Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 40

Víkurfréttir - 31.08.2022, Qupperneq 40
Brynjar Atli Bragason eyddi miklum tíma í fótboltaæfingar og leiki með Breiðablik í sumar. Hann útskrifaðist einnig með BS-gráðu í lyfjafræði í sumar og fannst frábært að geta haldið upp á það án takmarkana. Honum finnst Ljósanótt vera skemmtileg en hann ætl- ar að sækja listasýningar og hlakkar til að sjá flugeldasýninguna. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Ég útskrifaðist með BS-gráðu í lyfja- fræði og það var frábært að geta haldið upp á það almennilega án takmarkana. Ég spila fótbolta með Breiðablik svo sumarið fór mikið í æfingar og leiki. Síðan reyndi ég að njóta með með fjölskyldu og vinum þess á milli.“ Hvað stóð upp úr? „Það sem stóð upp úr voru Evrópu- ferðirnar með fótboltanum. Við fórum til Andorra, Svartfjallalands og Tyrklands. Þetta eru allt lönd sem maður myndi vanalega ekki heim- sækja sjálfur, það var mjög gaman að taka þátt í þessu og upplifa mis- munandi menningu.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það kom mjög skemmtilega á óvart sú skyndiákvörðun að taka þátt í að opna nýtt apótek í Reykjanesbæ. Sigríður Pálína, lyfsali og eigandi Reykjanesapóteks, bauð mér, og hópi lyfjafræðinga og nema, að stofna nýtt apótek sem mun bera nafnið Reykjanesapótek Fitjum. Við stefnum á að opna í september og með þessu viljum við eftir bestu getu bæta heilbrigðisþjónustu í bænum.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Já, fjölskylda kærustu minnar á jörð á Flúðum. Þegar maður þarf á afs- löppun og núllstillingu að halda er alveg frábært að kíkja þangað.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Ég er byrjaður í mastersnámi í lyfja- fræði og mun veturinn líklega snúast mikið um námið.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er alltaf skemmtileg og tengir bæjarbúa saman. Hátíðin er alltaf vel sett upp og fjöldinn allur af viðburðum sem hægt er að sækja.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Ég mun líklega kíkja á einhverjar listasýningar en hlakka mest til að sjá flugeldasýninguna.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Það er orðin hefð hjá mér og minni fjölskyldu að kíkja til ömmu og fá okkur rjómapönnukökur með kaffinu. Það er eitthvað sem sem stendur alltaf upp úr.“ Fótbolti og óvænt vinna í nýju apóteki Vordís Heimisdóttir, starfsmaður í Njarðvíkurskóla naut sumars án takmarkana, hún fór á tvenna tónleika, gekk Laugaveginn, fór á Þjóðhátíð og fór í brúðkaup hjá syni sínum. Vordís segir Ljósanótt vera vinalega og það skemmi ekki fyrir hversu mikið er að gera og skoða. Hvernig varðir þú fyrsta sumar- fríinu án takmarkana? „Ég ferðaðist bæði innanlands og erlendis.“ Hvað stóð upp úr? „Í júní var það að fara á tónleika með Adam Lambert og Queen. Í júlí, að láta loksins einn draum rætast og það var að ganga Laugaveginn með Gunni vinkonu minni. Í ágúst var það að komast loksins aftur á Þjóð- hátíð. Það sem stóð upp úr samt sem áður í sumar er brúðkaupið hjá Haf- steini syni mínum og Eyrúnu Ósk tengdadóttur minni.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það sem kom skemmtilegast á óvart í sumar, var þegar að okkar yndis- legu veðurfræðingar voru búnir að spá skíta veðri bæði fyrir Laugavegs- gönguna mína og fyrir Þjóðhátíð, að sú spá klikkaði allhressilega og í bæði skiptin var „sumar“.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Mjóifjörður, falin perla – ekki spurning.“ Hvað ætlar þú að gera í vetur? „Taka vel á móti nýju barnabarni.“ Hvernig finnst þér Ljósanótt? „Ljósanótt er bara svo vinaleg, maður hittir svo marga og allir ættu að finna sér eitthvað til að gera og skoða.“ Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? „Ég ætla að fara á röltið á fimmtu- dagskvöldinu, Heimatónleikarnir (auðvitað) á föstudagskvöldinu, kíkja á flest allt sem er í boði á laugardeg- inum og svo fer sunnudagurinn í það að fara á allar sýningarnar.“ Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? „Þegar að ég sá ljósin kveikt í fyrsta skipti á Berginu, algjörlega geggjuð hugmynd og frábært að þetta skildi vera framkvæmt.“ SPÁIN KLIKKAÐI ALLHRESSILEGA 40 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.