Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 UTAN ÚR HEIMI Brasilía: Mercosur-samningurinn úr frystinum – Nýafstaðnar forsetakosningar gætu dregið dilk á eftir sér fyrir Evrópusambandið Eftir rúmlega 20 ára samninga- viðræður náði Evrópu sambandið viðskiptasamningi við Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ, svokallað Mercosur-bandalag, í júní árið 2019. Samningurinn nær til svæða með yfir 780 milljónum íbúa og var hluti af víðtækari samstarfssamningi milli svæðanna tveggja. Niðurstöður kosninganna í Brasilíu í lok október síðastliðinn, þar sem Lula da Silva fór með sigur af hólmi, gæti breytt ýmsu í samskiptum Mercosur- bandalagsins við Evrópusambandið þegar kemur að landbúnaði. Mercosur-samningnum var ætlað að treysta pólitískt og efnahagslegt samstarf ásamt því að skapa umtalsverð tækifæri fyrir sjálfbæran vöxt á báða bóga, virða umhverfið og varðveita hagsmuni neytenda og viðkvæmra atvinnugreina. Kosningarnar í Brasilíu, sem haldnar voru 30. október síðastliðinn, voru sögulegar að mörgu leyti og munu hafa áhrif langt út fyrir landamæri landsins. Fyrir Evrópusambandið er litið á kosningar Lula da Silva sem merki um að hægt verði að taka viðskiptasamning þess við Mercosur úr frystinum, en þrátt fyrir að þrjú ár séu frá undirritun hans hefur hann ekki enn tekið fullt gildi. Skiptar skoðanir á mikilvægi samningsins Ástæða þess að samningurinn er ekki að fullu gildur er vegna þess að nokkur aðildarríki gáfu skýrt til kynna á Evrópuþinginu að þau gætu ekki stutt samninginn vegna umtalsverðra neikvæðra áhrifa á landbúnaðarmarkað ESB og umhverfið. Nú velta aðilar fyrir sér hvort ákveðnir þingmenn og aðildarríki muni skyndilega breyta skoðun sinni vegna þess hvar nýkjörinn forseti Brasilíu stendur í pólitíkinni. Talið er að brýn þörf sé fyrir ESB, sérstaklega eftir að stríð braust út í Úkraínu, að finna ný viðskiptatækifæri og innleiða núverandi samninga. Andstæðingar samningsins segja að með staðfestingu Mercosur- samkomulagsins sé sjálfbærum landbúnaði í Evrópu stefnt í enn meiri hættu en áður, þar sem bændur og landbúnaðarsamvinnufélög fái of lítið vægi. Evrópusamtök bænda óska eftir skýrum svörum Evrópusamtök bænda, Copa Cogeca, óska nú eftir viðbrögðum vegna úrslitanna í Brasilíu og segja ekki nægilegt að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins haldi því fram að tilskipunin um eyðingu skóga sem hefur áhrif á innfluttar vörur, sem samþykkt var af Evrópuþinginu í september 2022, styrki eftirlitsleiðir og sjálfbærni samningsins. Það sé fjarri því að leysa mörg vandamál þessa samnings þegar kemur að landbúnaði. Copa Cogeca bendir sérstaklega á þrjú atriði sem framkvæmdastjórninni hefur ekki tekist að veita viðunandi viðbrögð á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að samningurinn var undirritaður. Eftirfarandi atriði óska forsvarsmenn Copa Cogeca eftir skýrum svörum við: 1. Samkomulag í ójafnvægi, evrópskum landbúnaði í óhag. Þrátt fyrir aðgang að vörum ESB, eins og víni, mjólkurvörum, ólífuolíu, ákveðnum tegundum ávaxta og grænmetis, er Mercosur- samningurinn í ójafnvægi í landbúnaðarkaflanum, sérstaklega fyrir viðkvæmar landbúnaðargreinar eins og nautakjöt, alifugla, hrísgrjón, appelsínusafa, sykur og etanól. Sé litið til nautakjötsgeirans óttast menn að samningsvaldið fari úr höndum evrópskra bænda yfir á stóru fyrirtækin í Mercosur- löndunum. 2. Uppsöfnuð áhrif sem eru ósjálfbær til lengri tíma litið. Evrópskir bændur hafa áhyggjur af því að erfitt sé að mæla áhrif allra þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir af ESB. Þessar áhyggjur hafa verið staðfestar með rannsóknum sem framkvæmdastjórnin hefur framkvæmt og snúa að áhrifum viðskiptasamninga með landbúnaðarvörur. Sem dæmi mun árlegur innflutningur í alifuglageiranum frá löndum Mercosur jafngilda árlegri samanlagðri framleiðslu Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar. 3. Tvöfalt siðgæði ESB. Árið 2019 hefði samningurinn gert bændum í Evrópusambandinu erfiðara fyrir með því að beita tvöföldu siðferði á milli þess sem er bannað í ESB og þess sem er þolað í innflutningi til sambandsins. Sykurrófugeirinn er gott dæmi en með samningnum mun Evrópa flytja inn sykur og etanól sem standast ekki framleiðslustaðla sambandsins á nokkurn hátt. Brasilía notar 27 tegundir illgresis- og skordýraeiturs sem eru bannaðar í Evrópu. Frá samkomulaginu árið 2019 sjá Evrópusamtökin ákveðna reglugerðarflóðbylgju þróast í ESB með vinnu við græna samninginn (Green Deal). Tugir reglugerðarverkefna sem hafa áhrif á landbúnað eru nú til umræðu í Brussel um endurheimt náttúru, líffræðilegan fjölbreytileika, losun frá iðnaði, notkun plöntuverndarvara, dýravelferðar og svo framvegis. Stríðið í Úkraínu hefur haft djúpstæð áhrif á matvælaframleiðslu í ESB, sérstaklega hvað varðar kostnaðarliðinn, þar sem áburðar- og orkumarkaðurinn hefur fundið áþreifanlega fyrir ástandinu. Copa Cogeca fordæmir harðlega að framkvæmdastjórnin hafi ekki enn tekið til umræðu inn í græna samninginn hvaða áhrif stríðið hefur á landbúnað í ríkjum Evrópusambandsins. Með átökunum í Úkraínu gæti ein afleiðingin orðið sú að Mercosur-ríkin sjái samkeppnishæfni sína styrkjast. Með hliðsjón af þessu muni innleiðing græna samningsins geta aukið bilið enn frekar í stöðlum sem gilda um ESB og Mercosur- bændurna. Þetta bil sé óviðunandi fyrir evrópska framleiðendur og Mercosur-samningurinn muni aðeins auka á þetta vandamál þar sem samningurinn var hannaður mörgum árum áður en græni samningurinn var innleiddur og stríðið í Úkraínu braust út. Sérhver tilraun framkvæmdastjórnarinnar til að þvinga fram samþykkt samningsins sé því hneyksli og geti skapað hættulegt fordæmi fyrir landbúnað í ESB. /ehg Lula da Silva, forseti Brasilíu. Brasilía notar 27 tegundir illgresis- og skordýraeiturs sem eru bannaðar í Evrópu. Skotland: Átak í sálrænni líðan Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni heilsu landbúnaðarstéttarinnar. Forsvarsmenn verkefnisins, Jock Gibson og John Scott, eru báður bændur, segja stéttarbræður sína lagna í umhirðu dýra, en láti eigin sálarheilsu sitja á hakanum. Nú þegar efnahagsleg áföll dynja á landbúnaðinn hafa þeir ákveðið að innleiða áðurnefnt sálargæsluverkefni í Skotlandi. Verkefnið, sem nefnist Farmstrong, á uppruna sinn að rekja til Nýja-Sjálands, þar sem gætt hefur verið að tilfinningalegu hliðinni sem fylgir því að stunda búskap, síðan árið 2015. BBC greinir frá. „Við eigum mjög auðvelt með að tala um dýraheilbrigði, gæði jarðvegs, gæði uppskeru og allt sem því tengist. Ég vil að það verði jafn eðlilegt að ræða eigin heilsu og það hvernig við hugsum um okkur, rétt eins og við ræðum um heilbrigði búpeningsins,“ segir Gibson, bóndi í Moray. Scott, sem er bóndi í Ross-shire, segir erfitt að finna einhverja sem tengja við vandræðin sem bændur glíma við, þar sem þeir eru ekki stór hópur. Hann sagði mikilvægt að vinna manns væri metin til verðleika, en svo sé ekki raunin. Scott bætir við að nú séu aðföng búin að hækka gífurlega í verði og erfitt sé að fá vinnuafl á bæina. Ef ekki gefst tækifæri til að ræða við aðra um vandamálin sem fylgja búrekstri, þá mun það leiða til einangrunar og einmanaleika. Samkvæmt Scott eru álagspunktar á hverju ári þar sem bændur fari auðveldlega fram úr sínum andlegu mörkum. Þá sé mikilvægt að horfa á eigin venjur og leita leiða til að hlaða batteríin. Þess vegna komu félagarnir Scott og Gibson Farmstrong verkefninu á koppinn til að grípa inn í áður en menn spenna bogann of hátt. Verkefnið er vettvangur jafningjafræðslu meðal bænda þar sem þeir geta kúplað sig frá bústörfunum og rætt við aðra í sömu stöðu. Með þessu byggir bændastéttin upp tengsl og verður því auðveldara að taka upp símann og ræða sínar tilfinningar þegar stritið virðist óyfirstíganlegt. Einnig miðar átakið að því að bæta nætursvefn og stuðla að aukinni hreyfingu. /ÁL Í Skotlandi hefur jafningjafræðslu verið komið af stað meðal bænda til að auðvelda þeim að tala um sínar tilfinningar. Mynd/ Philip Myrtorp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.