Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 LÍF&STARF Seyðisfjörður: Vinna með bilið milli manns og lands – Tvöföldun á nemendum og starfsmönnum LungA skólans Ný námsbraut sem ber yfir- skriftina Land verður í boði í LungA skólanum á Seyðisfirði frá og með næsta hausti. Undirbúningur við að setja brautina saman stendur nú sem hæst, en mánaðarlangri prufuönn verður ýtt úr vör í janúar næstkomandi. Hilmar Guðjónsson, einn af kennslustjórum námsbrautarinnar, segir að Seyðisfjörður í heild sinni sé uppspretta brautarinnar, Land, en sjónum verði beint að því hvað þar megi finna, hvað hægt er að borða af því sem finnst í firðinum auk þess sem farið verði yfir þætti eins og hvernig hægt sé að geyma matinn, á hvern hátt hægt sé að lesa landið, hvernig hægt er að ferðast sporlaust um það. Auðmýkt fyrir uppruna hefur dofnað „Við sökkvum okkur ofan í allt sem viðkemur landinu og reynum að hugsa hlutina upp á nýtt, skoða þá frá öðru sjónarhorni. Ætlunin er að reyna að þróa eins konar tilfinningu fyrir því hvernig er að tilheyra náttúrunni, landinu okkar og að fara vel með það,“ segir Hilmar. „Það er ákveðin tilgáta okkar sem standa að skólanum, að með hraða samfélagsins og auðveldu aðgengi okkar að nánast hverju sem hugurinn girnist, hafi ákveðin virðing eða auðmýkt fyrir uppruna og tilurð dofnað. Innan þessarar tilgátu viljum við vinna með bilið milli mannsins og landsins, spyrja okkur spurninga eins og; hvað er innan áhrifahrings okkar og innan hvaða áhrifahrings stöndum við? Hvað er að lifa með landinu en ekki bara á því?“ segir Hilmar. Námið á námsbrautinni er byggt upp m.a. á mikilli útiveru, farið verður vítt um fjörðinn og upp til fjalla. Safnað verður saman ýmsu því sem hægt er að nýta til matar og verka, bæði á landi og sjó. Landið er fjársjóðskista „Við munum horfa nær okkur en ella og bjóða til okkar sérfróðum leiðbeinendum til að kenna okkur á möguleika nærumhverfisins. Hvaða tækifæri eru fólgin í t.d. melgresi, þangi og þara, rótum og roði. Við viljum að þátttakendur námsbrautarinnar hafi prufað á eigin skinni hvernig það er að verka hráefnin sem leynast allt í kring. Landið er fjársjóðskista og í þessari nýju námsbraut ætlum við að læra hvernig við umgöngumst hana og stuðla að því að þessi fjársjóður verði aðgengilegur fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hilmar. Umsóknir eru þegar farnar að berast svo áhugi fyrir nýju námsbrautinni er greinilega fyrir hendi. Allt að tvöfaldast Alls verða tuttugu nemendur teknir inn í hvern hóp, en LungA hefur nokkur undanfarin ár boðið upp á nám sem er listatengt og er fyrirkomulag skólans í anda lýðskóla. Þegar nýrri námsbraut verður bætt við næsta haust verða því um 40 nemendur við nám í skólanum á hverri önn. Nú eru starfsmenn sex talsins í hlutastörfum en verða helmingi fleiri. „Það er allt að tvöfaldast hjá okkur, umsvifin að aukast og mikill hugur í fólki að standa sem best að þessu svo upplifun og hagur allra verði sem bestur,“ segir Hilmar. LungA hafði endurbyggt gamla netagerð er skólinn fékk að gjöf frá Síldarvinnslunni fyrir nokkrum árum, en netagerðin hefur hýst alla helstu starfsemi skólans síðan. En í ljósi lærdóms af aurskriðunum sem féllu síðla árs 2020 liggur þó fyrir að ekki er forsvaranlegt að starfrækja skóla í nýuppgerðu húsinu vegna skriðuhættu. „Það var ákveðið bakslag vissulega, en við erum að skoða hvernig hægt er að bregðast við, það er mikill áhugi hér og metnaður fyrir að standa sem allra best að málum og bjóða upp á aðstöðu eins og best verður á kosið, og nýtt húsnæði er nauðsynlegt,“ segir Hilmar. /MÞÞ Seyðisfjörður í heild sinni er uppspretta brautarinnar sem ber heitið Land, en sjónum verði beint að því hvað þar megi finna, hvað hægt er að borða af því sem finnst í firðinum. Myndir / Aðsend Hilmar Guðjónsson, einn af kennslustjórum nýrrar námsbrautar við LungA skólann á Seyðisfirði. Námið er byggt upp á mikilli útiveru, farið verður vítt um fjörðinn og upp til fjalla. Safnað verður saman ýmsu því sem hægt er að nýta til matar og verka, bæði á landi og sjó. Fyrir utan einbýlishús skammt frá Laugardalslauginni stendur traktorsgrafa sem er orðin að kennileiti. Þessi grafa er af gerðinni JCB 3D II og var framleidd árið 1979. Hannes Rútsson hefur átt hana frá því árið 1993 og hefur haldið henni í góðu ástandi alla tíð. Þegar þessi grafa var seld ný fór Globus hf. með umboðið fyrir JCB vinnuvélar. Fyrsti eigandi þessa eintaks var verktakafyrirtækið Vélgrafan ehf. á Selfossi. Þorsteinn Bjarnason, einn af þremur stofnendum þess fyrirtækis, man lauslega eftir þessari JCB gröfu. Helstu verkefni hennar voru skurðgröftur fyrir raf- og hitaveiturnar á Selfossi. Þar sem fyrirtækið átti margar vélar man hann ekki hver eignaðist þessa tilteknu gröfu þegar þeir seldu hana. Sveinbjörn Jóhannsson, bóndi á Snorrastöðum við Laugarvatn, var á tímabili eigandi gröfunnar. Sonur hans, Jóhann Reynir, man ágætlega eftir þessari vél og segir hann að hún hafi verið á Snorrastöðum í nokkur ár. Eitt helsta verkefni hennar þegar hún var í eigu Sveinbjörns var að moka möl úr á, sem var notuð sem efni í vegi í sumarbústaðalöndum í nágrenninu. Líklegt verður að teljast að Sveinbjörn hafi keypt vélina af Vélgröfunni og þar með verið annar eigandi gröfunnar, þó það sé ekki alveg staðfest. Setti nýtt ökumannshús Þegar Hannes keypti vélina árið 1993 var hún í eigu Sveinbjarnar, en þá var kominn tími á nokkra yfirhalningu. Ári eftir að hann eignaðist gröfuna pantaði Hannes nýtt ökumannshús í gegnum Globus hf. Alla þá næstum þrjá áratugi sem Hannes hefur verið eigandi gröfunnar hefur hann passað upp á að halda henni í góðu ástandi. Allt virkar eins og það á að virka og myndi hún rjúka í gegnum skoðun samkvæmt Hannesi. Á þessum árum starfaði Hannes við jarðvinnu á höfuð- borgarsvæðinu og var grafan keypt til að sinna verkefnum því tengdu. Hann hefur átt fleiri vinnuvélar, og þar af tvær frá JCB, en er þetta sú eina sem hann á enn þá. Aðspurður um kosti grafanna frá þessum framleiðanda, þá segir Hannes að þær séu mun skemmtilegri en vélar frá öðrum merkjum sem algeng voru á þessum árum, eins og Case. Þessi tiltekna vél er „gamlingi“ eins og Hannes orðar það. Öllu er stjórnað með gamaldags vökvastöngum og er nær ekkert rafmagn sem kemur við sögu. Þar að auki er hún ekki útbúin framhjóladrifi. Þrátt fyrir þetta hefur hún reynst Hannesi vel, enda er hún mjög sterkbyggð. Ekki í reglulegri vinnu í 15 ár Undanfarin 15 ár hefur vélin ekki verið í reglulegri vinnu. Síðasta stóra verkið hennar var mokstur á lóðinni í kringum einbýlishúsið þar sem Hannes býr. Að öðru leyti er hún ekkert notuð nema til að moka snjó rétt í kringum heimilið. „Ég verð einhvers staðar að hafa þetta grey,“ segir Hannes aðspurður um ástæðu þess af hverju svona vel með farin 43 ára gömul traktorsgrafa er geymd við einbýlishús í íbúðahverfi. Hann stefnir þó að því að koma henni norður á Siglufjörð þar sem hann hefur aðstöðu til að geyma vélina. Skemmdist í sprengju Skammt frá heimili Hannesar er stórt bílastæði sem fylgir Laugardalsvellinum. Núna forðast hann að geyma gröfuna þar eftir að spellvirki voru unnin á henni þar á gamlárskvöld 2019. Í kringum miðnætti heyrði hann sprengjuhvell sem var hærri en eðlilegt var. Hannes leit þá út um gluggann og sá hvar grafan stóð í björtu báli, en þá hafði hópur ungmenna komið sprengju fyrir inni í ökumannshúsinu. Með snöggu viðbragði náði hann að slökkva eldinn, en tjónið var umtalsvert. Í kjölfarið þurfti Hannes að endurnýja allar rúður og klæðningar í húsinu og endurnýja hluta af rafkerfinu. Ýmsir hafa sýnt vélinni áhuga í gegnum tíðina og óskað eftir að kaupa hana. Enginn þeirra hefur þó boðið Hannesi fjárupphæð sem hann hefur sætt sig við. /ÁL Grafan í Laugardalnum Síðasta stóra verkið sem Hannes vann á vélinni var endurnýjun lóðarinnar á heimili sínu. Mynd / Aðsend Hannes Rútsson hefur átt þessa JCB traktorsgröfu í næstum þrjá áratugi. Alla tíð hefur hann haldið henni vel við og vekur hún athygli þar sem hún er yfirleitt á áberandi stað við Reykjaveginn í Laugardal. Mynd / ÁL SAGA VÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.