Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Frá síðasta hausti hefur verið unnið að verkefnum hjá Matís, sem hafa það að markmiði að auka verðmæti íslenskrar grænmetisframleiðslu. Til dæmis með því að lengja geymsluþol á útiræktuðu grænmeti og bæta nýtingu á hliðarafurðum garðyrkju. Meðal niðurstaðna má nefna að meira mældist af andoxunarefnum í kartöflum en ýmsum litsterkum grænmetistegundum og að hliðar- afurðir grænmetis, eins og afklippt laufblað, eru steinefnaríkari en grænmetið sjálft. Á vef Matís er fjallað um verkefnin; en niðurstöður þeirra birtast þar í fjórum skýrslum um bætt gæði og geymsluþol íslensks grænmetis, hliðarafurðir þess og rýrnun í virðiskeðjunni, auk þess sem gefnir hafa verið út einblöðungar um eiginleika og meðhöndlun kryddjurta og pökkun gulrófna. Auka geymsluþol grænmetis með pökkun Í umfjöllun Matís um verkefnin er haft eftir Evu Margéti Jónudóttur, sérfræðingi hjá Matís, að það hafi komið verulega á óvart hversu mikið af fullkomlega góðu grænmeti er sóað vegna þess að markaðurinn getur ekki tekið við því öllu þegar það er sem ferskast. „Þó við viljum alltaf reyna að minnka plastnotkun eins mikið og hægt er þá viljum við á sama tíma minnka sóun á mat með því að auka geymsluþol. Eins og niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna þá má auka geymsluþol grænmetis verulega með pökkun og því má segja að pökkun í þessu tilfelli kom sannarlega í veg fyrir sóun. Væntanlega verður hægt að draga úr plastnotkun með nýjum pökkunarefnum,“ segir hún. Nefnt er dæmi um tilraun við geymslu á grænmeti í allt að 12 vikur, þar sem borið var saman pakkað grænmeti og ópakkað með tilliti til rýrnunar. Afgerandi munur var á grænmetinu, þar sem ópakkaða grænmetið tapaði mikilli þyngd. Sérstaklega var það áberandi í tilvikum gulrófna, sem töpuðu ekki þyngd á þessum tíma þegar þeim var pakkað í plastfilmu. Fleiri afleidd rannsóknarverkefni Verkefninu er nú formlega lokið, en það hlaut styrk frá Matvælasjóði á síðasta ári. Í umfjölluninni á vef Matís er þess getið að verkefnið hafi lagt grunn að rannsóknarverkefni sem tengist hliðarafurðum garðyrkju og miðar að framleiðslu verðmætra afurða úr þeim. Er þar nefnt það sem fellur til þegar blöð eru tekin af tómata- og gúrkuplöntum, blöðum af útiræktuðu grænmeti eins og blómkáli, spergilkáli, gulrófum, gulrótum, blöðum og stilkum úr blómarækt. Auk þess verði skoðaðir möguleikar á bættri nýtingu á annars flokks vörum og umfram magni gulrófna. Ætlunin er að einangra lífefni og lífvirk efni úr hverjum lífmassa og síðan verða lífvirknieiginleikar og vinnslueiginleikar rannsakaðir með það að markmiði að finna leiðir til að framleiða verðmætari afurðir. /smh Pakkaðar gulrófur annars vegar og ópakkaðar hins vegar. Niðurstöður verkefnisins sýnir að þær pökkuðu halda gæðum mun lengur. Matís: Huga þarf betur að pökkun grænmetis Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins 516-5000 | rml@rml.is | www.rml.is Sauðárbændur athugið! Við sérhæfum okkur í þinni starfsemi Vegna vinnu við endurbætur á prentuðum vorbókum verða vorbækurnar að óbreyttu ekki sendar út nú í nóvember og desember heldur þegar ný útgáfa af þeim verður tilbúin snemma á næsta ári. Ef þið óskið hins vegar eftir að fá vorbók á venjulegum tíma, og þá án breytinga, er hægt að hringja í aðalnúmer okkar, 516-5000, láta vita á næstu starfsstöð eða senda tölvupóst í sk@rml.is. Við biðjumst velvirðingar á því ef þessar breytingar kunna að valda einhverri röskun en í staðinn vonumst við til að uppfærð útgáfa vorbókarinnar nýtist vel í framtíðinni. Sjá nánar á heimasíðu okkar, www.rml.is. INNRÉTTINGAR Steinbitarnir eru framleiddir í Hollandi eftir ströngustu gæðakröfum. Nálgast má stærðartöflu á heimasíðu okkar landstolpi.is STEINBITAR Allar nánari upplýsingar veitir sölufulltrúi landbúnaðarsviðs í síma 480 5600 eða í netfangið landstolpi@landstolpi.is STEINBITAR I ÁT- OG MILLIGRINDUR SKÁ-/ÁTGRINDUR - MILLIGRINDUR FESTINGAR OG STÓLPAR Árið 2009 hóf Landstólpi framleiðslu á milli- grindum, skágrindum, stólpum og fleiru. Við erum stolt að geta boðið upp á íslenska framleiðslu. Upplýsingar um stærðir má finna á landstolpi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.