Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 1
21. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 17. nóvember ▯ Blað nr. 622 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Pauline Bolay frá Kanada á heimsmet kvenna í rúningi á lömbum. Hún og annar heimsmethafi, breski bóndinn Marie Pepple, voru á dögunum hér á landi að rýja fé íslenskra bænda. Þær kunnu vel við íslensku sauðkindurnar þótt þær hafi látið finna fyrir sér. Diana Lukas-Nülle er hér til aðstoðar. Sjá nánar bls. 32–33. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir Stöðug fækkun sláturlamba – Bregðast þarf við þróuninni svo framboðsskortur verði ekki á Íslandi Stöðug fækkun sauðfjár hefur verið á undanförnum árum á Íslandi. Samkvæmt nýjum sláturtölum fækkaði sláturlömbum um tæplega tuttugu þúsund á milli áranna 2021 og 2022 og hefur fækkunin verið samfelld frá 2017. Hins vegar var slátrun á fullorðnum ám mjög sambærileg við síðasta ár, sem þykir benda til þess að áframhald verði í fækkun sláturgripa haustið 2023. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands, segir ljóst að bregðast þurfi við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með framboðsskorti á íslenskum markaði. Ef ekki takist að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verði fækkunin áfram mikil. „Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu,“ segir Trausti. Samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun komu 445.511 dilkar til slátrunar á síðasta hausti. Til samanburðar var dilkafjöldinn á síðasta ári 465.324, en 560.465 árið 2017. Sala eykst en framleiðsla dregst saman Sala á dilkakjöti hefur hins vegar aukist síðustu misseri. Sé litið til síðustu 12 mánaða frá september síðastliðnum var salan um 7.254 tonn og hefur aukist um 14,3 prósent miðað við sama tímabil frá árinu á undan. Samkvæmt nýjum framleiðslutölum fyrir dilkakjöt kemur fram að framleiðslan var mjög svipuð nú í september og á síðasta ári. Hins vegar minnkaði framleiðslan nú í október um tæp 1.600 kíló, miðað við október á síðasta ári. Birgðastaða kindakjöts í lok ágústmánaðar var í sögulegu lágmarki á þessum árstíma á þessari öld, eða um 382 kíló. Einungis voru minni birgðir í lok ágústmánaðar árið 2011, eða um 281 kíló. Á því ári var útflutningur hins vegar með mesta móti, en þá voru flutt út 1.138 tonn kindakjöts. Hvatt til betri markaðssetningar Í aðsendri grein Trausta og Hafliða Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Lamb, eru afurðastöðvar hvattar til að sinna betur markaðssetningu á lambakjöti, ýmis tækifæri séu til að auka virði afurðanna sem á endanum geti skilað betri kjara til bænda. Raunvirði lambakjöts á Íslandi sé mun hærra en íslenskir neytendur eigi að venjast. Þeir segja að það geti því verið sársaukafullt fyrir neytendur að ganga í gegnum nauðsynlegar breytingar í átt að hærra verði nema að þær séu vel rökstuddar af þeim sem bera ábyrgð á markaðssetningu og sölu. Hvergi nema á Íslandi keppi lambakjötið við hvíta kjötið í verði, samkvæmt úreltri aðferðarfræði. /smh Fjallað er meira um tölulegar upplýsingar úr síðustu sláturtíð og markaðshorfur fyrir íslenskt lambakjöt á bls. 2, 18 og 50. Vindmyllu- og orkugarður á Austurlandi Danskt fjárfestingafélag vinnur að undirbúningi tveggja stórra orkuverkefna á Austurlandi; annars vegar er um að ræða rafeldsneytisverksmiðju á Reyðar firði – þar sem ætlunin er að framleiða ammóníak með umhverfisvænum hætti – og hins vegar vindmyllugarð í Fljótsdal. Verkefnin tengjast með beinum hætti því ein af forsendum þess að rafeldsneytisverksmiðjan geti orðið að veruleika er að nægileg sjálfbær orka verði til taks – en áætlanir ganga út á að vindmyllugarðurinn standi straum af henni. Tillögur um nýtingu vindorku Óljóst er í dag hvaða lög og reglur muni gilda um rekstur vindorkuvera í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði í sumar starfshóp sem vinnur nú að tillögum um nýtingu vindorku og metur hvort setja þurfi sérlög um raforkuframleiðslu með vindmyllum. Gert er ráð fyrir að þeim verði skilað fyrir 1. febrúar á næsta ári. Þangað til vinnur danska fjárfestingafélagið að því að ná samningum við sveitarfélögin og landeigendur, um skipulag og afnot af svæðum sem eru talin ákjósanleg undir starfsemi vindmyllugarðsins og rafeldsneytisverksmiðjunnar. Haldnir hafa verið íbúafundir og afrakstur þeirra var vettvangsferð sveitarstjórnarmanna og landeigenda til Spánar til að heimsækja sams konar vindorkugarð sem danska fjárfestingafélagið hafði þar reist. Átta sams konar verkefni með 3,2 milljarða evra til ráðstöfunar Verkefnin eru að fullu fjármögnuð, að sögn Magnúsar Bjarnasonar, talsmanns félagsins á Íslandi. Sjö önnur sams konar verkefni eru í bígerð hjá því, en samtals eru þau með um 3,2 milljarða evra til ráðstöfunar. Vindmyllugarðsverkefnið eitt og sér er talið vera um 50 milljarða fjárfesting, en gert er ráð fyrir að reistar verði 58 vindmyllur sem muni duga fyrir um 350 megavöttum í uppsettu afli sem muni skila þeim 240 megavöttum niður í Reyðarfjörð sem rafeldsneytisverksmiðjan þarf fyrir framleiðslu sína. Hliðarverkefni verður að reisa þar umhverfisvæna áburðarverksmiðju. /smh Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 22–23. 26 20–21 42–43 Uppskera 65 tonn af lífrænum gulrótum Sjúkdómar í trjáplöntumMikilvægi erfðaauðlinda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.