Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðafyrirtæki heims í mjólkuriðnaði, byggt á veltu þeirra af sölu mjólkurafurða. Í fyrra gerðist það í fyrsta skipti síðan listinn hefur verið gerður, sem eru áratugir, að hinu heimsfræga fyrirtæki Nestlé var velt úr toppsætinu af hinu franska Lactalis, sem er fyrirtæki í einkaeigu. Þetta voru hrein stórtíðindi og í ár sýnir uppgjör Rabobank að Lactalis hefur síður en svo slegið af og jók veltuna á milli ára um hvorki meira né minna en 3,7 milljarða bandaríkjadala, eða 545 milljarða íslenskra króna! Á sama tíma jókst velta Nestlé ekki „nema“ um 74 milljarða íslenskra króna. Evrópsku samvinnufélögin að gefa eftir Samkvæmt listanum frá Rabobank þá virðast stóru evrópsku samvinnufélögin gefa eftir í samkeppninni við hin fyrirtækin. Þannig lækka á listanum bæði hið bandaríska Dairy Farmers of America, hollenska FrieslandCampina, norður-evrópska Arla Foods og hið þýska DMK. Á sama tíma halda frönsku fyrirtækin fjögur að stækka á miklum hraða, en auk Lactalis juku bæði Danone, Savencia og Sodiaal veltu sína töluvert mikið milli samanburðartímabila. Þá vekur athygli að Amul, sem er indverskt samvinnufélag með fyrirtækjaheitið Gujarat, heldur áfram að stækka ört og stekkur úr 18. sæti listans í það 13. á einungis einu ári. Amul er þó fyrst og fremst með starfsemi á indverska markaðinum svo áhugavert verður að fylgjast með því á komandi árum. Skýringin á hægari vexti evrópsku samvinnufélaganna segja skýrsluhöfundar liggja í hinum sterka heimamarkaði sem þau búa við, en evrópski markaðurinn hefur staðið nokkuð í stað undanfarin misseri en þar eru þessi fjögur félög með allra mestu umsvif sín. Þá er útlit fyrir að h o l l e n s k a F r i e s l a n d C a m p i n a muni falla um einhver sæti á listanum á komandi árum vegna nýrrar stefnu félagsins þar sem það horfir nú fyrst og fremst til kjarnastarfsemi þess í Hollandi og hefur t.d. nýverið selt frá sér vinnslustöðvar í bæði Belgíu og Þýskalandi. Heildarveltan jókst um 9,3% Þrátt fyrir heimsfaraldurinn náðu 20 stærstu fyrirtækin á markaðinum að auka heildarveltuna umtalsvert, eða um 9,3%. Munar þar vissulega mikið um hraðan vöxt Lactalis en mörg önnur fyrirtæki héldu stöðugum vexti sem vottar um sterka stöðu flestra þeirra eftir erfitt ár þar á undan, en þá varð 0,1% heildar- samdráttur á veltu 20 s tærs tu afurða- f y r i r - tækjanna í mjólkur- iðnaði enda fyrsta árið þegar heimsfaraldur geisaði og mörg fyrirtæki áttu í upphafi erfitt með að aðlaga sölu- og markaðskerfi sín að breyttum aðstæðum. Eitt nýtt fyrirtæki á listanum Einungis eitt nýtt fyrirtæki er á listanum en það er hið breska Froneri. Froneri er sérhæft afurðafyrirtæki í ísgerð og er samstarfsfyrirtæki Nestlé og PAI Partners. Þetta fyrirtæki hefur vaxið mikið á undanförnum árum, sem skýrir að hluta til af hverju Nestlé hefur ekki tekist að halda fyrsta sætinu á listanum enda tók Froneri yfir starfsemi Nestlé innan ísgerðar á heimsvísu. Froneri komst þó í raun einungis inn á listann vegna hvarfs hins bandaríska Kraft Heinz af listanum, sem skýrist af því að ostavinnsla þess fyrirtækis í Bandaríkjunum var seld til Lactalis á árinu. Fyrir um tveimur áratugum, þegar greinarhöfundur fór að fylgjast nokkuð náið með þessu árlega uppgjöri Rabobank, mátti oft Á FAGLEGUM NÓTUM Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Rabobank: Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði Kínverska afurðafyrirtækið Yili keypti á árinu hollenska Ausnutria, sem er sérhæft í framleiðslu á mjólkurdufti fyrir ungbörn. Verð á mjólkurafurðum er nú um stundir mjög hátt og fátt bendir til þess að það sé á niðurleið skv. skýrslu Rabobank. Landgræðslan hefur það hlutverk skv. lögum um landgræðslu (lög nr. 155/2018) að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna. Aðgerðir til varnar landbroti Aðgerðir til að hefta landbrot af völdum vatnsfalla geta verið fólgnar í bakkavörnum og gerð varnargarða. Með bakkavörnum er átt við að grjót- og/eða malarfylling er sett við árbakkann til þess að stöðva landbrot. Bakkavarnir hafa oft og tíðum minni áhrif á rennsli áa og eru minna áberandi í umhverfinu en varnargarðar. Varnargarðar geta á hinn bóginn verið nauðsynlegir þar sem ár fylla farvegi sína af framburði og flæmast út fyrir farvegi sína. Að öllu jöfnu er lögð áhersla á bakkavarnir fremur en aðrar tegundir framkvæmda, enda má fullyrða að bakkavarnir hafi í flestum tilvikum engin eða sáralítil áhrif á m.a. fiskgengd í ám, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiða eða lífríkis vatnsins að öðru leyti. Framkvæmd varnaraðgerða Landgræðslan á náið og gott samstarf við Vegagerðina um framkvæmd varna gegn landbroti. Ef varnaraðgerðum er ætlað að verja bæði gróðurlendi og samgöngumannvirki hafa þessar stofnanir skipt með sér kostnaði og framkvæmdum, en Vegagerðin annast og hefur umsjón með varnaraðgerðum vegna vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja á landi. Vegagerðin, áður Siglinga- stofnun, annast einnig aðgerðir vegna ágangs sjávar. Þegar verja á mannvirki í eigu ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða fyrirtækja, sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga, þá greiðir viðkomandi aðili allan kostnað við það varnarmannvirki. Við upphaf framkvæmda fær landeigandi í hendur hönnunarteikningar ásamt verklýsingu og við verklok er framkvæmdin metin og styrkur greiddur út, sé það unnið samkvæmt fyrirmælum og verklýsingum Landgræðslunnar. Landgræðslan telst í mörgum tilvikum verkkaupi en landeigandi verktaki, honum er þó heimilt að ráða til sín undirverktaka til að vinna verkið. Ef ekki er verktaka gert að vinna framkvæmd samkvæmt fyrirmælum Landgræðslunnar. Allar framkvæmdir fara fram utan hefðbundins veiðitíma og iðulega er unnið frá október og fram í desember. Sá tími er oft heppilegur því þá er rennsli í lágmarki sem auðveldar framkvæmd og dregur úr þörf á raski í farvegi. Nýbyggingar varnargarða eru núna fátíðar og þá helst í tengslum við jökulárnar. Viðhald og endurnýjun þar sem við á eru helstu verkefni við varnargarða. Landgræðslan hefur annast úttekt á landbroti, m.a. á bökkum Hálslóns við Kringilsárrana frá árinu 2013. Landbrot er víða mikið við strendur Kringilsárrana og á köflum er það komið inn fyrir mörk friðlandsins. Mælingar síðustu ára hafa sýnt töluverðan breytileika milli ára en há vatnsstaða og veðurfar eru helstu orsakavaldar fyrir landbroti. Vegna þess hversu virkt landbrot er víða á svæðinu hefur verið talin þörf á að meta það árlega og á meðfylgjandi mynd má sjá það svæði sem úttektin 2022 náði til. Sótt er um styrki til varna gegn landbroti. Á hverju ári hefur framkvæmdafé verkefnisins verið um 50 m.kr. Umsóknir gilda í 6 ár og er forgangsraðað á hverju ári. Listi umsókna fyrri ára er ansi langur og langt umfram það fjármagn sem sjóðurinn hefur yfir að ráða. Eldri umsóknir falla úr gildi. Þeim sem eiga umsóknir eldri en 6 ára og landbrot enn viðvarandi er bent á að endurnýja umsókn sína. Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir á heimasíðu Landgræðslunnar Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Varna gegn landbroti, Sigurjón Einarsson, í síma 856-0432 eða í gegnum netfangið sigurjon.einarsson@ landgraedslan.is. Varnir gegn landbroti LANDGRÆÐSLA Rofbakki fyrir og eftir gerð bakkavarnar. Meginvörnin er undir yfirborð árinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.