Rökkur - 01.10.1922, Síða 43

Rökkur - 01.10.1922, Síða 43
þó tilefnið væri lítið, til dæmis ef hann sá svölur á flugi, grátittlinga, fönn í fjalli eða heyrði þunglyndisleg lög leikin á hljóðfæri, lög, sem vöktu marga forna minning. Og loks var ein hugsun, sem náði fastatökum á honum, hugsun um hvíld. Hún náði slíku hnefataki á öldungnum, að allar aðrar hugsanir og langanir dóu út að mestu. Farandmanninum gamla fannst eigi lengur neitt eftirsóknarverðara í þessum heimi, ekki neitt yndislegra um að hugsa, en hávaðalaust horn, þar sem hann gæti verið einn og hvílzt og í næði, og beðið þess, að hann fyndi andkul dauðans á neni. Það var eins og forsjónin hefði hent honum yfir lönd og höf með svo miklum hraða, að hann hefði vart haft tíma til þess að anda, og honum fyndist æðsta mannleg hamingja hlyti að vera innifalin í því einu: Að flakka ekki. Og vissulega átti hann slíka hvíld skilið. En hann var svo óhappavanur orðinn, að hann hugsaði um hvíld eins og aðrir menn hugsa um það, sem þeir vita, að þeir aldrei ná, þó þeim sé nautn um það að dreyma. Hann þorði ekki að vona eftir kyrrlátu ævikvöldi. En samt sem áður gerðust þau undur á einum tólf tímum, að hann náði í stöðu, sem var eins og valin sérstaklega fyrir hann úr öllum þeim störfum, sem kostur er á í þessum heimi. Og það var því ekki kyn, þó hann — þegar hann kveikti á luktinni þetta fyrsta kvöld, að hann spyrði sjálfan sig í hálfgerðu svimaástandi, hvort þetta væri virkileiki eða draumur. Og hann þorði ekki að svara hugarspurningu sjálfs sín. En veru- leikinn sannfærði hann. Hann þurfti aðeins að líta í kringum sig. Og hver stundin leið sem andartak þarna á svölunum. Það var eins og hann væri að horfa á hafið í fyrsta sinni á ævinni. Frá luktinni kastaðist ljósgeislaþríhyrningur á sjóinn. En í skugganum stóð vita- vörðurinn nýi og horfði á þann hluta hafsins, sem uppljómaður var, og hlustaði á nið hafaldanna, sem hýddu háklettinn. Og við og við, andartak, sá hann fax aldanna, hvítt fax þeirra, sá þær færast nær, og er þær náðu undir ljósgeislaþríhyrninginn, sýndust faldar þeirra rósrauðir. Það leið að háflóði óðfluga. Sandrifin voru öll þegar í kafi. Og hafið eitt lét til sín heyra og stundum var niður þess sem þytur frumskóganna stóru, en stundum sem hleypt væri úr fallbyssum, og enn stundum veikur sem niður af máli margra manna. En stund- um var allt kyrrt. Og öldungurinn heyrði hafið stynja. Það var 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.