Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 26
Arnór Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju fór í frábært söngferðalag til Ítalíu með Kór Keflavíkur- kirkju en uppáhaldsstaður hans og konu hans er Snæfellsnesið. Hann ætlar að sækja marga viðburði á Ljósanótt en organistinn verður við píanóið á nokkrum tónleikum. Hve r n i g va rð i r þ ú f y r s t a sumarfrí inu án Covid tak- markana? „Í fyrsta sumarfríinnu eftir Covid opnuðust flóðgáttir hjá mér og spússu minni. Við ferðuðumst mikið erlendis og hérlendis. Heimsóttum Ítalíu, Frakkland, Hvammstanga og Borgarnes svo eitthvað sé nefnt.“ Hvað stóð upp úr? „Það sem stóðu uppúr var án efa Ítalía. Vorum í Bolzano, við alpana, á norðanverðri Ítalíu. Kór Keflavíkur- kirkju var á söngferðalagi sem var hreint út sagt frábært. Það sem kom helst á óvart varð- andi sumarið var hversu gott verður var raunar hérna á suðvestur- horninu. Ég skildi aldrei þennan bölmóð hvað varðar veðrið.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Uppáhaldasstaður okkar hjóna er Snæfellsnesið. Við vorum tvær nætur á Arnarstapa í sumar í góðra vina hópi þar sem veðrið lék við okkur þrátt fyrir vá-spár.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Hvað varðar veturinn er ég fullur tilhlökkunnar. Loksins venjuleg tíð, með kórsöng, messum og öllum þeim dásemdum.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er skemmtilegur litur á tilveruna okkar hérna suður með sjó. Besta við hana er án efa, að fjöl- skyldur, þar á meðal mín, sameinast öll þessa helgina.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Kóngatónleikana ætla ég að vera viðstaddur. Þeir verða í Keflavíkur- kirkju á fimmtudagskvöldinu kl. 20. Einnig langar mig til að sækja nýj- ustu viðbót ljósanæturhelgarinnar „Í holtunum heima“. Kjötsúpan á föstudeginum verður tekin. Laugar- dagurinn hefur iðulega verið þannig að ég hef reynt að ná kórtónleik- unum um miðjan dag í Duus húsum. Auðvitað verður farið niður í bæ á laugardagskvöldinu og notið þeirra skemmtiatriða. Á sunnudaginum fer ég vissulega á Bítlamessuna í Kefla- víkurkirkju.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Ég á margar góðar minningar frá ljósanótt. „Með blik í auga“ hefur skipað stóran sess á hjá mér síðast- liðnar Ljósanætur. Húrruðum í þann viðburð 10 ár í röð. „Ljós um nótt“ var söngleikur sem Keflavíkur- kirkja setti á svið og þar fékk ég að leika fuglinn Konna. Því gleymi ég aldrei. Einnig stendur mikið uppúr hjá mér þegar við í kirkjunni vorum með „Queen messuna“ á laugardags- kvöldinu. Sannarlega stórkostlegt.“ Flóðgáttir opnuðust eftir Covid „Ljós um nótt“ var söngleikur sem Keflavíkurkirkja setti á svið og þar fékk ég að leika fuglinn Konna. Því gleymi ég aldrei.“ Páll Ketilsson pket@vf.is 26 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.