Rökkur - 01.10.1922, Page 35

Rökkur - 01.10.1922, Page 35
Ótal hugsanir fæddust í huga hans á leiðinni þangað. Honum er þungt í hug, því enn hefir hann ekkert frétt af Gösku. En það er aðfangadagskvöld. Hann er á leiðinni í heimboð. Og hann á að vera kátur og glaður. Hjónin tóku á móti honum með opnum örmum. — Hann talaði við þau langa stund, alltaf um ísland, bara ísland. — En nú átti að fara að kveikja á jólatrénu. Bráðum mundi „Heims um ból“ hljóma um stofurnar. Gleðin skína á hverju andliti. Friður búa í huga hvers manns. „Jólabréf,“ sagði húsbóndinn brosandi. „Það var sent með það frá spítalanum." Hönd Gunnars skalf, þegar hann opnaði það. Það var frá Hábæ. Hjartað barðist ákaft um í brjósti hans meðan hann las það: Hábæ, 23. 12. 1914. „Kæri Arnar! Gaska er mikið veik. Það hafði gleymzt að senda skeytið frá gistihúsinu — og það kom of seint. Við höfðum lesið í blöðunum um afdrif „Úraníu“. Og við töldum víst, að þér hefðuð verið með. Gaska komst að þessu. Hún fékk snert af hjartaslagi. Það varð að skera utan af henni fötin. Við héldum, að hún mundi deyja í höndunum á okkur. Hún lá lengi með óráði og hita og talaði án afláts um yður. Nú er henni batnað svo, að hún hefir fullt ráð og rænu. Hún veit nú, hvernig í öllu liggur. Hún skrifaði nokkur orð á miða, þótt hún ætti örðugt með það, vesalings Gaska. Verið þér nú sterkur, Gunnar. Jólin geta orðið döpur fyrir yður og okkur öll. En þér verðið að koma hingað, kæri Gunnar. Hvergi getur yður þó liðið betur en hér — og Gaska bíður eftir yður. Yðar Marie Larsen.“ Hann tók miða Gösku. Höndin á miðanum var óstyrk. Hún hafði kysst bréfið og tár 35

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.