Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 33

Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 33 Ómar Ingi Magnússon Nýr þáttur kominn á mbl.is Verjandi „sleggjumannsins“ Við höldum áfram með norsk stórmál sem Elden hefur komið að, tíminn er af skornum skammti í þessu viðtali sem tekið var 10. desember, blaðamaður þarf að vera mættur á friðarverðlaunaaf- hendingu í Ráðhúsinu í Ósló í síðasta lagi stundarfjórðung yfir tólf, þá er hætt að hleypa þangað inn. Hálftími er hámarkið á stofu lögmannsins og svo 800 metra spretthlaup. Stærsta bankarán á Norður- löndum var framið í Stavanger að morgni mánudagsins 5. apríl 2004. Þetta var NOKAS-ránið svokall- aða sem lauk með því, eftir eina umfangsmestu sakamálarannsókn í sögu landsins, að 13 manns hlutu samtals 171 árs dóm fyrir ránið sem kostaði lögregluvarðstjórann Arne Sigve Klungland lífið, hann var skotinn til bana þar sem hann kom akandi á lögreglubifreið sinni eftir Kongsgata og einn ræningjanna, Kjell Alrich Schumann, „Skugginn“ svokallaði, tæplega fertugur þrautreyndur afbrotamaður, fylltist örvæntingu yfir að lögreglan væri um það bil að hafa hendur í hári bankaræningjanna og gera að engu skipulagningu sem tekið hafði vel yfir eitt ár. Elden var verjandi Erlings Havnå, sleggjumannsins svokallaða, sem hafði það hlutverk að brjóta ræn- ingjunum leið gegnum marghert ör- yggisglerið í starfsstöðvum NOKAS sem sér um að fylla hraðbanka Noregs af peningum. Hvað segir Elden af NOKAS-málinu? „Þetta er náttúrulega eitt alvar- legasta sakamál landsins, rán og lögreglumaður lætur lífið,“ svarar Elden en þess má geta að ránsfeng- urinn var 57 milljónir norskra króna, á níunda hundrað milljónir íslenskra króna að núvirði en um 600 milljón- ir árið 2004. Peningarnir hafa aldrei fundist. „Þarna var á ferðinni hópur ræningja sem hafði starfað í Austur-Noregi um tíma og þetta var litið gríðarlega alvarlegum augum, lögreglan fékk alla þá fjármuni sem þurfti í rannsóknina og þarna átti sér stað samvinna milli lögreglunnar í Stavanger, lög- reglunnar í Ósló, Kripos og fleiri lögregluumdæma. Þarna var ýms- um óhefðbundnum rannsóknarað- ferðum beitt og allt lagt í sölurnar til að finna þá seku. Þessu lauk með því að allar ákærur leiddu til dóms,“ segir Elden. Hann segir nánast alla ákærðu, sem flestir eru frjálsir menn í dag, hafa þverneitað sakargiftum fyrir héraðsdómi en fleiri hafi játað í áfrýjunarmálum fyrir lögmanns- rétti. Á þeim tíma hafi rannsókn NOKAS-ránsins verið dýrasta lögreglurannsókn í sögu landsins. með fleiri möguleika í huga hefði grunur hugsanlega fallið á einhvern annan áður en öll spor kólnuðu.“ Telur Elden vinnubrögð norskrar lögreglu í manndrápsmálum og öðrum sakamálum, hvað varðar yfir- heyrslutækni, betri nú en í málinu á Karmøy árið 1995? „Já, að minnsta kosti þegar litið er til menntunar lögreglumanna. Rachlew kennir við Lögregluhá- skólann og hann notar þetta mál og annað mál til héðan frá Ósló sem grundvöll þess hvernig lögreglu beri að nálgast grunaðan einstak- ling við rannsókn og yfirheyrslu. Þegar yfirheyrandi ákveður sekt grunaða fer hann meðvitað eða ómeðvitað að haga yfirheyrslu sinni þannig að hann nái fram játningu og hann lokar augunum fyrir öðrum möguleikum sem er mjög óæski- legt,“ segir Elden. Hanaslagur lögreglunnar Hann hefur komið fram sem verj- andi í nokkrum stærstu sakamálum Noregs, er til að mynda verjandi manns sem grunaður er um skotárás í miðbæ Óslóar á Pride-hátíðinni í sumar. Annað mál er mál Eiriks Jensens, fyrrverandi yfirlögreglu- þjóns í lögreglunni í Ósló, sem hlaut gríðarlega athygli og tók, að með- talinni rannsókn, bróðurpart nýliðins áratugar. Fór málið tvo hringi í Lög- mannsrétti Borgarþings eftir að sá fáheyrði atburður varð þar í janúar 2019 að dómendur höfnuðu sýknu- úrskurði kviðdóms og flytja þurfti málið á nýjan leik. Jensen hlaut að lokum 21 árs dóm fyrir hlutdeild í innflutningi á 14 tonnum af hassi í samstarfi við Gjermund Cappelen sem hlaut 15 ár en saksóknari umb- unaði honum fyrir að benda á Jensen sem samstarfsmann sinn. Þetta mál var ekkert smáræði eða hvað? „Þarna varð mikill hanaslagur innan lögreglunnar sem náði alla leið inn til ákæruvaldsins. Jensen náði mjög miklum árangri í sínu starfi sem olli mikilli gremju í ná- grannalögregluumdæmum Óslóar. Hann var álitinn „einmana úlfur“ [n. ensom ulv] sem deildi ekki upplýs- ingum um starf sitt með öðrum. Nokkuð sem útbjó hratt jarðveg fyrir grunsemdir um að hann hefði óhreint mjöl í pokahorninu,“ segir Elden frá. „Þetta varð til þess að þegar lögreglan í Asker og Bærum var komin með Cappelen handtekinn og í gæsluvarðhald kom hún honum í skilning um að segði hann frá einhverju misjöfnu um Jensen hlyti hann vægari refsingu. Og það gerði hann. Þetta er nákvæmlega samb- ærilegt frændanum í Tengs-málinu og hefði rétturinn haft sömu sjónar- mið að leiðarljósi í máli Jensens og frændans hefði dómari einfaldlega sagt „þetta getum við ekki notað sem sönnunargögn“. Þarna er Capp- elen leiddur í ákveðna átt og hann sér það strax að hann hefur til alls að vinna, þetta er atvinnuafbrota- maður sem hefur glæpastarfsemi sem lífsviðurværi,“ segir Elden. Hann segir ekkert í ákærunni benda til þess að Jensen hafi í raun aðhafst nokkuð, ákæruvaldið hafi meðal annars byggt mál sitt á því að Jensen hefði gefið Cappelen upplýs- ingar um að verið væri að rannsaka hann ef til þess kæmi. „Hann er dæmdur á þeim grund- velli að hann hefði gert eitthvað hefðu vissar aðstæður komið upp og Cappelen verið í hættu en hann aðhafðist í raun ekki neitt. Hann berst nú fyrir að fá málið tekið upp á nýjan leik en þar er við ramman reip að draga þar sem hann þarf þá að leggja fram sönnunargögn gegn gögnum ákæruvaldsins og þar eru engin gögn,“ segir verjandinn um skjólstæðing sinn í einu umtalaðasta sakamáli Noregs síðustu ár. Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Í dómsal Elden í forgrunni í réttarhöldunum yfir Eirik Jensen og Gjermund Cappelen í september 2017. Lengri útgáfa af viðtalinu verður birt á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.