Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Á FAGLEGUM NÓTUM Fimmtán bú tilnefnd til ræktunarverðlauna Stafafura er stórvaxin trjátegund sem ætti að geta náð að minnsta kosti þrjátíu metra hæð hérlendis. Tegundin hefur ýmsa kosti sem henta sérlega vel fyrir nýskógrækt á Íslandi. Hún auðgar rýrt land og býr í haginn fyrir næstu kynslóðir trjáa en gefur líka verðmæti í formi viðarafurða. Á Suður- og Vesturlandi er hún eina tiltæka nytjatrjátegundin sem vex bærilega í rýru mólendi. Um allt land er hún sú tegund sem helst er hægt að rækta á flatlendi þar sem frosthætta er mikil. Þá er hún líka vinsælasta íslenska jólatréð. Stafafura er því mjög mikilvæg tegund í skógrækt á Íslandi. Að vaxtarlagi hneigist stafafura til að verða einstofna tré en krónan getur verið mjög misbreið, bæði eftir aðstæðum og uppruna þess kvæmis sem notað er hverju sinni. Stafafura er svokölluð tveggja nála fura sem þýðir að tvær nálar eru oftast í knippi en iðulega má þó sjá þrjár í knippi líka. Hérlendis hafa verið reynd kvæmi vítt og breitt af útbreiðslusvæði stafafuru í Norður-Ameríku. Mest hafa verið notuð kvæmi ættuð frá Skagway í Alaska og nágrenni. Þau þola betur útivistina hér en flest önnur og gefa fallegri jólatré. Bestu innanlandskvæmin hafa aftur á móti fíngerðari greinar, eru gjarnan beinvaxnari og því vænlegri sem timburtré. Þau eru helst gróðursett í innsveitum. Stafafura er ljóselsk tegund og þarf því góða birtu til að vaxa úr grasi. Fyrstu árin vex hún fremur hægt á nýjum svæðum en nær smám saman allhröðum vexti. Hún er að miklu leyti sjálfri sér nóg um næringu enda í öflugu sambýli við sveppi og annað jarðvegslíf. Í stálpuðum furuskógi er gróskan svo mikil að sjálfsánar furur komast mun hraðar í góðan vöxt en þær sem gróðursettar eru sem frumherjar á rýru landi. Gæta þarf vel að rótarkerfi stafafuru og best að hún komist í jörð áður en rætur ná að vaxa saman í þétt knippi í plöntubakka eða potti. Best rótarkerfi hafa því þær plöntur sem komast fljótt í jörð eða það sem enn betra er, þær sem vaxa upp af fræi úti í náttúrunni. Þá ná trén að skjóta rótum í allar áttir, verða stöðugri í vindi þegar þau stækka og minni hætta á að þau verði völt eða sveigð. Stafafurur eru viðkvæmar fyrir snjóbroti þegar blotasnjór sest í þær, einkum kvæmi með grófar greinar á borð við Skagway. Styrkur stafafuru er ekki síst gott frost- og vindþol. Þó er furan viðkvæm fyrir saltákomu, næðingskulda og skaraveðrum á vetrum sem skemma nálar. Þegar vorar þorna nálarnar upp og roðna. Þá geta trén litið mjög illa út en ná sér yfirleitt aftur á strik ef brum eru óskemmd. Stafafura vex sæmilega í rýrum jarðvegi og framleiðir mikinn lífmassa. Þá byrjar hún ung að mynda fræ og er líka fljót að verða fallegt jólatré. Núorðið er hún vinsælasta íslenska jólatréð enda barrheldin, fallega græn og ilmandi. Stafafura er réttilega ein aðaltegundin í íslenskri skógrækt og ásamt rússalerki ein besta frumherjategundin á rýru landi. Hún er góð fóstra fyrir sitkagreni. Blandskógar furu og grenis hafa gefið góða raun. Þegar kemur að endurnýjun skógar má nýta jarðveginn sem hún hefur bætt fyrir kröfuharðari trjátegundir ellegar rækta nýjan og betri furuskóg á grunni þess gamla. Nokkuð er talað um ógnir af sjálfsáningu stafafuru á Íslandi. Rannsóknir eru gerðar á dreifingu hennar og eru nú orðnar fastur liður í reglulegum vísindalegum úttektum á skóglendi landsins. Stafafura fellur ekki undir skilgreiningu íslenskra laga á ágengum framandi tegundum og ekkert sem bendir til þess að útbreiðslan sé óviðráðanleg, né að furan ógni líffjölbreytni eða öðrum verðmætum. Pétur Halldórsson. Stafafura (Pinus contorta) Kvenblóm á stafafuru. Myndir / PH SKÓGRÆKT Með réttri grisjun stafafuru fæst með tímanum bjartur og fallegur skógur sem opnar fyrir fjölskrúðugan gróður á skógarbotni. Á ráðstefnu Fagráðs í hrossarækt 20. nóvember næstkomandi verður eins og hefðbundið er yfirferð um hrossaræktarárið, veittar verða viðurkenningar fyrir tilnefnd ræktunarbú. Þá verða bæði hryssur og stóðhestar sem náðu lágmörkum verðlauna fyrir afkvæmi eftir haustútreikninga kynbótamatsins veitt viðurkenning og Undína Þorgrímsdóttir kynnir rannsóknar- niðurstöður sínar um magasár í hrossum. Þá mun Þorvaldur Kristjánsson fjalla um kynbótahross á landsmótum fyrr og nú og í framhaldi verður haldin vinnustofa um aðkomu kynbótahrossa á Landsmótum. Fjallað verður um spurningar eins og hver sé tilgangur með þátttöku kynbótahrossa í Landsmótum, hvernig kynnum við ræktunarstarfið þar sem best, hvernig á aðkoma kynbótahrossa að Landsmótum vera og hver sé kostur þess að dæma hross á landsmótum að öllu leyti eða að hluta. Vonandi sjá sér flestir fært að mæta þann 20. nóvember í Samskipahöllinni í Spretti en ráðstefnan hefst klukkan 13. Hvernig fer val á tilnefndum ræktunarbúum fram? Þau bú sem Fagráð í hrossarækt tilnefnir ár hvert til ræktunarbúa ársins eru reiknuð út frá þeim hrossum sem koma til fullnaðardóms á kynbótasýningum auk hrossa sem ná lágmörkum afkvæmaverðlauna á árinu. Reglurnar eru skýrar og eru eftirfarandi: Varðandi einstaklingssýnd hross er reglan að aðeins hæsti dómur hvers grips telji með og skiptir þá ekki hvar hrossið er sýnt, innanlands sem utan. Þau bú sem koma til greina eru bú sem að lágmarki sýna fjögur hross á árinu og þar af skulu að lágmarki tvö vera með 8.00 eða meira í aðaleinkunn. Í framhaldi er reiknuð aldursleiðrétt aðaleinkunn og skulu að lágmarki fjögur hross innan hvers tilnefnds bús hafa átta eða meira í þeirri einkunn. Varðandi afkvæmahross sem hljóta viðurkenningu á árinu telja þau aukalega til meðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa. Hvert afkvæmahross bætir við 0.05 í meðaleinkunn og viðbættur fjöldi er eitt hross fyrir hverja heiðursverðlaunahryssu, tvö hross fyrir hvern fyrstu verðlauna stóðhest og svo fjögur hross fyrir hvern heiðursverðlaunastóðhest. Þá er búum raðað upp eftir fjölda sýndra hrossa og leiðréttum aðaleinkunnum. Stig þessara þátta eru lögð saman fyrir hvert bú og raðað eftir skori. Fagráð tilnefnir á hverju ári 12 efstu búin til þessarar viðurkenningar og þegar það liggur fyrir hver þessi bú eru, er stigað og raðað að nýju innbyrðis svo endanleg röðun náist fram. Tekið skal fram að sá hrossahópur sem kemur til álita ár hvert sem grundvöllur ræktunarbús ársins og þeirra búa sem tilnefnd eru verður að hafa sama uppruna (upprunanúmer). Skráðir ræktendur hrossanna verða að vera skráðir undir upprunanúmeri búsins. Undantekning er gerð ef tengja má saman tvö upprunanúmer ef viðkomandi ræktendur hafa flust búferlum eða rækta hross á tveimur jörðum, enda er um sama (eða sameiginlegan) rekstur að ræða. Til að Fagráð geti tekið tillit til þannig aðstæðna þarf að tilkynna þetta fyrir 1. maí ár hvert. Auðsholtshjáleiga Gunnar Arnarsson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda Austurás Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda Árdalur Ómar Pétursson, Pétur Jónsson og fjölskylda Fákshólar Jakob Svavar Sigurðsson og Helga Una Björnsdóttir Garðshorn á Þelamörk Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius Hjarðartún Óskar Eyjólfsson, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir, Hans Þór Hilmarson og Arnhildur Helgadóttir Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar Bergur Jónsson og Olil Amble Lækjamót Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal Prestsbæ Inga og Ingar Jenssen Rauðalækur Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Eva Dyröy og Kristján Gunnar Ríkharðsson Skagaströnd Sveinn Ingi Grímsson, Þorlákur Sigurður Sveinsson Skipaskagi Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir Steinnes Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón Árni Magnússon og Berglind Bjarnadóttirr Sumarliðabær 2 Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir Þúfur Gísli Gíslason og Metta Mannseth Þau bú sem tilnefnd eru til ræktunarverðlauna Bændasamtaka Íslands árið 2022 eru:  Elsa Albertsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusviði elsa@rml.is Sindri frá Hjarðartúni og ræktendur hans gátu glaðst á Landsmóti hestamanna í sumar. Myndir/ghp Valíant frá Garðshorni á Þelamörk stóð uppi sem hæst dæmdi 4 vetra stóðhestur Landsmótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.