Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Page 36

Víkurfréttir - 31.08.2022, Page 36
„Ég bara hágrét inni á hótelherbergi, ein í New York,“ segir Svanhvít Ósk Snorradóttir. Svanhvít er 23 ára og kemur frá Keflavík. Hún er að læra lífeinda- fræði við Háskóla Íslands en hún nýtir frítíma sinn í að fara í ræktina og læra kóresku. Svanhvít hefur alltaf verið heilluð af asískri menningu og í byrjun árs ákvað hún að láta draum sinn rætast og fara til Suður-Kóreu en hún dvaldi þar í þrjá mánuði. „Vinkona mín kom mér inn í KPOP tónlist og eftir það varð ég ástfangin af tónlistinni og tungumálinu. Ég byrjaði líka að horfa á K-drama og læra tungumálið og svo það kom eiginlega ekkert annað til greina en að fara þangað og upplifa þetta sjálf,“ segir Svanhvít. Úti í Kóreu bjó Svanhvít með sex stelpum sem komu víðsvegar að úr heiminum. Þá segist hún lítið annað hafa gert í Kóreu en að „lifa og njóta“ með vinum. „Ég var mikið að fara og skoða helstu ferðamannastaðina, fór í fjall- göngur og borðaði góðan mat. Svo fór ég auðvitað til Norður-Kóreu,“ segir Svanhvít og bætir við: „Það var geggjað, ég hef alltaf viljað fara þangað og sjá hvernig þetta er. Við fórum á safn og ég fékk að horfa út í gegnum kíki, maður sá svo sem bara hús og vinnandi fólk en það var samt geggjað því það gerði þetta allt svo miklu raunverulegra.“ Í Kóvinu á leið til Kóreu 36 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.