Rökkur - 01.10.1922, Page 49

Rökkur - 01.10.1922, Page 49
legt yfir öllu. Og skyndilega var kyrrðarþögnin í náttúrunnar ríki rofin, og það var rödd öldungsins, sem rauf hana, því hann las hátt, eins og hann þann veg skildi betur: Lithúanía. Land mitt, landið hreysti, þú átt mikið lof skilið, Lithúanía. En sá einn veit, er átt hefir og eftir það misst. Fullkomin finnst mér fegurð þín í dag. Ég lít þig og ljóða, því löngun mín er til þín. Rödd Skavinski bilaði. Stafirnir virtust dansa á pappírnum fyrir augum hans. Það var sem eitthvað brysti í brjósti, og það var sem blóðalda losnaði frá hjarta hans og þrýstist að raddfærum hans og þaggaði mál hans. En er hann náði valdi á sér aftur, hélt hann áfram: Heilaga Guðs móðir, sem gætir Chenstohova! Þú blessar Ostrobrama og heldur verndarhendi þinni yfir borginni Novgrodek og trúum íbúum hennar. Eins og þú gafst mér þrek mitt aftur á æskuárum, þegar móðir mín ákallaði þig, grátbólgin, og ég lyfti augnalokum mínum, er þú svaraðir bæn hennar og mér fannst sem ég gengi inn að fótskör Guðs og þakkaði Honum lífið, sem þú endurgafst mér í náð Hans, — eins gef oss, vor heilaga Guðs móðir, á undur- samlegan hátt, vort ljúfa land.“ Veggur vilja hans hrundi á andartaki, eins og flóðgarður, sem haldið hefir flóðinu í skefjum um stund, en skyndilega verður undan að láta fyrir ofurmagni þess. Öldungurinn grét. Hann kast- aði sér á fjöruna. Silfurhærurnar hans kysstu hvítan sandinn. í 49 4

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.