Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 17
Fiskur í soðið Áður fyrr tíðkaðist það í ríkum mæli í sjávarplássum að fólk sækti sér fisk í soðið niður á höfn þegar bátarnir komu að landi. Enn er það svo að sjómenn taka með sér fisk í land fyrir fjölskyldu sína og vandamenn. Það er ekki að ástæðulausu að fiskbúðir þrífast illa í sjávarplássum stórum sem smáum. Hversu mikil áhrif þetta hefur á opinberar tölur er svo önnur saga. Snúið að mæla innanlandsneyslu Á Hagstofunni fengust þær upplýsingar að mjög snúið væri að mæla innanlandsneyslu á fiski. Tölur Hagstofunnar eru byggðar á skýrslum Fiskistofu um fyrstu ráðstöfun á aflanum. Til dæmis getur fiskur farið í söltun eða sjófrystingu og er þá ekki skráður í flokkinn innanlandsneysla en getur síðar verið seldur á innlendum markaði. Viðmælandi okkar á Hagstofunni sagði að þar á bæ hefði verið velt vöngum yfir því hvernig hægt væri að mæla innanlandsneyslu á fiski með öruggum hætti en ekki fundist nein góða leið. Neyslukannanir væru sennilega skásta aðferðin. Neyslukönnun 2019–2021 Embætti landlæknis og Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands birtu fyrr á þessu ári niðurstöður könnunar á mataræði Íslendinga á aldrinum 18-80 ára sem framkvæmd var 2019-2021 undir heitinu „Hvað borða Íslendingar?“ Sambærileg rannsókn fór síðast fram árin 2010-2011 og árið 2002. Fram kom að fiskneysla stóð í stað milli kannana og er að meðaltali 315 grömm á viku sem þýðir um 16 kíló á ári eins og fram kom fyrr í þessari samantekt. Eins og í fyrri könnunum er neyslan minnst í yngsta aldurhópnum (18-39 ára) sem borðar helmingi minna af fiski en þeir eldri (60-80 ára). Samkvæmt ráðleggingum um mataræði er mælt með að borða 2-3 fiskmáltíðir á viku (375 grömm), en rúmlega þriðjungur þátttakenda náði því markmiði. Helmingur þátttakenda neytti meira en tæplega 300 gramma af fiski á viku. 5% borða aldrei fisk Ráðlagt er að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur, eins og t.d. lax og bleikja, en um 12% þátttakenda náðu því markmiði. Um 5% þátttakenda segjast aldrei borða fisk eða skelfisk. Þau 5% sem neyttu minnst af fiski borðuðu tæplega 80 grömm á viku en þau 5% sem neyttu mest af fiski borðuðu meira en 620 grömm á viku. Karlar eru líklegri til að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda, ekki aðeins vegna stærri skammta heldur einnig vegna tíðari fiskneyslu. Yngsti aldurshópur kvenna er sér á báti, en einungis 1% þátttakenda nær að fylgja ráðleggingunum. Þá kemur fram í könnuninni að mest sé borðað af ýsu og þorski, eða 52%, laxi og bleikju 20%, öðrum fiski 24% og þurrkuðum og hertum fiski 4%. Ferðamenn undanskildir Af framansögðu má draga þá ályktun að skásta leiðin til þess að mæla innanlandsneyslu á fiski sé að horfa til neyslukannana. En þá vantar enn mikilvægan þátt inn í dæmið sem er fjöldi ferðamanna á Íslandi sem hleypur á milljónum á ári þegar mest er. Hvergi er skráð hversu mikið þeir borða af fiski. Fiskneysla ferðamannanna brúar þó seint bilið milli þeirra talna sem neyslukannanir sýna og þeirra talna sem FAO gefur út. Talið er að hátt í 33% fiskveiðiafla heimsins sé ólöglega veiddur og að um 6% hans sé veiddur þannig að fiskveiðiskip slökkvi á staðsetningarbúnaði sínum til að hylja slóð sína. Mest ber á að fiskiskip slökkvi á staðsetningartækjum sínum við veiðar út af strönd Vestur-Afríku, Argentínu, Alaska og á svæðum í norðvesturhluta Kyrrahafsins. Með því að rekja ferðir skipa með staðsetningarbúnað um borð sést að fjöldi fiskiskipa slekkur á búnaðinum þegar þau koma á gjöful fiskimið svo að ekki sé hægt að staðsetja þau við veiðar. Gríðarleg náttúruspjöll Veiðar af þessu tagi eru sagðar valda gríðarlegum náttúruspjöllum og vera í þriðja sæti þegar kemur að ólöglegum nytjum náttúruafurða á eftir ólöglegu skógarhöggi og námuvinnslu. Talsmaður Global Fishing Watch segir að niðurstaða stöðunnar á staðsetningartækjum sýni hversu gríðarlegt vandamál ólöglegar fiskveiðar í heiminum séu og að þeir sem þær stundi beiti hvaða aðferð sem er til að komast upp með þær. Meðal annars að slökkva á staðsetningartækjum sem eru helstu öryggistæki skipanna og stefna þannig öryggi áhafnanna í hættu. Afli fluttur á milli skipa Sú aðferð að flytja afla á milli skipa er einnig þekkt leið til að fela afla og slíkt falið með því að slökkva á staðsetningartækjum og hylja þannig ferðir skipanna. Eitt af því sem gerir eftir- litmönnum fiskveiða erfitt er að víða um heim er ekkert sem bannar skipstjórum að slökkva á staðsetningartækjum skipa og skipin því í fullum rétti svo lengi sem þau eru ekki staðinn beint að ólöglegum veiðum. Niðurstaða athugunar Global Fishing Watch sýnir að mest ber á að skip sem stunda túnfiskveiðar slökkvi á búnaðinum, eða um 21% skipanna, í öðru sæti eru skip sem stunda veiðar á smokkfiski og í þriðja sæti línubátar með reklínu. Athugunin sýnir einnig að skip frá Kína, Taívan, Spáni og Bandaríkjum Norður-Ameríku slökkva oftast á staðsetningartækjum sínum þegar þau nálgast gjöful fiskimið. /VH Ólöglegum fiskiskipum stefnt til hafnar. Mynd / worldoceanreview.com Slökkva á stað - setningartækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.