Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 72

Morgunblaðið - 22.12.2022, Side 72
Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. Sími 569 1100 Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2022 MENNING Ari Bragi með tónleika á Sunset Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason heldur tónleika á Sunset, sem er Hörpumegin á Edition, í kvöld kl. 21, en húsið er opnað kl. 20.30. Í tilkynningu frá tón- leikahaldara kemur fram að Ari Bragi sé orðinn einn eftirsóttasti trompetleikari Danmerkur þar sem hann býr og starfar. Með honum í kvöld koma fram Eyþór Gunnarsson á píanó, Einar Scheving á trommur og Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, en auk þess syngur Ellen Kristjánsdóttir með þeim nokkur af sínum uppáhaldsjólalögum. Á efnisskránni er jóladjass í afslöppuðum stíl. Miðar eru seldir við innganginn. ÍÞRÓTTIR Ekki fullkomlega sáttur við gengi Vals og hefur áhyggjur af KR „Við erum ekki fullkomlega sáttir við það hvernig við höfum spilað,“ segir Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, um gengi Íslandsmeistara Vals í vetur en þeir eru þó jafnir Keflavík á toppnum eftir tíu umferðir. Kristófer kveðst hafa áhyggjur af sínu gamla félagi, KR, sem er vandræðum á botni deildarinnar. Þá er hann ekki hrifinn af því að þurfa að leggja upp í langa keppnisferð milli jóla og nýárs.» 60 www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 HOLMEGAARD CABERNET Kampavínsglas, rauðvínsglas eða hvítvínsglas. 3.290 kr. Glas, 25 cl. 2.890 kr. BROSTE HOLGER Kertadiskur á fæti. Ø35 x H12 cm. 14.990 kr. Kertadiskur á fæti. Ø24 x H11 cm. 7.990 kr. MYMEMI Barnateppi, ýmsar gerðir og litir. 11.990 kr. BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI SKOÐAÐU JÓLATILBOÐIN 22. DES. 11–19 23. DES. 11–20 24. DES. 10–13 25. DES. LOKAÐ 26. DES. LOKAÐ 27. DES. 11–18 ÞÚ FINNUR JÓLAGJÖFINA Í HÖLLINNI Franski rithöfundurinn Honoré de Balzac skrifaði nær 100 skáldsög- ur, sem ekki eru auðþýddar. Það hefur þó ekki vafist fyrir Sigurjóni Björnssyni, sálfræðingi og fyrrver- andi prófessor við Háskóla Íslands, sem hefur þýtt hátt í 20 bækur eftir Frakkann. Nýverið gaf Bókaútgáf- an Skrudda út bókina Betu frænku og er það sjötta bókin eftir Balzac sem kemur út á íslensku í þýðingu Sigurjóns. „Ég er hættur að þýða en vinn við að ganga endanlega frá óbirtum þýðingum, þannig að þær verði tilbúnar til prentunar,“ segir Sigur- jón, sem er hinn hressasti, 96 ára gamall. Gert sé ráð fyrir að bækur sem hann hafi þýtt eftir Balzac og hafi ekki enn verið gefnar út fari á markað í náinni framtíð, ein á ári. Tvær til þrjár sögur verði til dæmis gefnar út í einu bindi á næstunni. „Komi allar þýðingarnar út gætu þetta orðið 18 til 20 sögur, mislangar, í kannski tíu bindum.“ Hann lifi varla að sjá þær allar á prenti og eins sé óvíst að þær komi yfirhöfuð út. Ómögulegt sé að segja til um hvernig áhuginn verði eftir að hann falli frá. Sagt hefur verið að Balzac (1799-1850) hafi verið fremstur meðal franskra skáldsagnahöf- unda síns tíma. Fyrir um einu og hálfu ári benti Sigurjón á í viðtali við Morgunblað- ið að Balzac hefði verið orðmargur og mörg orð sem hann hefði notað væru fyrnd. Hann bætir við að þótt þýðingarnar liggi fyrir megi alltaf laga ýmislegt eins og setningaskip- an, innsláttarvillur og annað slíkt. „Ég er að ganga frá efninu endan- lega svo það sé tilbúið til umbrots.“ Ólaunað áhugamál Sigurjón segir að tíminn hjá sér núna nýtist betur en fyrr á ævinni. „Ég er laus við allt vesen; laus við alla pólitík, laus við alla fundi, laus við allar nefndir og allar skyldur. Maður er einn út af fyrir sig.“ Hann sofi í smáslumpum, skrifi þess á milli og hafi engar áhyggjur. „Ég er einn af þeim mönnum sem hafa aldrei gert neitt til að varðveita heilsuna. Ég hef aldrei haft áhuga á því hvort ég hafi verið lasinn eða frískur heldur bara verið eins og ég er. Ég held að það sé heppilegast að vera ekkert að velta sér upp úr þessu. Það er aldrei að vita nema ég verði 120 ára.“ Bókaflóðið hefur sennilega aldrei verið meira en fyrir þessi jól. Sigurjón segir að svo virðist sem bækur seljist helst séu þær aug- lýstar mikið og þeim haldið að fólki, en margar góðar bækur falli milli skips og bryggju. „Ágætar bækur og jafnvel þær bestu eru tiltölu- lega lítið auglýstar og jafnvel ekki neitt og því veit fólk ekki af þeim.“ Þetta trufli hann ekki persónu- lega, því hann sækist ekki eftir peningum fyrir áhugamálið, sem hann sinni í sjálfboðavinnu. „Ég lifi bara á mínum eftirlaunum og þýði bækurnar vegna þess að mér finnst það gaman. Auk þess býst ég ekki við að aðrir muni gera þetta. Engir aðrir myndu koma höfundum eins og Balzac á framfæri, þýða hann úr erfiðri 19. aldar frönsku að gamni sínu. En þessar bækur mega gjarn- an vera til á íslensku, því þetta eru góðar bækur.“ lSigurjón hefur þýtt hátt í 20 bækur eftir Frakkann Balzac falinn fjár- sjóður í bókaflóðinu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Öflugur Sigurjón Björnsson hefur notið þess að þýða bækur Balzacs og segist hafa gert það ánægjunnar vegna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.