Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 FRÉTTIR Grænmetisuppskera var í meðallagi í ár. Með aukinni sérþekkingu hefur náðst aukinn árangur í gæðum vörunnar. Raforkuverð er ein helsta hindrunin. Sauðfjárslátrun haustið 2022: Tæplega tuttugu þúsund færri dilkum slátrað Tæplega 20 þúsund færri dilkum var slátrað í síðustu sláturtíð, miðað við árið á undan. Alls gera það um 710 færri tonn inn á markaðinn. Áfram dregur því úr framleiðslu kindakjöts jafnt og þétt, sem hefur nú verið samfelld frá 2017. Samkvæmt tölum frá Mat- vælastofnun komu 445.511 dilkar til slátrunar á síðasta hausti. Til samanburðar var dilkafjöldinn á síðasta ári 465.324, en 560.465 árið 2017. Slátrun á fullorðnum ám núna í haust var hins vegar mjög sambærileg við síðasta ár. Meðalvigtin var í meðallagi Meðalvigt sláturlamba úr síðustu sláturtíð var nálægt meðalvigt síðustu tíu ára, eða 16,60 kíló, sem er talsvert minna en á metárinu í fyrra þegar meðalvigtin var 17,40 kíló. Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að það sé ekkert sem komi á óvart við þessa fækkun, hún hafi verið viðbúin lengi. Fé hafi fækkað stöðugt síðustu fimm árin eða svo. Annað eins næsta haust „Miðað við slátrun á fullorðnu í liðinni sláturtíð þá er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir annarri eins fækkun sláturgripa haustið 2023. Það er alveg ljóst að það þarf að fara að bregðast við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með því að það verði ekki nægilegt framboð af lambakjöti fyrir íslenskan markað. Markaðssetning á vörunni þarf líka að vera í forgrunni hjá öllum aðilum virðiskeðjunnar. Það er nefnilega alveg ljóst að ef ekki tekst að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verður fækkunin áfram mikil. Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu. Við verðum að vona að það takist að lyfta verði á þann stað að hægt verði að greiða bændum raunverð fyrir framleiðsluna,“ segir Trausti. /smh Heildarfjöldi sláturlamba 2022 2021 Mismunur Kaupfélag Skagfirðinga 83.617 86.392 -2.775 Sláturfélag Suðurlands 88.868 94.800 -5.932 Sláturfélag Vopnfirðinga 24.632 26.566 -1.934 Sláturhús Norðlenska 74.765 77.188 -2.423 Fjallalamb 21.885 20.914 971 Sláturhús KVH ehf. 82.089 84.081 -1.992 SAH afurðir ehf. 68.310 73.875 -5.565 Sláturhús Vesturlands 903 805 98 Sláturhús Seglbúðum 442 703 -261 Alls 445.511 465.324 -19.813 Heildarmagn í kílóum 7.386.572 8.096.638 -710.065 Meðalvigt dilka 2022 2021 2020 Kaupfélag Skagfirðinga 16,65 17,34 16,90 Sláturfélag Suðurlands 16,73 17,28 16,51 Sláturfélag Vopnfirðinga 15,85 16,81 16,56 Sláturhús Norðlenska 16,40 17,26 16,99 Fjallalamb 15,64 17,35 16,89 Sláturhús KVH ehf. 17,02 17,86 17,37 SAH afurðir ehf. 16,64 17,46 16,81 Sláturhús Vesturlands 17,17 18,19 17,42 Sláturhús Seglbúðum 17,62 18,49 18,35 Alls 16,60 17,40 16,89 Þróun í fjölda sláturlamba frá 2017 Dýravelferð: Stórfelld vanræksla – Eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp Um miðjan október féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands, þar sem bóndi á nautgripa- og sauðfjárbúi er dæmdur í eins árs fangelsi skilorðsbundið, fyrir brot á dýravelferðarlögum. Auk þess er hann sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti, í tíu ár frá birtingu dómsins. Matvælastofnun kærði bóndann í febrúar á þessu ári, fyrir alvarlega vanrækslu á búfé. Í yfirlýsingu stofnunarinnar kom fram að um væri að ræða eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hafi upp hér á landi. Lögreglustjórinn á Vesturlandi höfðaði síðan mál með ákæru 24. ágúst og var það dómtekið 30. september. Játaði skýlaust Í ákæruskjalinu segir að málið sé höfðað gegn ákærða „fyrir brot á dýravelferðarlögum með því að hafa um einhvern tíma fram til 21. febrúar 2022, vanrækt á stórfelldan hátt að fóðra og vatna búfé á búi sínu […], með þeim afleiðingum að 25 nautgripir, ein geit og 175 kindur drápust eða þurfti að aflífa“. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Hann hafði ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað. Þess ber að geta að þetta mál er óskylt þeim málum í Borgarfirði sem hafa ratað hafa í fjölmiðla á undanförnum vikum. Dómur án fordæma Sem fyrr segir er málið eitt það umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp á Íslandi og er dómurinn án fordæma hér á landi, samkvæmt heimildum blaðsins. Fyrir utan það búfé sem þurfti að aflífa, svipti Matvælastofnun bóndann vörslu á þeim 300 kindum sem eftir voru á bænum og tryggði þeim fóðrun og umhirðu. Búið hafði þrisvar sinnum áður fengið eftirlitsheimsókn frá Matvælastofnun á síðastliðnum sex árum, en ekki komu fram alvarleg frávik við fóðrun eða aðbúnað í þeim heimsóknum. Síðasta reglubundna skoðun fór fram vorið 2021. Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur opinberlega á vef dómstólsins. Fallist var á beiðni þess efnis að það yrði ekki gert, vegna veikinda dómfellda. /smhwww.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Garðyrkja: September skipti sköpum Eftir óhagstætt sumar kom mikill kippur í vöxt grænmetis í byrjun hausts. Uppskera garðyrkjubænda var heilt yfir í meðallagi í flestum tegundum, fyrir utan smá aukningu í gulrótum. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þekkingu lykilatriði til að ná árangri í greininni. Gæði vörunnar sem garðyrkju- bændur framleiða eru sífellt að verða betri og betri. Með því að sækja bestu mögulegu þekkingu að utan hefur náðst mikill árangur bæði í að auka uppskeru, gera hana tryggari og að viðhalda ferskleika lengur. Fyrir ekki svo löngu síðan var ekki hægt að geyma íslenskar gulrætur mikil lengur en fram yfir áramót. Nú sér Gunnlaugur fram á að garðyrkjumenn nái að halda gulrótum ferskum fram í maí. Annað grænmeti sem Gunnlaugur kallar geymslutegundir heppnuðust sérlega vel í ár. Tegundir sem falla undir þessa skilgreiningu eru til að mynda gulrófur, hvítkál og áðurnefndar gulrætur. Hann segir að neytendur geti séð að íslenska varan sem boðið er upp á í verslunum er afburðafalleg. Þarna skipti veðráttan í september höfuðmáli. Búið er að taka upp mest allt grænmeti, nema eitthvað af grænkáli sem á eftir að fara á markað. Þekking bjargaði uppskeru Fyrir norðan stefndi í óefni þar sem miklu næturfrosti hafði verið spáð. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórisstöðum, sá fram á að missa alla sína uppskeru vegna þessa. Þarna segir Gunnlaugur að Helgi hafi getað sótt ráðgjöf hjá dönskum ráðunauti, sem lagði til að hann myndi úða kalí á akurinn. Með því myndaðist annað frostmark í plöntunum og blöðin á kartöflugrösunum féllu ekki. Með þessari sérfræðiþekkingu tókst að lengja vaxtartíma jarðeplanna og heppnaðist uppskeran mjög vel. Í fyrra lék mygla kartöflubændur grátt og spillti uppskeru í kartöflugörðum víða. Í sumar varð myglunnar ekki vart, nema í einu tilfelli. Hátt raforkuverð hamlar uppbyggingu í dreifbýli Gróðurhúsaræktunin gengur heilt yfir mjög vel. Varan sem garðyrkjubændur bjóða upp á, eins og gúrkur og tómatar, sé af sömu gæðum og gerist annars staðar í Evrópu. Gunnlaugur segir áburðinn hafa nærri tvöfaldast í verði og koltvísýringur sem er nauðsynlegur í lýsingaræktun hefur einnig orðið dýrari. Helstu áskoranir inni- ræktunarinnar er þó hátt raforkuverð. Gunnlaugur segir að Sölufélagið sé að berjast fyrir því að flutningskostnaður rafmagns í dreifbýli verði leiðréttur þannig að hægt sé að fara í atvinnuuppbyggingu. Þetta snerti ekki ekki einungis garðyrkjuna, heldur alla orkufreka starfsemi. „Íbúar á landsbyggðinni ætla ekki bara að búa þar – þeir ætla að gera eitthvað. Gjaldskráin gerir ráð fyrir bara íbúum og búsetu, en ekki neinni atvinnuuppbyggingu,“ segir Gunnlaugur um raforkuverðið. /ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.