Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI Curtain Up! The Kids Are Back er eins dags vefráðstefna um barnaleikhús á vegum Alþjóðaáhugaleikhússambandsins. Ráðstefnan, sem verður haldin 5. nóvember, er fyrir alla sem vinna með börnum í leiklist. Þeir sem áhuga hafa á ráðstefnunni geta haft samband við Þjónustumiðstöð og fengið kóða sem gefur 15% afslátt af þátttökugjaldi. Fjölmargir spennandi fyrirlesarar eru á ráðstefnunni, sem haldin verður á ensku, frönsku og spænsku en rauntímatúlkun verður á fyrirlestrunum. Link á dagskrá ráðstefnunnar má finna á síðu BÍL, www.leiklist.is. Áhugasamir um þátttöku í ráðstefnunni hafi samband við Þjónustumiðstöð fyrir frekari upplýsingar. Ársrit BÍL leikárið 2021-2022 er komið út. Í því er að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna á liðnu leikári auk svipmynda úr sýningum og annars efnis. Ársritinu má hlaða niður eða lesa á vefsíðu BÍL, www. leiklist.is/ Á döfinni ... Freyvangsleikhús þeirra Eyfirð- inga hefur sjaldan legið á liði sínu er kemur að hressilegum sýningum. Nú hafa þeir liðsmenn tekið upp á arma sína ævintýrið sígilda um þá félaga Karíus og Baktus eftir Torbjörn Egner, sem einnig er frægur fyrir verk á borð við Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsa- skógi. Var sagan um tannálfana litlu sú fyrsta er höfundurinn gaf út, árið 1949, þá með hans eigin myndskreytingum. Burstaðu í þér tennurnar ... Segir sagan frá drengnum Jens sem verður fyrir þeirri ógæfu að fá holur í tennur sínar. Þar búa nefnilega litlar verur, þær Karíus og Baktus, sem una sér þar hið besta, bora í tennurnar og hamra hátt auk þess að hafa þar búsetu. Jens barmar sér og kveinkar og heyrum við mömmu hans hvetja hann til þess að bursta í sér tennurnar. Kannast margir af eldri kynslóðinni við setninguna margfrægu; „BURSTAÐU Í ÞÉR TENNURNAR JENS“ – enda hefur sagan lifað nú í heil 73 ár. Í gegnum tíðina hafa komið út hljómplata, kasetta og geisladiskur með sögunni enda hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda víða um heiminn. Í leikhúsi Freyvangs eru leikararnir alls þrír talsins; Karíus, Baktus og sögumaðurinn. Karíus í höndum Orms Guðjónssonar, Baktus er Eyþór Daði Eyþórsson og sögumaður Jón Friðrik Benónýsson. Hjá sögumanninum á sviðinu er líka píanóleikarinn Reynir Schiöth. Formaður Leikfélags Freyvangs, Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, stýrir svo verkinu með glæsibrag en frumsýnt verður föstudaginn 26. nóvember. /SP Freyvangsleikhúsið Eyjafirði: Karíus & Baktus Þarna eru þeir félagarnir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson í hlutverkum þeirra Karíusar og Baktusar. Nýverið endurvöktu íbúar Snæfellsbæjar leikfélag staðarins undir nafninu Leikfélagið Lauga. Mikil eftirvænting var í mönnum vegna þessa og hafa nú félagar leikfélagsins staðið fyrir uppsetningu á farsanum Sex í sama rúmi eftir John Chapman og Ray Cooney, eins og kom fram í tölublaði Bændablaðsins í byrjun október síðastliðinn. Er Ray einn þekktasti farsahöfundur samtímans og gefur ekkert eftir í þessu verki. Misskilningur af bestu gerð Um ræðir óstöðvandi misskilning þar sem vandræðin virðast óleysanleg. Sagt er frá tvennum hjónum en eiginmennirnir reka saman barnabókaútgáfu. Gengur útgáfan ekki sem best þar til fræg skáldkona býður þeim útgáfurétt vinsælustu barnabóka þessa stundina. Rekst skáldkonan, sem er heldur siðavönd, inn í líf hjónanna – þá einna helst þegar þau eru að þreifa fyrir sér í því sem fellur undir fjöllyndi í ástarmálum. Lítur út fyrir að persónurnar vilji allar nýta sér sömu íbúð til ástarleikja utan hjónabandsins og þá einnig á sama tíma. Verður það laumuspil til þess að fólk rekst óvart á hvað annað svona eins og gengur og gerist í góðum försum, kemur skáldkonan þar við sögu og hindrar að að um verulegt kynsvall sé að ræða. Nú fer hver að verða síðastur ... Er verkið í leikstjórn Kára Viðarssonar og frumsýningin þann 10. nóvember í Rösti á Hellissandi. Miðaverð sýninga eru 3.900 kr. en þær eru dagana 10., 11., 13. og 18. nóvember. Alls eru sextíu og þrjú sæti í boði á hverja sýningu þannig að nú fer hver að verða síðastur að verða sér úti um miða! Það er kannski réttast að taka fram að miðapantanir eru hjá Sóleyju í síma 848-1505 eða Nönnu í síma 845-7491, auk þess sem uppselt er á frumsýninguna). /SP Leikfélagið Lauga Snæfellsnesi: Sex í sama rúmi Á myndinni eru Ari Bjarnason til vinstri og Guðbjartur Þorvarðarson í hlutverkum sínum. Frá vinstri: Jóhannes Stefánsson, Viðar Hafsteinsson, Ari Bjarnason, Guðbjartur Þorvarðarson, Guðmundur Jensson – nóg að gera við að setja upp leikmynd. Leikstjórinn Kári Viðarsson og Jóhannes Stefánsson líta yfir handritið. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími • 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Gleraugu með glampa og rispuvörn Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0 19.900 kr. Margskipt gleraugu Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tv r vikur) 39.900 kr. gleraugu umgjörð og gler | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.