Rökkur - 01.10.1922, Page 82

Rökkur - 01.10.1922, Page 82
Ævintýrið Sudandi flugur í gluggakistunni. Annað veifið fljúga þær beint á rúðuna, en hrapa jafn hraðan niður aftur. Þær vilja út, út! Út í lognið og hlýindin og sólskinið — og undan fingrunum hans Tuma litla. Því Tumi er brellinn. Hann hefir skriðið upp á borð- ið, sem stendur undir baðstofuglugganum. Hann er á flugnaveið- um. Auðvitað! Hann má ekki fara út. Hann gæti dottið í lækinn — eða ofan í brunninn. Svo sagði hún mamma hans að minnsta kosti, og hann varð að húka inni, af því mamma hans var inni. Af því hún var að þvo þvott frammi í eldhúsi. En bráðum færi hún niður að læk að skola og þá ætlaði hann með. Þar ætlaði hann að vera meðan mamma hans skolaði og blákkaði niður við við stokkinn í læknum. Og hann ætlaði sér að kasta steinum í læk- inn, stórum steinum, svo gusaðist upp. En það var gott að mamma hans var frammi, þegar hann þurfti að vera inni — eða réttara sagt mátti til að vera inni. Þá var hann þó viss um að fá ekki högg á fingurna litlu. Því mamma hans hafði sagt honum, að það væri ljótt að drepa flugur — eða slíta af þeim vængina. Og ef hann gerði það, fengi hann högg á fingurna. — Hún hafði tekið svo óþyrmilega í handlegginn á honum um daginn. Honum fannst hann ætla að slitna í sundur. Hann æpti hástöfum. „Jæja, var það sárt?“ spurði mamma hans. „Heldurðu þá ekki flugunum finnist það sárt, þegar þú slítur af þeim vængina?“ „Þær hljóða ekki.“ „Nei, þær hljóða ekki. Þær vantar málið. Þær geta ekki kvartað. En þær hafa tilfinningu, eins og þú.“ Það var nú ekki meira en svo, að Tumi tryði þessu. En fyrst mamma hans sagði það, hlaut það að vera satt. Og mamma hans var svo góð, alltaf svo góð. Nema þegar hann var vondur. En hann var alltaf góður, nema þegar hann var lokaður inni og gott var veður. Til dæmis í dag. Honum leiddist og hann gleymdi að vera góður. Þangað til hann heyrði fótatak í göngunum. Hann hoppaði 82

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.