Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 FRÉTTIR Árleg hrútafundaröð hefur aftur göngu sína: Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar – Þar af eru 19 hrútar með lítið næmar eða verndandi arfgerðir gegn riðusmiti Hinir árlegu hrúta fundir, þar sem hrúta skráin er kynnt og ræktunar málin rædd, eru nú aftur komnir á dagskrá, en þeir hafa ekki verið haldnir síðast liðin tvö ár vegna Covid-far aldurs ins. Í heildina verða kynntir 23 nýir hrútar inn á sæðingastöðvarnar í Þorleifskoti og Borgarnesi. Um samvinnuverkefni er að ræða milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og búnaðar- sambandanna. Í yfirliti um fundaröðina sést að fundað er í flestum sýslum landsins. Gert er ráð fyrir að fundirnir hefjist um leið og hrútaskráin kemur úr prentun, en fyrsti fundur verður mánudaginn 21. nóvember Fyrsta skipti hrútar með ARR-arfgerð Að sögn Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er markmið hrútafundanna að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. „Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í nokkurn tíma. Það má segja að hrútakosturinn í ár marki ákveðinn tímamót þar sem nú verður í fyrsta skipti boðið upp á hrúta með hina svokölluðu ARR-arfgerð – sem er verndandi gegn riðuveiki – og hrúta með breytileikann T137, sem miklar vonir eru bundnar við að veiti einnig vernd. Alls verða 19 hrútar í vetur sem bera arfgerðir sem bundnar eru vonir við að séu lítið næmar eða verndandi, en rannsóknir á því eru í gangi. Hugsanlega verður hægt að greina frá niðurstöðum á fundunum, úr fyrstu rannsóknum á samanburði á næmleika mismunandi arfgerða fyrir riðuveiki,“ segir Eyþór. Hrútakosturinn samanstendur af 47 hrútum Að sögn Eyþórs verða 23 nýir hrútar kynntir, en í heildina samanstendur hrútakosturinn af 47 hrútum á sæðingastöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi. „Þá verður að finna eitthvað fræðsluefni í skránni, meðal annars grein um erfðagallann bógkreppu,“ segir hann. /smh Búnaðarsambandssvæði Dagur Staður og tími Búnaðarsamtök Vesturlands Mán 21. nóv Rjúkandi, Snæfellsnesi kl. 20:00 Búnaðarsamtök Vesturlands Þri 22. nóv Hvanneyri kl. 20:00 Búnaðarsamtök Vesturlands Mið 23. nóv Dalabúð, Búðardal kl. 20:00 Búnaðarsamtök Vesturlands Fim 24. nóv Ásgarður, Kjós kl. 20:00 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Lau 26. nóv Sævangur, Ströndum kl. 14:00 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Þri 29. nóv Ásbyrgi, Miðfirði Kl. 14:00 Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Þri 29. nóv Sal BHS Húnabr. 13, Blönduósi kl. 20:00 Búnaðarsamband Skagfirðinga Sun 27. nóv Tjarnarbær kl. 20:00 Búnaðarsamband Eyjafjarðar Föst 25. nóv Búgarður, Akureyri kl. 13:00 Búnaðarsamband S-Þingeyinga Fim 24. nóv Breiðamýri kl. 13:30 Búnaðarsamband N-Þingeyinga Mið 23. nóv Svalbarði, kl. 20:00 Búnaðarsamband Austurlands Mið 23. nóv Hótel Valaskjálf (Þingmúli), Egilsstöðum kl. 12:00 Búnaðarsamband Suðurlands Mán 21. nóv Hótel Smáratún, Fljótshlíð kl. 13:30 Búnaðarsamband Suðurlands Mán 21. nóv Hótel Selfoss kl. 20:00 Búnaðarsamband Suðurlands Þri 22. nóv Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 12:30 Búnaðarsamband Suðurlands Þri 22. nóv Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 20:00 Forystuhrúturinn, Frakki frá Holti í Þistilfirði, er nýr á sæðinga stöð. Fróði frá Bjargi í Miðfirði er nýr á sæðingastöð. Hrútafundirnir eru nú aftur komnir á dagskrá eftir tveggja ára hlé. Frágangur heyrúllufarms á tengivagni fyrir dóm Ökumaður dráttarvélar með tengivagni, sem bar heyrúllur, var sýknaður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um umferðarlagabrot þann 25. október síðastliðinn. Ákæran snerist um hvort ökumanni bar skylda að binda farm, fjórtán heyrúllur, meðan hann flutti þær. Dómurinn áleit eð ekki hafi verið sýnt fram á að frágangur hafi verið ótryggur. Málsatvikum er lýst þannig í dómnum að þann 31. ágúst 2021 hafi lögreglumenn á ferð um Norðausturveg veitt athygli vagnlest sem ekið var til norðurs. „Var um að ræða dráttarvél og óskráðan tengivagn á tveimur hásingum. Á vagninum voru heyrúllur sem var staflað í tvær hæðir, 14 rúllur í tveimur röðum í þeirri neðri og 6 rúllur ofan á, fyrir miðju. Farmurinn var óbundinn og akstur stöðvaður og rætt við ökumann“, segir í dómnum. Hinn ákærði ökumaður taldi sér ekki skylt að binda farminn þar sem tengivagninn væri ekki ökutæki heldur landbúnaðartæki. Með bréfi 22. september 2021 var ákærða boðið að ljúka málinu með greiðslu 75.000 króna sektar en hann tók ekki því boði. Málið var dómtekið ári síðar. Í framburði ákærða kemur fram að rúllunum hafi verið raðað mjög þétt og hefðu því ekki getað hreyfst. Því hafi ekki verið þörf á að binda farminn. Hann kvað hverja rúllu vega um 400 kíló. Tveir lögreglumenn sem báru vitni sögðu tengivagninn mjög góðan, með aftur- og framgöflum sem hafi hindrað fram- og afturskrið rúlla í neðri röð. Ekkert hafi hins vegar varnað því að efri röð færi af stað. Þeir kváðu mikla umferð vera um þennan tiltekna veg, en þar færu yfir þúsund bílar á dag. Vegurinn væri dálítið slitinn og fremur mjór og þeir hafi vitað til þess að heyrúllur féllu af vögnum. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að þó það geti vafalaust verið til bóta í mörgum tilvikum að binda niður farm sé það ekki svo, samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða, að farmur skuli undantekningalaust bundinn niður. Ekki var deilt um frágang farmsins en dómurinn taldi ekki sýnt fram á að hann hafi verið ótryggur, eða að hætta hafi verið á að farmurinn hreyfðist eða félli af vagninum. Ekkert kom fram sem benti til þess að ökumaður hafi ekið hratt eða ógætilega. Ökumaðurinn var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og var allur sakarkostnaður og málsvarnarlaun greiddur úr ríkissjóði. /ghp Mikið þarf til að mörg hundruð kílóa heyrúllur falli af tengivagni. Mynd /ghp Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar? Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvolsvallar samhliða lagningu jarðstrengs Landsnets milli Hellu og Rimakots við Hvolsvöll við þjóðveg eitt. Um 10–12 kílómetra malbikaða leið væri að ræða. Samkvæmt kostnaðaráætlun kostar verkið um 171 milljón króna en 50% styrkur fæst á móti frá Vegagerðinni. Unnið verður áfram í málinu og vonast til þess að ákvörðun í því liggi fljótlega fyrir frá sveitarstjórnum Rangárþings eystra og Rangárþings ytra. /mhh Orkan í sveitinni: Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköpunar Orkustofnunar, flutti erindi á málþinginu Græn framtíð á degi landbúnaðarins 14. október. Þar fléttaði hann saman umfjöllun um hugtökin fæðuöryggi og orkuöryggi. Hann sagði fæðuöryggishugtakið mjög mikilvægt, en það mætti ekki gleyma orkuörygginu sem væri ekki síður mikilvægt. Þannig kæmist þjóðin nú alveg sæmilega af í einhvern tíma ef matvælainnflutningur hætti algerlega, en ef olíuinnflutningur stöðvaðist þá myndi landið lamast á mánuði. Vannýttir innlendir orkuframleiðslumöguleikar Að sögn Sigurðar hefur sú hugsun verið fjarri flestum að mögulega geti orðið orkuskortur á Íslandi, en nú hafi að undanförnu komið upp aðstæður sem fái fólk til að hugsa um mögulegar sviðsmyndir ef olía hættir að berast til landsins. Þá þurfi að gefa öðrum möguleikum innlendum gaum, til orkuframleiðslu. Þar beinir Sigurður einkum sjónum að möguleikum til sveita, meðal annars að notkun á varmadælum sem geti leitt til mikils sparnaðar á rafnotkun á þeim svæðum þar sem raforka er notuð til húshitunar. Þetta sé alvöru leið og skjótvirk sem sé vannýtt á köldum svæðum. Með slíkri nálgun sé hægt að ná í orku sem myndi fullnægja orkuþörf tugþúsunda rafbíla, sem við þurfum einmitt núna á að halda í orkuskiptunum. Slíkt fyrirkomulag feli einnig í sér lægri rekstrarkostnað fyrir íbúa. Skilvirkari stuðningur við bændur Þá hafi stjórnvöld nýverið breytt kerfinu á þann veg að mun skilvirkara er núna fyrir bændur á köldum svæðum að fá stuðning frá ríkinu til að taka varmadælur í gagnið á sínum bæjum. Sigurður sagði að varmadæluleiðin væri nú orðin mjög áhugaverður kostur til raforkuframleiðslu í dreifbýli – sérstaklega fyrir ferðaþjónustubændur á köldum svæðum. Þetta væri raunveruleg raforkuframleiðsla þar sem margt smátt gerði eitt stórt. Hann sagði að orkuskiptin laumuðu sér hægt og bítandi inn í landbúnaðinn. Innlend matvælaframleiðsla á innlendri orku væri auðvitað lokamarkmiðið, en vinna þyrfti hratt og örugglega að því marki. /smh Sigurður Ingi Friðleifsson á degi landbúnaðarins. Sameyki óskar eftir orlofshúsum til leigu Sameyki óskar eftir að taka á leigu íbúð eða orlofshús á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi frá 1. maí til 1. september 2023. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi og gistipláss þurfa vera fyrir 4-6 manns. Allar frekari upplýsingar veita Ólafur Hallgrímsson, rekstrarstjóri fasteigna orlofssjóðs Sameykis, í síma 896 1470 eða á netfangið oli@sameyki.is og Harpa Björk Hilmarsdóttir, verkefnastjóri orlofsmála í síma 525 8355 eða á netfangið harpa@sameyki.is Grettisgötu 89 • 105 Reykjavík • Opið frá 9:00-16:00 • Sími: 525 8330 • sameyki@sameyki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.