Rökkur - 01.10.1922, Page 44

Rökkur - 01.10.1922, Page 44
aðeins andartak. Og svo var sem gráthljóð bærist að eyrum hans og það var einnig aðeins andartak, en svo breyttist niður þess í ógn og ofsa. Og þegar stormurinn hafði sópað loftið, sá hann, að ský- þykkni huldi enn mánann. Og úr vesturátt komu æ sterkari storm- hviður. Öldurnar hentust á vitann í æðisham, svo bjargið sjálft hristist, sem vitaturninn stóð á. Og úti í myrkrinu leit öldungurinn mergð grænna ljósa við og við, en þau voru frá ljóskerunum, sem fest voru á siglutré skipanna. Þessi grænu ljós lyftust hátt, og svo var eins og þau styngju sér. Og svo vögguðust þau, ýmist á þessa hliðina eða hina. — Skavinski fór til herbergis síns. Á skipunum á hafinu háðu sjómennirnir harða baráttu við ægilega storma, við nóttina, myrkrið og öldurnar. En inni í vitaturninum ríkti ró. Niður hafsins, ýlfur stormsins náði ekki í gegnum þykka veggina. Svo aðeins hið reglubundna tikk-takk klukkunnar heyrðist þar inni. Og öldungurinn gamli og þreytti hlustaði á það, þangað til svefninn kom. II. Stundir liðu, vikur liðu. Sjómenn hafa þá trú, sumir hverjir, að stundum á óveðursnóttum á sjó úti, að eitthvað kalli á þá með nafni utan úr dimmunni. Sé eitthvað, sem kalli oss þannig á sjó úti, getur þá eigi hugsazt, að manni, sem er gamall orðinn, finnist eitthvað kalla á sig, úr enn dimmara og leyndardómsfyllra haf- myrkri? Og að því þreyttari sem hann er á lífinu, þess kærari séu honum þessi köll, hvort sem þau eru ímynduð eða ekki. En kyrrðar þarf með til þess að geta heyrt þau. Og svo er það oft um gamalt fólk, að það eins og ýtir sjálfu sér til hliðar og sér gröf sína fyrr en þörf er á. — Vitaturninn varð nokkurs konar gröf fyrir Skav- inski. Ekkert er einmanalegra en líf í vitaturni. Ef ungir menn taka að sér slíkt starf, hætta þeir að jafnaði eftir stuttan tíma. Vita- verðir eru oftast menn af æskuskeiði komnir, einrænir og hirða lítt um návist annarra. Og komi það fyrir, að slíkir menn fari úr vita sínum um stundarsakir og þangað sem mengi er glatt, þá ganga þeir í þeim hóp, sem manneskja nývakin af þungum svefni. í vitanum gerðist svo fátt, sem kennt gæti manni að venjast öllu. Flest, er vitavörður lítur, er stórlegt og breytilegt. Himinn og haf og á milli einmana mannssál. Slíkt er líf vitavarðanna og af því mótast hugsanir þeirra. Allt er tilbreytingarlaust, jafnvel starfið. Dagur er degi líkur eins og samkyns perlur á bandi. Aðeins veðrið 44

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.