Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Afköstin hafa einnig áhrif á kjörin. Því verðskráin miðar við fjölda, ekki tíma. Kaupið er, að sögn kvennanna, alls ekki slæmt fyrir færa einstaklinga. Því ásamt því að geta ferðast víða, kynnst áhugaverðu fólki um allan heim þá hefur starfsvettvangurinn þann kost að geta gefið vel í aðra hönd. „Ef þú ert að rýja þetta yfir 200 kindur á dag, þá eru ansi fá störf sem gefa jafngott tímakaup. En fyrir kaupið þarftu hins vegar að leggja mjög mikið á þig,“ segir Marie. Starfið er skiljanlega krefjandi á líkamann. Marie nefnir að það sé nokkuð eðlilegt að vera að rýja í 8 tíma á dag, alla daga, meira og minna í 3–4 mánuði í senn. Enda eru konurnar allar grjótharðar af sér og huga auk þess vel að heilsunni, bæði mataræði og þjálfun líkamans. En fyrst og síðast er mikilvægt að kunna til verks, læra að beita sér rétt og hafa tæknilega þekkingu. „Eftir því sem þú verður færari í faginu þá lærir þú einnig að takast á við álagið og beita þér þannig að þú farir ekki að þolmörkum líkamans. Þetta verður í reynd auðveldara með tímanum.“ Gott hugarfar er þó sá eigin- leiki sem þær nefna sem þann mikilvægasta sem góður rúnings- maður þarf að hafa til brunns að bera. „Verkefnið er afar tæknilegt og þú þarft vera þolinmóð til að þróa færnina. Þú þarft líka að búa að seiglu og geta haldið áfram þegar á reynir en um leið að vera alltaf rólegur kringum skepnurnar,“ segir Marie. Jafnræði í faginu Þótt konur séu í hrópandi minnihluta rúningsmanna í heiminum hafa þær lengi sinnt störfunum samhliða körlum. „Það ríkir jafnræði í faginu, við rýjum við hlið karla bæði í vinnu og keppum gegn þeim. Við njótum sömu virðingar og mætum sama viðhorfi og fáum alveg sömu laun og karlarnir. En það er vegna forvera okkar, kvenna í Nýja-Sjálandi og Ástralíu, sem mættu miklu meira mótlæti en við gerum. Þær ruddu brautina og gerðu það að verkum að við stöndum hér í dag,“ segir Marie. Pauline býr og starfar í Manitoba- fylki Kanada. Hún segir sem dæmi að þar starfi tólf rúningsmenn og helmingur þeirra séu konur. „Þetta er spurning um að hafa úthald og seiglu og ég held að konur geti oft verið harðari af sér hugarfarslega – við erum jafnvel með hærri sársaukaþröskuld,“ segir Marie. Ólíkir búskaparhættir Heima í Kent á Bretlandi er Marie sauðfjárbóndi með um 350 ær. Hún hefur fækkað talsvert í hjörðinni undanfarin tvö ár vegna anna við rúning. Hún rekur verktakafyrirtæki kringum starfsemina, ferðast um sveitirnar í kring með vinnuaðstöðuna á kerru. Ekki er óalgengt að hún komi við á 2–3 býlum á dag. Pauline er alin upp á sauðfjárbúi en stundar engan búskap í dag. Megininnkoma hennar kemur til vegna rúnings í Manitoba í Kanada og hefur hún þar nóg að gera. Hún segist aðallega ferðast út fyrir Kanada í nafni ævintýra. Íslenskur sauðfjárbúskapur horfir við þeim stöllum sem afar hefðbundinn eða gamalgróinn. Í meginatriðum er búskaparárið öfugt við það sem Marie þekkir. „Hér ganga kindurnar úti yfir sumartímann þannig að bóndinn varla sér þær. Á meðan er búskapurinn afar mannaflsfrekur á veturna, þegar skepnurnar eru inni. Því er eiginlega öfugt farið heima þar sem sumrin og haustin eru álagstímar en veturnir rólegri enda kindurnar úti allt árið um kring.“ Pauline segir að upplag sauðfjár búskapar í Kanada sé jafn fjölbreytt og bændurnir eru margir. Sauðburðurinn geti átt sér stað á mismunandi tímum árs, um þrír burðir á tveimur árum. Þá fari slátrun fram allan ársins hring. Hægt er að halda tugi ólíkra búfjárkynja eftir áherslum í búskapi og afurðum. Stoltar að skrifa sig inn í arfleifðina „Við vorum að ræða innblásturinn í morgun,“ segir Pauline. „Við gerðum örugglega báðar atlögu að heimsmeti því við urðum fyrir áhrifum af forverum okkar. Við vildum láta að okkur kveða, setja okkur stór markmið og höfðum trú á okkur, unnum að þeim af atorku og náðum svo markmiðum okkar.“ Marie segir að þessi afrek veki athygli á faginu sem almennt er ekki á allra vitorði. „Það er frekar svalt að hafa skrifað sig inn í arfleifðina að vissu leyti. Ef við höfum veitt öðrum innblástur þá er það út af fyrir sig ákveðið afrek. Vonandi hefur það góð áhrif á fagið.“ Þær segjast fastlega gera ráð fyrir að heimsmet þeirra verði slegin í janúar á næsta ári og telja það spennandi og jákvætt. Þær eru þó alls ekki af baki dottnar og segjast munu halda áfram að taka þátt í keppnum og áskorunum svo lengi sem þær starfi sem rúningskonur. „Þetta er ástríða mín. Hún fór með mig í þetta furðulega ferðalag. Ég gæti ekki verið glaðari með að fá að lifa í ástríðunni minni,“ segir Pauline. Marie segist vonast til að geta haldið áfram að heimsækja Ísland, enda sé hún farin að gera sig afskaplega heimakomna hér ár hvert. „Ég einfaldlega dýrka Ísland; fólkið, landslagið, gestrisnina, heitu pottana, norðurljósin og rúninginn – enda kann ég að meta áskoranir.“ Marie, Heiða og Pauline eftir rúning á Fornustekkum í Hornafirði. Þar rúðu þær 530 kindur og systkinin Bjarni, Skúli og Ásthildur Magnúsarbörn voru til þjónustu reiðubúin og tóku frá þeim ullina allan tímann. Mynd / Jo Dyson Heima í Kent ferðast Marie um sveitirnar í kring með vinnuaðstöðu sína á kerru sem gerir verkið nokkuð kerfisbundið. Stund milli stríða hjá vinkonunum á Gróustöðum. Takið eftir fótabúnaðinum sem eru sértækar mokkasíur fyrir rúningsmenn. BÆNDUR ERU FREMSTIR Í ENDURVINNSLU Fyrsta skref við endurvinnslu á heyrúlluplasti er að huga að gæðum þess til endurvinnslu við kaup. Þar skiptir litaval máli. Eftir notkun þarf að ganga vel um heyrúlluplastið og sundur- greina það frá öðrum úrgangi. Minnka umfang þess og gæta að geymslu fyrir hirðu. Þessi fyrstu skref við meðhöndlun skipta miklu máli við endurvinnslu á heyrúlluplasti. Hringrásarhagkerfið byrjar á þínu býli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.