Morgunblaðið - 22.12.2022, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.12.2022, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Sigling Enn er siglt með áhugasama ferðamenn um sundin blá, þegar sjófært er. Hér er Rósin með farþega við Engey, sem gátu notið í botn útsýnis til allra átta með Reykjavík í bakgrunni. Eggert Jóhannesson Undanfarna daga hafa Reykvíkingar kynnst getuleysi borg- aryfirvalda gagnvart þeirri grunnskyldu að tryggja að götur borg- arinnar séu sæmilega færar og að fólk komist til og frá heimilum sín- um. Eins og síðasta vetur fær Reykjavíkurborg falleinkunn í snjó- hreinsun og greinilegt er að það þarf að stórbæta hana. Starfsmenn borgarinnar eða verk- taka sem sinna snjómokstri hafa staðið sig vel við erfiðar aðstæður. Hins vegar er skipulag og verklag snjóruðnings í Reykjavík er með öllu óviðunandi. Ljóst er að í byrjun vikunnar var ástandið slæmt í flestum hverfum Reykjavíkur en þó verst í eystri hverfum: Breiðholti, Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Grafarholti og Úlfarsárdal. Í gær, miðvikudag, átti enn eftir að ryðja húsagötur í efri byggðum borgarinnar. Ekki óvænt snjókoma Sl. föstudag, 16. desember, lá fyrir að mikil snjókoma yrði um kvöldið og nóttina í borginni og var spáð 25- 30 cm jafnföllnum snjó. Þrátt fyrir þessa spá var ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Afleiðingin varð sú að neyðarástand skapaðist í mörgum hverfum borgarinnar á laugardag. Húsagötur voru ekki ruddar og margir borgarbúar komust hvorki til né frá heimilum sínum. Ljóst er að ófremdarástand skap- aðist þar sem allt of fá snjóruðnings- tæki voru að störfum í hverfum borgarinnar í kjölfar hinnar miklu snjókomu. Reykjavíkurborg hefði þurft að kalla út miklu fleiri auka- verktaka í snjóruðning um helgina, til aðstoðar föstum verktökum, en gert var. Með myndarlegri hjálp einkaaðila hefði þannig verið hægt að stórauka afköstin og vinna á snjónum meðan hann var enn nýfall- inn. Gullna reglan við snjóhreinsun felst nefnilega í því að setja sem mestan kraft í verkið á meðan snjór er nýfallinn, ótroðinn og með- færilegur. Eftir því sem lengri tími líður frá snjókomu verður erfiðara að eiga við hjarnið. Sé snjó leyft að safnast upp í húsagötum þjappast hann og frýs og verður verri við- ureignar. Harðir klakahryggir myndast þá gjarnan á milli djúpra hjólfara, sem valda ófærð og tjóni á undirvögnum bíla, ekki síst smá- bifreiða og rafbíla. Þetta hefur gerst í fjölmörgum húsagötum borg- arinnar undanfarna daga vegna of seinna viðbragða. Ófremdarástand í efri byggðum Í efri byggðum Reykjavíkur eru margar frásagnir um að íbúar hafi sjálfir þurft að moka húsagötur svo þeir kæmust leiðar sinnar eða kalla út verktaka til snjóruðnings á eigin kostnað. Mun betur hefur verið staðið að snjó- ruðningi í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafn- arfirði og Seltjarn- arnesi. Sem dæmi má nefna að 15 snjóruðningstæki voru að störfum í Hafnarfirði á laugardag en 22 tæki í Reykjavík. Reykjavík- urborg er þó meira en fjórfalt fjöl- mennari en Hafnarfjörður. Skilst mér að í Hafnarfirði og Kópavogi hafi snjóruðningstæki náð að fara í velflestar húsagötur á laugardag á meðan húsagötur í Reykjavík fengu enga slíka þjónustu. Borgarstjóri í felum Myndarleg snjókoma ætti ekki að koma á óvart í nyrstu höfuðborg heims. Enn og aftur virðist hún þó hafa komið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra algerlega í opna skjöldu. Brá hann ekki þeim vana sínum að fara í felur þegar svara þarf fyrir klúður en þess í stað var formaður umhverfis- og skipulags- ráðs sendur í sjónvarpið. Helsta framlag hans í sjónvarpsviðtalinu var að upplýsa þá borgarbúa, sem enn biðu óþreyjufullir eftir að húsa- götur þeirra yrðu ruddar, um að ver- ið væri að skoða málið í stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá borginni! Verður spennandi að sjá hvaða starfshópar, spretthópar og spunahópar fá nið- urstöður stýrihópsins til meðferðar. Vandinn viðurkenndur í borgarstjórn Undirritaður tók málið upp á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag enda orðið ljóst að fulltrúar meiri- hlutans ætluðu ekki að gera það. Borgarstjóri var ekki viðstaddur umræðuna. Ánægjulegt var þó að formaður borgarráðs, Einar Þor- steinsson, skyldi viðurkenna vand- ann af hreinskilni og sýna vilja til úr- bóta. Er það mikil breyting til batnaðar frá síðasta vetri þegar borgarstjóri fór í felur vikum saman til að þurfa ekki að svara fyrir frammistöðuleysi og slakt skipulag í málaflokknum. Kjartan Magnússon » Verður spennandi að sjá hvaða starfs- hópar, spretthópar og spunahópar fá niður- stöður stýrihópsins til meðferðar. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Snjóruðningur í Reykjavík enn og aftur í rugli Við lifum á öld eft- irlíkingarinnar. Öld uppgerðar. Öld sýnd- armennsku. Við eigum fáa sanna vini í raun- heimum en þúsundir „vina“ í netheimum. Samfélagsmiðlar eru andfélagslegur vett- vangur, sem mál- svarar lýðræðis hafa á síðustu árum notað til að grafa undan mál- frelsi. Menntastofnanir vanrækja gagn- rýna hugsun. Þeir sem mest flagga eigin góðmennsku vilja að ríkið axli ábyrgð á allri góðvildinni. Skattfé er sólundað í nafni umhyggju. Und- ir merkjum manngæsku er velferð- arkerfið smám saman sligað, þar til það að lokum mun hrynja undan eigin þunga. Undir yfirskini trú- leysis gera menn vísindin að átrún- aði og fræðimenn að prestum. Ugg- vænleg reynsla síðustu ára bendir til að frelsisákvæði í stjórnarskrá og lögum séu í reynd marklaus, samanber það hvernig stjórnvöld- um leyfðist að kippa borgaralegum réttindum úr sambandi að vild. Gervisamfélag elur af sér gervi- stjórnmál, þar sem almannatenglar hanna skoðanir og stjórnmálamenn fylgja skoðanakönnunum. Hags- munaaðilar stýra fjölmiðlum og þyrla upp ryki sem yf- irskyggir upplýsing- arhlutverkið. Í heimi gervistjórnmálanna skrifa aðstoðarmenn ræður og greinar fyrir þá sem leika hlutverk þingmanna og ráð- herra. Sérfræðingar móta lagafrumvörp. Þingmenn greiða at- kvæði eftir flokks- línum og forðast þann- ig persónulega ábyrgð. Íslenska ríkið er á stöðugu (en duldu) undanhaldi inn- an EES. Lagasetning Alþingis lík- ist í auknum mæli leikriti. Á bak við tjöldin fer fram hægfara – og ólýðræðisleg – aðlögun Íslands að ESB. Þeir sem efast um fram- angreinda lýsingu mega íhuga eft- irfarandi dæmi: Í nafni lýðræðislegra stjórn- arhátta innleiða Íslendingar er- lendar reglur umræðulaust. Í nafni alþjóðasamvinnu eru Íslendingar þvingaðir til að breyta löggjöf sinni. Frammi fyrir hótun ESA um málshöfðun fyrir EFTA-dóm- stólnum „ákveður“ íslenska ríkið að breyta lögum sínum, nú síðast lög- um um leigubifreiðaakstur. Undir oki slíks utanaðkomandi helsis er málið kynnt í þinginu sem „frels- ismál“. Til að draga úr óbragðinu samþykkti meirihluti alþing- ismanna lögin 16.12. 2022 með því fororði að þau „skuli sæta endur- skoðun“ eigi síðar en 1.1. 2025 „með tilliti til reynslu“ af laga- breytingunum. Samantekt Lög á ekki að setja að nauð- synjalausu og alls ekki að illa at- huguðu máli. Hafi löggjafinn sjálf- ur efasemdir um réttmæti eða gagnsemi lagafrumvarps mæla öll varfærnissjónarmið gegn lögfest- ingu þess. Af síðastnefndum ástæð- um greiddi ég atkvæði gegn lög- festingu frumvarps um leigubif- reiðaakstur. Ég er ekki andvígur því að lagareglur um þetta efni séu teknar til endurskoðunar, en hefði viljað að sú endurskoðun færi þá fram að betur athuguðu máli, án utanaðkomandi þrýstings og án pínlegra afbötunarákvæða um end- urskoðun þeirra reglna sem verið er að setja. Lagasetning er of al- varlegt inngrip í daglegt líf al- mennings til að unnt sé að réttlæta að henni sé beitt í einhvers konar tilraunaskyni. Arnar Þór Jónsson » Lagasetning Alþingis líkist í auknum mæli leikriti. Arnar Þór Jónsson Höfundur er sjálfstætt starfandi lögmaður og varaþingmaður. Sýndarmennska elur af sér gervisamfélag. Gervisamfélag leiðir fram gervistjórnmál „Færð þyngist mikið í dag og mögulega gæti orðið ófært í Grafar- holti, Grafarvogi og í Úlfarsárdal.“ Svohljóð- andi voru skilaboð frá Reykjavíkurborg í vik- unni. Stormur með ákafri snjókomu Snjór er nátengdur hversdagslegu lífi Ís- lendinga enda búum við á norð- urhjara veraldar við margvísleg veðrabrigði. Tungumálið ber þess sannarlega merki. Í íslensku eru til mörg orð um snjó og snjókomu. Mjöll er til dæmis notað um nýfallinn snjó og ef snjórinn er mjög laus í sér er tal- að um lausamjöll. Nýfallinn snjór er nefndur nýsnævi en harðfrosin snjó- breiða hjarn. Djúpur snjór er kallaður kafald en mjög blautur, djúpur snjór er stundum nefndur bleytuslag. Hálf- bráðinn snjór kallast krap en skamm- vinn snjókoma með vindi nefnist él. Hundslappadrífa er svo mikil og stór- flygsótt snjókoma í logni en ofankoma er notað um hvers kyns úrkomu en oftast um snjókomu, él og slyddu. Bylur er aft- ur á móti stormur með ákafri snjókomu, en það er sú tegund of- ankomu sem Reykvík- ingar hafa upplifað undanfarna daga. Hringlandaháttur og virðingarleysi Síðustu daga hefur líf og starfsemi í borg- inni orðið fyrir tölu- verðu raski vegna snjóþyngsla. Að- stæðurnar eru ekkert einsdæmi og ættu ekki að koma neinum að óvör- um. Við Íslendingar höfum lifað við snjóþunga um aldanna skeið, en ekki þarf að leita lengra aftur en til fyrstu mánaða þessa árs þegar við upp- lifðum sams konar ofankomu og snjó- þunga. Víða lamaðist starfsemi í borginni og virtist úrræðaleysi borg- aryfirvalda algert. Þá lýstu starfsmenn vetrarþjón- ustu borgarinnar sig „fullsadda“ af hringlandahætti, þekkingarleysi og virðingarleysi borgaryfirvalda í sinn garð. Þeim væri ætlað að sinna krefj- andi verkefnum við ómögulegar að- stæður – vanbúnir og undirmannaðir við slæmt skipulag. Einungis nokkrum mánuðum síðar stöndum við frammi fyrir sambæri- legum vanda en viðbragðið hefur ekki tekið framförum. Lærði meirihlutinn ekkert af síðasta vetri? Hefur inn- koma Framsóknarflokksins ekki breytt neinu? Gerum betur! Það er grundvallaratriði að fólk komist greiðlega leiðar sinnar í borg- inni. Við búum í höfuðborg á norð- urhjara veraldar og þjónusta borg- arinnar ætti að gera ráð fyrir snjóþungum vetrum. Það er ótækt að úthverfum Reykjavíkur sé lokað vegna ófærðar. Hér þarf betra skipu- lag og öflugra viðbragð. Hér þarf að gera betur! Ófært í Reykjavík! Hildur Björnsdóttir » Við búum á norður- hjara veraldar og þjónusta borgarinnar ætti að gera ráð fyrir snjóþungum vetrum. Hildur Björnsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.