Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 FRÉTTIR Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá áramótum, eða 9,2%. Ef litið er aftur til 1. janúar 2021 er fjölgunin 103 íbúar, eða tæp 16%, sem verður að teljast harla gott. Linda Björk Pálsdóttir sveitar- stjóri er að vonum mjög ánægð. „Við getum ekki annað en verið hæstánægð með þróunina og þá uppbyggingu, sem er í sveitarfélaginu, bæði í dreifbýli og þéttbýliskjörnum, Melahverfi og Kr osslandi og við búumst ekki við öðru en að sú uppbygging muni halda áfram á næstu misserum enda mikið í byggingu og fram undan í þeim efnum,“ segir Linda Björk. Stutt í hvers kyns þjónustu Þegar Linda Björk er spurð um ástæðuna fyrir þessari miklu fjölgun segir hún: „Hvalfjarðarsveit er fjölskyldu- vænt samfélag þar sem hlúð er að þjónustu við alla aldurshópa auk þess að vera í mikilli nálægð við náttúruna. Sveitarfélagið liggur miðsvæðis þar sem stutt er í hvers kyns þjónustu og atvinnu, sama í hvaða átt fólk kýs að leita. Besta auglýsingin er auðvitað ánægja íbúanna sem hér búa og þá ekki síður þeirra sem flutt hafa annars staðar frá og vilja hvergi búa í dag nema í Hvalfjarðarsveit.“ Fólk vill komast í sveitasæluna Fólk á öllum aldri er að flytja í Hvalfjarðarsveit, fjölskyldur sem vilja komast í barnvænt samfélag og minni byggðakjarna eða sveitasælu, einstaklingar á vinnumarkaði eða einstaklingar sem hættir eru að vinna og vilja flytja í rólegra umhverfi þar sem nægt félagslíf er þó fyrir hendi. „Það er alveg öll flóran myndi ég segja og alls ekki eitthvað eitt sem ræður úrslitum í þeim efnum þegar um gott samfélag er að ræða. Miðað við stöðuna í dag og hversu mikið er í byggingu og fram undan virðist ekkert lát á þessari íbúafjölgun og er það vel. Við munum halda áfram að tryggja lóðaframboð og skipuleggja ný íbúðasvæði og erum núna að vinna að 3. áfanga Melahverfis þar sem skipulagt verður um sex hektara svæði með íbúðum af mismunandi stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Linda Björk. Nóg pláss í grunnskólanum og leikskólanum Þegar talið berst að innviðum sveitarfélagsins og hvort það sé tilbúið að taka á móti svona mikilli íbúafjölgun kemur fram hjá sveitarstjóranum að grunnskóli sveitarfélagsins, Heiðarskóli, sé nýlegur skóli, sem geti vel tekið við fleiri nemendum og leikskólinn, Skýjaborg, er tveggja deilda leikskóli, sem ekki er fullsetinn í dag. „Það er þó ljóst að það þarf að byggja nýjan leikskóla á næstu árum og verður gert ráð fyrir því í framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára þar sem hönnun hefst strax á næsta ári og bygging hans um leið og byggingu nýs íþróttahúss lýkur en sú framkvæmd er á lokametrum í hönnun og gera má ráð fyrir útboði í byrjun næsta árs, að framkvæmdir hefjist næsta vor eða sumar og að nýtt íþróttahús verði tilbúið árið 2024,“ segir Linda Björk. Þá má geta þess að markvisst hefur verið unnið að því undanfarin ár að byggja upp göngu- og reiðhjólastíga í sveitarfélaginu, og er nýjum stígum bætt við á hverju ári auk þess sem framkvæmdir standa nú yfir við útivistarsvæði í Melahverfi þar sem m.a. verður körfuboltavöllur, ærslabelgur, ýmis leiktæki, grillaðstaða og svið þannig að gott samverusvæði er að verða til fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nægt framboð af lóðum Verktakar hafa verið duglegir að sækja um lóðir og byggja upp í Hvalfjarðarsveit, bæði í Melahverfi og Krosslandi, þannig að framboðið hefur verið til staðar, bæði hvað varðar húsnæði og lóðir. „Það er afar ánægjulegt að þeir verktakar sem hafa áður byggt hjá okkur sækja aftur um lóðir og vilja halda áfram að byggja hér en það þykir okkur vænt um. Það má heldur ekki gleyma öllum þeim íbúum sem hafa t.d. byggt upp á jörðum foreldra sinna eða þeim íbúum sem keypt hafa landskika til uppbyggingar og vonandi heldur sú þróun líka áfram,“ segir Linda Björk. /MHH Hvalfjarðarsveit: Mikil fjölgun íbúa Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Ljósmynd/aðsend Hér er loftmynd frá nýja Melahverfinu þar, sem mikil uppbygging hefur átt sér stað. Myndir / Aðsendar Raforkuframleiðsla: Sólarorkuver á fjósþaki – Í Hvalfjarðarsveit er verið að kanna virkni sólarsella við íslenskar aðstæður Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af tilraunarverkefni sem unnið er í samstarfi Íslenskrar gagnavinnslu ehf. og Hannesar Magnússonar sem er búsettur á bænum. Markmiðið er að safna gögnum um raforkuframleiðslu með sólarsellum við íslenskar aðstæður. Hannes segir að hann og faðir hans, Magnús Hannesson, sem rekur kúabúið á Eystri-Leirárgörðum, hafi löngum verið nýjungagjarnir og óhræddir við að prófa nýja tækni. Þetta er ekki í fyrsta sem Íslensk gagnavinnsla ehf. vinnur að verkefni á Eystri-Leirárgörðum, en fyrir nokkrum árum var sett upp lítið gagnaver sem nýtti rafmagn úr vatnsaflsvirkjuninni á bænum. Á bak við fyrirtækið sem Hannes er í samstarfi við eru Krista Hannesdóttir og Anna Jonna Ármannsdóttir. 10 kw frá Kína Sellurnar voru gangsettar í ágúst og eru 10 kw. Þau keyptu þær frá Kína og stóð upphaflega til að setja þær upp fyrr á árinu, en vegna tafa í afhendingu gekk það ekki eftir. Framleiðandinn seldi þeim heildarpakka með öllum búnaði og þurftu þau að breyta litlu, nema að styrkja festingarnar þar sem vindasamt er á þessum slóðum. Hannes segir að enn sem komið er hafi ekki náðst full afköst þar sem sólarsellurnar voru gangsettar í lok sumars og dagsbirtan farin að þverra. Það kemur ekki að sök, enda er markmiðið að sjá hvernig framleiðslan er yfir allt árið til að geta lagt mat á fýsileika sólarorkuvera við íslenskar aðstæður. Aðrar spurningar sem leitað er svara við er hvaða festingar eru bestar fyrir þessi orkuver og hvaða áhrif hitastig hefur á virknina, en Hannes segir að sólarsellur nái betri afköstum í köldu umhverfi. Enn sem komið er nýtist allt rafmagnið á bænum og er hugsað sem viðbót við aðra orkugjafa. Ótrygg orka Enn er of snemmt að gefa upp nákvæmlega hversu mikla orku fjósþakið nær að framleiða. Það sést þó strax að orkan er ótrygg þar sem að skýjafar og staða sólar hefur mikil áhrif. Nú þegar farið er að hausta nást umtalsvert minni afköst en hægt er að vænta að sumri og um leið og ský dregur fyrir sólu hrynur framleiðslan. Hannes segir líklegt að eftir eitt til tvö ár verði hægt að draga einhverjar ályktanir, en stefnan er að bera saman tölur frá raforkuverinu við gögn frá Veðurstofunni. Afstaða þaksins nær fullkomin Samanborið við aðra orkugjafa segir hann að sólarsellur sem þessar hafi litla sem enga röskun í för með sér. Þarna var þakið þegar til staðar og ekki þurfti að gera mikið meira en að skrúfa sellurnar fastar. Staðsetning raforkuversins er mjög heppileg til að nýta sólargeislana, en Hannes segir að ákjósanlegast væri ef þakið snéri fimm gráðum meira til vesturs. Þau sem standa á bakvið verkefnið hafa séð að verðið á sólarsellum hefur lækkað stöðugt undanfarin misseri. Samfara hækkandi raforkuverði, sérstaklega erlendis, þá fer þessi orkuframleiðsla sífellt að verða eftirsóknarverðari. Efniskostnaðurinn við þetta orkuver var rúm milljón króna, en ofan á það bætast gjöld fyrir vinnu. Ólíklegt að snjór safnist Aðspurður um hvernig snjór muni hafa áhrif á raforkuframleiðsluna, segist Hannes hafa litlar áhyggjur af því. Yfirleitt þegar snjóar á þessum slóðum fylgir því svo mikill vindur að ekkert safnast á þökum. Ef fönn skyldi safnast þá er flöturinn svartur sem verður til þess að mjöllin bráðnar mjög snöggt. /ÁL Orkuver á þaki fjóss. Nú stendur yfir rannsókn á virkni sólarsella á Íslandi og var sett upp sólarorkuver á Eystri-Leirárgörðum til gagnaöflunar. Mynd / ÁL Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða orlofsíbúðir fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði víðs vegar um landið. Eignirnar þurfa að vera snyrtilegar, fullbúnar húsgögnum og öðrum viðeigandi búnaði. Áhugasamir sendi upplýsingar á hjukrun@hjukrun.is eða hafi samband við skrifstofu í síma 540 6400. Átt þú orlofseign sem þú vilt leigja?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.