Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 46

Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | Sunnukriki 2, 270 Mosfellsbær Pantaðu jólamatinn í tíma og minnkaðu stressið í desember Pantanir á kjotbudin.is Tiramisu-ísterta 200 g púðursykur 6 eggjarauður 500ml rjómi 250 gmascarpone-ostur 1 pakki Ladyfinger-kexkökur 1 dl sterkt kaffi ½msk. kakó Leyfið mascarpone-ostinum að mýkjast með því að láta hann standa við stofuhita í klukkutíma fyrir notkun. Setjið púðursykur og eggjarauður í hrærivélaskál. Þeytið vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Gott er að taka þeytarann upp úr og sjá hvort deigið rennur af þeytaran- um eins og borði (deigið samlagast ekki strax) en þá eru eggjarauðurn- ar tilbúnar. Takið aðra skál og þeytið rjómann í henni. Setjið Mascapone-ostinn í þriðju skálina. Hún þarf að vera nógu stór til að rúma allt deigið. Hrærið ostinn létt og setjið u.þ.b. 2 msk af eggjarauðublöndunni ofan í skálina, blandið saman varlega með sleikju. Setjið meira af eggjarauðublöndunni út í og blandið varlega saman. Endurtakið þar til öll eggjarauðu- blandan er komin saman við ostinn. Bætið loks rjómanum varlega saman við með með sleikju. Takið 23 cm smelluform og fjar- lægið botninn úr því. Setjið smellu- formshringinn á kökudisk sem kemst í frysti. Setjið Ladyfinger- kexkökur í botninn. Byrjið á því að raða kexinu þannig að það myndi X inni í hringnum og setjið svo fleiri kökur á botninn þar til komið er nokkuð þétt lag af kökum. Notið lítinn pensil til þess að pensla hverja kexköku með kaffi. Setjið fyrri helminginn af ísdeiginu þar yfir. Raðið þá ofan á öðru lagi af Lady- finger-kexkökum. Penslið þær einnig með kaffi og bætið svo við síðari helmingnum af ísdeiginu. Sáldrið kakóinu yfir að lokum. Látið kökuna standa á borðinu í u.þ.b. 30 mín svo ísinn renni svolítið inn í kexið og setjið svo í frystinn. Geymið ístertuna í frystinum að lágmarki yfir nótt en hún geymist vel í frysti. Linda Ben býður hér upp á dýrindis tiramisu-ístertu sem bragðast hreint dásamlega. Elegant og flottur eftirréttur sem þið verðið að prófa. Ístertan sem toppar flest! Ljósmynd/Linda Ben Ljúffeng lekkerheit Ístertur eru spennandi eftirréttur sem á alltaf vel við. Brownie með sérrírjóma og berjum Brownie-kaka 1 pakki Royal-búðingurmeð súkkulaði (duftið) 70 g hveiti ½ tsk.matarsódi ½ tsk. salt 120 g brætt smjör 130 g púðursykur 2 egg 1 tsk. vanilludropar 80 g súkkulaðidropar Hitið ofninn í 180°C. Klæðið um 20 cm smelluform að innan með bökunarpappír og úðið það með matarolíuúða. Hrærið búðingsdufti, hveiti, matarsóda og salti saman í hrærivélarskálinni. Þeytið næst brætt smjör, púðursykur, egg og vanilludropa saman í annarri skál og blandið rólega saman við þurrefnin. Skafið niður á milli og hrærið aðeins stutta stund. Að lokummá vefja súkkulaðidrop- unum saman við með sleikju og hella í formið. Bakið síðan í 22-25 mínútur og leyfið kökunni að kólna til fulls áður en þið setjið rjóma og ber ofan á hana. Sérrírjómi og skraut 250ml rjómi 1msk. sérrí 2msk. flórsykur Jarðarber Hindber Brómber Setjið rjóma, sérrí og flórsykur í hræri- vélarskálina og þeytið þar til rjóminn er stífur. Smyrjið sérrírjómanum yfir kökuna og raðið berjum þar ofan á. Uppskrift þessi ermeð eindæmumdásamleg endaættu sem flestir réttir um hátíðirnar að innihalda sérrí. Hér blandar Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is saman brownie, ferskumberjum og dýrindis sérrírjóma.Þetta er eftirréttur semætti ekki að svíkja neinn. Eftirrétturinn sem allir elska Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Geggjaður Þessi eftirréttur er bæði sérlega einfaldur og æðislega góður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.