lönd né strönd. Undir kvöld á mánudag var í því skyni að tappa af mannfjölda í flugstöðinni gripið til þess ráðs að taka rútur sem biðu á flugvellinum í fylgdarakstur þar sem snjóruðnings- bílar fóru fremstir. Þannig var ekið inn til Reykjavíkur. „Ástandið í flugstöðinni var orðið mjög slæmt og fylgdarakstur með rútum reyndist vel. Þetta hefur verið áður gert við sambærilegar aðstæður og því var vitað hvað kæmi best út,“ segir Arnar. Tryggja að moksturstæki séu tiltæk Takmarkaður mokstur á Reykjanesbraut á mánudag hefur verið gagnrýndur. Arnar svarar því til að stórir plógar hafi nýst vel til að ryðja meginleiðir. Fyrirstöðunar hafi verið við tæplega tíu mislæg gatnamót og hringtorg sem eru á leiðinni, það er frá Hafnarfirði og suður í Njarðvík. „Vandinn er sá að í þjónustu á þessari leið erum við ekki með samninga við eigendur vinnuvéla, til dæmis hjólaskófla, að þeir séu til taks hvenær sem þess er óskað ef til dæm- is þarf að moka snjó frá fyrirstöð- um við torgin þegar snjósöfnunin er lÓveður yfirstaðið og leiðir aftur færar núlRýnt að ósk ráðherra í aðstæður semmynduðust á ReykjanesbrautinnilEkki voru vinnuvélar til þess að moka snjó frá fyrirstöðumlFljótt dró í skafla Alltaf stór ákvörðunað loka vegi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vakstjóri Sé öryggi ógnað má loka vegi, segir Arnar E. Ragnarsson, hér í stjórnstöð með þjóðvegakerfið í lifandi myndum að baki sér. Morgunblaðið/Eggert Fylgdarakstur Vegagerðarmenn fóru fremstir, á eftir komu aðrir en segja má að ökumenn hafi verið leiddir í gegnum kóf og ófærð á Reykjanesbraut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.