Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 og myndað átusár. Stærð sársins fer eftir því hversu mikið sveppurinn vex meðan tréð er í vetrardvala og ná sárin sjaldnast hringinn í kringum stofninn. Gróhirslur sveppsins, sem hérlendis hefur aðeins fundist á vankynja stigi sínu, eru litlar svartar bólur um 0,3 til 0,5 millimetrar í þvermál. Gróhirslurnar eru nokkurra hólfa og með þykkan vegg að ofanverðu, myndast í berkinum og lyfta honum upp og brjótast upp á yfirborðið er þær ná þroska. Svo virðist sem tjón af völdum þinátu sé vaxandi hér á landi. Sjúkdómar í lauftrjám Í máli Halldórs kom fram að birki hafi vaxið á Íslandi frá lokum ísaldar og á þeim tíma safnað á sig mörgum tegundum skaðvalda, en einnig haft tíma til að aðlagast þeim að einhverju leyti en að á sama tíma sé það viðkvæmt fyrir nýjum óværum sem eru að berast til landsins og leggist á það. Nornavendir, Taphrina betulina, orsakast af asksvepp sem lifir í sprotum og brumum birkitrjáa og veldur því að fjöldi smásprota myndast. Á nokkrum árum myndast greinavöndur, svonefndur nornavöndur. Blöð á sýktum sprotum eru ljós og oft krumpuð, en neðan á þeim myndast gró sveppsins, askgró. Mest ber á nornavöndum á gömlum trjám og þá einkum að vetrinum. Sjúkdómurinn er tiltölulega meinlaus fyrir trén og breiðist lítið út. Ung tré geta þó liðið meira fyrir þennan sjúkdóm en þau eldri. Oft visna sýkt blöð, og kal er algengt í sýktum sprotum. Nornavöndur að sumri eru ekki það vandamál að þeir réttlæti dýrar aðgerðir. Á litlum trjám er hægt að klippa þá af, og það er einmitt á litlum trjám sem þeir gera mestan skaða. Á birki hér á landi leggst ein tegund ryðsvepps, Melampsoridium betulinum. Sveppurinn er útbreiddur á norðurhveli og olli verulegu tjóni í gróðrarstöðvum þegar uppeldið var á beðum og dregur úr vexti birkiskóga. Reklasveppur, Taphrina amentorum, er algengur sjúkdómur á reklum gráelris. Einkenni hans eru króklaga útvöxtur úr fræreklunun og mest af fræinu verður ónýtt. Að öðru leyti virðist sveppurinn ekki skaða tréð. Blaðvisnusveppur, T. tosquinetii, hefur fundist hér á rauðöl og erlendis á fleiri elritegundum. Einkenni sýkingar eru að blöð visna og verpast, en sveppurinn getur einnig lagst á árssprota. Börkurinn verður þá þykkur og hrukkóttur og brum springa seint út og blöðin verða rauðleit og krumpuð. Sveppur þessi virðist sjaldgæfur hér enn sem komið er. Phytophthora alni er alvarlegur rótarsjúkdómur á elritegundum. Á Bretlandseyjum er álitið að 20% elritrjáa séu sýkt af þessum þörungasvepp. Hann hefur enn ekki greinst hér en þar sem innflutningur á elri er ekki bannaður er mikil hætta á ferðum. Banna þyrfti innflutning á elritrjám til landsins. Víðiryð, Melampsora epitea, er algengt á grávíði og loðvíði og sést oft á brekkuvíði og leggst einnig á viðju, hreggstaðavíði og selju. Líklega þarfnast þessi ryðsveppur ekki millihýsla til þess að lifa af og fjölga sér, en önnur gróstig hans hafa þó fundist á steinbrjótstegundum. Sumargró og sveppþræðir lifa því venjulega í brumum víðisins yfir veturinn og smita ný blöð sumarið eftir. Guláta, Godronia fuliginosa, orsakast af asksvepp sem er auðþekktur á því, að hann myndar rauðgula, skífulaga bletti á berki en í miðri skífunni er svartur blettur sem inniheldur gróhirslur sveppsins. Sveppurinn leggst einkum á gulvíði og brekkuvíði þar sem hann vex í berki ungra greina og drepur þær. Tjörublettir, Rhytisma salicinum, eru algengir svartgljáandi og upphleyptir blettir sem sjást á eldri blöðum íslensku víðitegundanna síðsumars. Sveppurinn sem þessu veldur, tjörusveppur, veldur litlum skaða og ástæðulaust að beita neinum varnaraðgerðum gegn honum. Asparryð, Melampsora larici- populina, er útbreitt í Evrópu og hefur á síðustu árum gert töluverðan usla í asparækt í Frakklandi og á Niðurlöndum. Hann fannst hér fyrst árið 1999 á Suðurlandi. Lífsferill sveppsins er þannig, að yfir sumarið lifir hann á ösp og myndar þar ryðbletti, en ryðið er í rauninni aragrúi gróa, ryðgró, sem berast með vindi á aðrar aspir og mynda þar enn meira ryð sem síðan dreifir sjúkdómnum enn frekar. Þegar líður að hausti myndast í blöðunum dvalagró sem lifa yfir veturinn í föllnum blöðum. Um vorið spíra dvalagróin og mynda örsmá gró sem einungis geta smitað lerki. Barrnálar lerkisins smitast strax við laufgun á vorin og á þeim myndast stig þar sem byrjun á kynæxlun á sér stað og síðan myndast svonefnd skálagró sem berast yfir á ösp og smita hana. Þræðir sveppsins vaxa síðan í nokkrar vikur inni í blöðum asparinnar og mynda síðan gróflekki eða ryð sem brýst út í gegnum yfirhúðina á neðra borði og lokar smithringnum. Asparvendill, Taphrina populina, fannst fyrst hér á landi um 1990. Sveppurinn framkallar gulleitar bólur á laufblöð alaskaaspar síðari hluta sumars en veldur litlum skaða. Reyniáta, Cytospora rubescens, er átusjúkdómur sem algengur er um allt land, en þó meira áberandi við ströndina en í innsveitum. Einkenni sjúkdómsins eru þau að börkur á greinum dökknar og fellur inn. Síðar myndast í honum flöskulaga gróhirslur, sem þó eru huldar af berkinum að mestu; aðeins efsti hlutinn með munnanum stendur upp úr. Gróin spýtast út í rauðum massa. Algengt er þó að sveppurinn vaxi í langan tíma án þess að mynda gróhirslur eða gró og stundum virðist hann liggja í dvala í berkinum og byrjar þá fyrst að vaxa þegar greinin særist eða hana kelur. Klippingu og sögun verður að vinna að síðvetrar, á vori eða sumri en ekki á haustin þegar tréð er í dvala, því þá á það óhægt um vik að verjast árásum sveppsins. Hornryð, Gymnosporangium cornutum, víxlar á milli einis, Juniperus sp., og reynis, og er millihýsill með skálagróstigið. Skálagróin og skálarvefurinn mynda útvöxt sem líkist hornum. Ryðgró finnast á eini, en eru lítt áberandi. Hér á landi finnst þetta ryð aðeins þar sem reynir og einir vaxa saman. Barrviðaráta getur lagst á margar tegundir barrtrjáa. Á myndinni má sjá hana á lerki. Þináta. Tjón af völdum þinátu er vaxandi hér á landi. Rekilvendill. Einkenni hans eru króklaga útvöxtur úr fræreklunun og mest af fræinu verður ónýtt. Asparvendill. Framkallar gulleitar bólur á laufblöð alaskaaspar síðari hluta sumars. Fannst fyrst hér á landi um 1990. Veldur litlum skaða. Gróhirslur reyniátu. Einkenni sjúkdómsins eru þau að börkur á greinum dökknar og fellur inn. Hornryð. Hér á landi finnst þessi sveppur aðeins þar sem reynir og einir vaxa saman. Asparryð. Mestur skaði verður að völdum asparryðs þar sem ösp og lerki vaxa saman. Birkiryð. Sveppurinn er útbreiddur á norðurhveli og dregur úr vexti birkiskóga. A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.