Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 82

Rökkur - 01.10.1922, Qupperneq 82
Ævintýrið Sudandi flugur í gluggakistunni. Annað veifið fljúga þær beint á rúðuna, en hrapa jafn hraðan niður aftur. Þær vilja út, út! Út í lognið og hlýindin og sólskinið — og undan fingrunum hans Tuma litla. Því Tumi er brellinn. Hann hefir skriðið upp á borð- ið, sem stendur undir baðstofuglugganum. Hann er á flugnaveið- um. Auðvitað! Hann má ekki fara út. Hann gæti dottið í lækinn — eða ofan í brunninn. Svo sagði hún mamma hans að minnsta kosti, og hann varð að húka inni, af því mamma hans var inni. Af því hún var að þvo þvott frammi í eldhúsi. En bráðum færi hún niður að læk að skola og þá ætlaði hann með. Þar ætlaði hann að vera meðan mamma hans skolaði og blákkaði niður við við stokkinn í læknum. Og hann ætlaði sér að kasta steinum í læk- inn, stórum steinum, svo gusaðist upp. En það var gott að mamma hans var frammi, þegar hann þurfti að vera inni — eða réttara sagt mátti til að vera inni. Þá var hann þó viss um að fá ekki högg á fingurna litlu. Því mamma hans hafði sagt honum, að það væri ljótt að drepa flugur — eða slíta af þeim vængina. Og ef hann gerði það, fengi hann högg á fingurna. — Hún hafði tekið svo óþyrmilega í handlegginn á honum um daginn. Honum fannst hann ætla að slitna í sundur. Hann æpti hástöfum. „Jæja, var það sárt?“ spurði mamma hans. „Heldurðu þá ekki flugunum finnist það sárt, þegar þú slítur af þeim vængina?“ „Þær hljóða ekki.“ „Nei, þær hljóða ekki. Þær vantar málið. Þær geta ekki kvartað. En þær hafa tilfinningu, eins og þú.“ Það var nú ekki meira en svo, að Tumi tryði þessu. En fyrst mamma hans sagði það, hlaut það að vera satt. Og mamma hans var svo góð, alltaf svo góð. Nema þegar hann var vondur. En hann var alltaf góður, nema þegar hann var lokaður inni og gott var veður. Til dæmis í dag. Honum leiddist og hann gleymdi að vera góður. Þangað til hann heyrði fótatak í göngunum. Hann hoppaði 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.