Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 LESENDARÝNI Orkustefna ESB innleidd á Íslandi – Frá orkusamvinnu til orkusambands: Fullveldisafsal í orkumálum Við undir-ritun EES-samnings- ins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum. Rómarsátt- málinn frá 1957 er stofnsáttmáli Evrópu banda- lagsins (EB). „Single European Act“ 1986, var fyrsta meiri háttar endurskoðun Rómarsáttmálans og hafði að markmiði stofnun innri markaðarins. Maastricht-sáttmálinn 1992 stofnar ESB og gamla þriggja stoða kerfið. Fyrsta stoðin þar var innri markaðurinn. Samvinna í orkumálum hefur verið einn af hornsteinum ESB frá stofnun Kola- og stálbandalagsins 1951. Lissabonsáttmálinn frá 2009 var ekki hluti af EES-samningnum við undirritun. Með Lissabon- sáttmálanum setur ESB sér markmið um orkustefnu ESB sem orkusambandi er ætlað að ná. Orkusamvinna er ekki það sama og orkusamband. Líkt og með aðra sáttmála ESB samþykktu aðildarríkin Lissabonsáttmálann. EFTA-ríki EES-samningsins gerðu það hins vegar ekki. Með EES- samningnum samþykkti Ísland að taka þátt í orkusamvinnu en ekki aðild að orkusambandi ESB. Það felur í sér óumsamda grundvallarbreytingu og mikilvægt atriði hefði Ísland hafnað þriðja orkupakkanum. Kjarninn í orkustefnu ESB er samtenging raforkukerfa í einn heildstæðan innri raforkumarkað ESB. Orkustefnu ESB er skipt í fimm víddir, sem eru eftirfarandi: 1. Orkuöryggi 2. F u l l s a m þ æ t t u r i n n r i orkumarkaður 3. Orkunýtni 4. Aðgerðir í loftslagsmálum – afkolefnavæðing efnahagslífsins 5. Rannsóknir, nýsköpun og samkeppnishæfni ESB innleiðir orkustefnu sína með orkupökkum og er markmið þeirra að koma á samtengdum innri orkumarkaði í áföngum. Með samþykkt orkustefnu ESB er Ísland að tengjast markaði með lögum sem það tengist ekki í raun. Það er fráleitt. Fyrsti orkupakkinn Fyrsti orkupakkinn var tekinn upp í EES-samninginn með stjórn skipulegum fyrirvara með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 168/1999. Hann var tekinn upp í íslenskan landsrétt með raforkulögum nr. 65/2003. Með lögunum tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins og innri markaðar ESB. Markmið ESB hefur verið skýrt frá upphafi og það er að koma á innri raforkumarkaði ESB með samtengdum og rekstrarsamhæfðum raforkukerfum á milli ESB-ríkja. Það kemur skýrt fram í inngangi fyrstu orkutilskipunarinnar, þar sem segir m.a. eftirfarandi: • Mikilvægt er að gerðar verði ráðstafanir til að tryggja að innri markaðurinn geti starfað hnökralaust. Innri markaðurinn er svæði án innri landamæra þar sem tryggður er frjáls flutningur á vörum, fólki, þjónustu og fjármagni, sbr. 1. mgr. inngangsins. • Sérstaklega er mikilvægt að koma á fót innri markaði á sviði raforku til að auka skilvirkni í framleiðslu, flutningi og dreifingu á raforku og auka um leið öryggi orkuframboðs og samkeppnishæfni hagkerfis bandalagsins og taka tillit til umhverfisverndar, sbr. 4. mgr. • Stofnun innri markaðar á sviði raforku stuðli að samtengingu og rekstrarsamhæfi kerfanna, 6. mgr. Annar orkupakkinn Annar orkupakkinn var tekinn upp í EES-samninginn með stjórnskipulegum fyrirvara með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar í árslok 2005. Þar er Ísland skilgreint sem „lítið einangrað raforkukerfi“. Annar orkupakkinn samanstendur af fjórum ESB-gerðum; tveimur um raforku (raforkuviðskipti yfir landamæri og reglur innri raforkumarkaðar ESB); einni um reglur innri jarðgasmarkaðar ESB; og einni um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila með rafmagni og gasi, fyrirrennara Samstofnunarinnar. Í orkupakka tvö gilda ESB- gerðirnar um jarðgas um Ísland. Þær gilda hins vegar ekki um Ísland í þriðja orkupakkanum. Ekki er vitað hver rökin eru fyrir þessari miklu stefnubreytingu. Hún sýnir að ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar eru ekki óum- breytanlegar og geta tekið breytingum með síðari ákvörðun. Þriðji orkupakkinn Þriðji orkupakkinn var tekinn upp í EES-samninginn með stjórnskipulegum fyrirvara með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar vorið 2017. Þriðji orkupakkinn samanstendur af átta ESB-gerðum, þrem um raforku, fjórum um jarðgas og einni um stofnun Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði. Gerðirnar um jarðgas gilda ekki um Ísland samkvæmt ákvörðun líkt og þær gerðu ekki í orkupakka tvö. Sama ætti að eiga við um ESB-gerðirnar um raforku og um Samstarfsstofnunina. Þessar gerðir ættu ekki að gilda um Ísland, þar sem landið er ekki tengt innri raforkumarkaði ESB með sæstreng. Evrópuþingið telur að með þriðja orkupakkanum hafi verið lagður hornsteinn að innri orkumarkaði ESB. Hann feli einnig í sér aukið frelsi á innri raforku- og gasmarkaði ESB. Reglugerð um að koma á fót Samstarfsstofnuninni sé grundvallarbreyting á innri orkumarkaði ESB. Þriðji orkupakkinn er að stórum hluta tæknileg markaðslöggjöf sem ætlað er að auka virkni innri orkumarkaðar ESB og felur í sér bæði uppfærslu á öðrum orkupakka og viðbót. ESB-gerðir orkupakkans um raforku lúta að 1) auknum aðskilnaði samkeppnis- og sérleyfisþátta; 2) aukinni neytendavernd; 3) eflingu raforkueftirlits; og 4) Samstarfstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Ekki þarf orkupakka ESB til að auka samkeppni, neytendavernd og raforkueftirlit á raforkumarkaði á Íslandi. Það má gera með íslenskum lögum. Á Íslandi eru í gildi samkeppnislög og lög um neytendavernd og lagareglur um raforkueftirlit og getur Ísland sett sér sjálfstætt reglur sem er á þessum sviðum sem tengjast sérstaklega íslenska raforkumarkaðinum. Sameiginlega EES-nefndin skilgreindi Ísland sem „lítið einangrað raforkukerfi“ í ákvörðun sinni um annan orkupakkann. Ísland er það enn í dag. Ísland átti því ekki að skuldbinda sig að þjóðarrétti til að innleiða þriðja orkupakkann. Fjórði orkupakkinn – Hrein orka fyrir alla Evrópubúa ESB samþykkti 2019 viðamikla uppfærslu á umgjörð orkustefnu ESB til að auðvelda orkuskipti frá jarðefnaeldsneyti til hreinnar orku og til að standa við skuldbindingar ESB vegna Parísarsamkomulagsins frá 2015 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Hrein orka fyrir alla Evrópubúa“ kallast fjórði orkupakki ESB og er hann skref í innleiðingu á orkusambandsstefnu ESB sem samþykkt var árið 2015. Orkupakkinn samanstendur af átta ESB-gerðum, sem eru eftirfarandi: 1. Tilskipun um orkunýtingu bygginga 2018/844 2. Endurskoðuð tilskipun um endurnýjanlega orku (ESB) 2018/2001 3. Endurskoðuð tilskipun um orkunýtni (ESB) 2018/2002 4. Reglugerð um orkusambandið og loftslagsaðgerðir (ESB) reglugerð 2018/1999 5. Reglugerð um áhættuviðbúnað í raforkugeiranum (ESB) 2019/941 6. Reglugerð um stofnun Evrópusambandsstofnunar fyrir samvinnu orkueftirlitsaðila 2019/942 (endurgerð) 7. Reglugerð um innri markað fyrir raforku (ESB) 2019/943 (endurgerð) 8. Tilskipun um sameiginlegar reglur um innri markað fyrir raforku (ESB) 2019/944 (endurgerð) Reglugerð ESB um stofnun ESB-stofnunar fyrir samvinnu orkueftirlitsaðila er endurgerð á reglugerð þriðja orkupakkans um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Í orkupakka tvö hét ESB-gerðin 2003 ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila með rafmagni og gasi, sem var fyrirrennari Samstarfstofnunarinnar. Þetta er þróunin frá orkusamvinnu yfir í orkusamband ESB. Reglugerð ESB um innri markað fyrir raforku er endurgerð á reglugerð þriðja orkupakkans um raforkuviðskipti yfir landamæri. Það sem áður var reglugerð um raforkuviðskipti yfir landamæri er orðið að reglugerð um innri markaðinn. Samrunaþróunin í reglugerðum ESB er frá aforkuviðskiptum yfir landamæri yfir í innri markað fyrri raforku. Ástæður endurgerða á ESB- gerðum er uppfærsla vegna meiri samruna, ekki ólíkt uppfærslu á forriti eða símaappi. Samþykki Ísland fjórða orkupakka ESB verður það enn eitt afsalið á fullveldi okkar Íslendinga í orkumálum. Með EES-samningnum samþykkti Ísland að taka þátt í orkusamvinnu en ekki aðild að Orkusambandi ESB. Það felur í sér óumsamda grundvallarbreytingu. Ísland á því að hafna fjórða orkupakkanum og segja upp þeim þriðja, þar sem forsendur fyrir tengingu við innri raforkumarkað ESB (sæstrengur) eru ekki til staðar og EES-samningurinn kveður ekki á um orkusamband. Með innleiðingu orkupakkanna er Ísland án samninga að afsala sér fullveldi í orkumálum. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í NV-kjördæmi og formaður Orkunnar okkar. Eyjólfur Ármannsson. Á dögunum gaf umboðs- maður Al - þingis út álit þar sem fjallað er um lausa- göngu búfjár (Mál nr. 11167/2021). Ta l s v e r ð a r umræður hafa átt sér stað um þetta álit og þýðingu þess. Um álit umboðsmanns má það helst segja að í því felst enginn nýr sannleikur um lausagöngu búfjár. Niðurstaða álitsins er í grundvallaratriðum að innviðaráðuneytið hafi gefið út leiðbeiningar til einstaklings sem ekki voru í samræmi við gildandi lög. Þannig eigi að skýra eftir orðanna hljóðan tiltekin ákvæði laga um búfjárhald sem heimila sérstaka friðun lands gegn lausagöngu búfjár. Þar segir einnig: Hefði umráðamaður lands hins vegar ekki nýtt sér heimild til friðunar giltu um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hefðu gilt hér á landi um þessi efni frá fornu fari auk þess sem hann kynni að njóta þess sérstaka verndarréttar sem verið hefði í íslenskum rétti frá gildistöku fyrstu heildarlaga um afréttamálefni, fjallskil o.fl. árið 1969. Heyrst hefur í þessari umræðu að lausaganga búfjár sé ógn við sjálfbærni í landbúnaði. Slíkt er auðvitað fjarri sannleikanum enda hafa bændur um árabil sinnt landgræðslu með góðum árangri, sem þeir hafa að stórum hluta gert að eigin frumkvæði. Þá hafa bændur í auknum mæli tekið upp áætlanir um landnýtingu til að koma í veg fyrir að sú staða komi upp að land verði ofbeitt. Raunar þarf að fara nokkuð langt aftur í tímann, eða meira en aldarfjórðung, til að finna dæmi um víðtækar friðunaraðgerðir til að verjast ofbeit og engin teikn á lofti um að aftur verði þörf á slíkum aðgerðum. Má í þessu samhengi einnig benda á Umhverfisstefnu landbúnaðarins fyrir árin 2020- 2030 sem aðgengileg er á heimasíðu Bændasamtakanna. Eins og fram kemur í álitinu þá gefst landeigendum, samkvæmt lögum um búfjárhald, kostur á sérstökum friðunaraðgerðum kjósi þeir svo. Þá eru til þess að gera nýsamþykkt lög frá Alþingi um skóga og skógrækt þar sem sérstaklega er tekið fram að óheimilt sé að beita búfé í skógi eða á skógræktarsvæði nema með leyfi viðkomandi skógareiganda. Einnig má ekki líta framhjá ábyrgð og skyldum veghaldara, hvort sem það eru sveitarfélög eða Vegagerðin. Veghaldara ber þannig að gæta umferðaröryggis og í því getur falist að girða meðfram vegum en veghaldara er það ýmist skylt eða heimilt eftir því hverjar aðstæður eru hverju sinni. Þegar lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. eru skoðuð þá fer ekki á milli mála hvaða aðili það er sem ber ábyrgð samkvæmt þeim en sveitarfélög og hreppar eru þar nefnd oftar en fimmtíu sinnum. Sveitarfélög og eftir atvikum hreppstjórar hafa þannig samkvæmt lögunum umsjón með afréttarmálum og fjallskilum og geta gripið til ýmissa ráðstafana séu brögð að ágangi búfjár. Í áliti umboðsmanns segir svofellt í niðurlagi þess: Án tillits til fyrrgreindrar niðurstöðu tel ég að atvik máls þessa, svo og breyttir samfélagshættir og landnýting á undanförnum áratugum, gefi tilefni til þess að hugað verði að endurskoðun þeirra réttarreglna sem fjallað er um í áliti þessu með það fyrir augum að réttarstaða allra hlutaðeigandi verði skýrð. Komi það til að stjórnvöld ákveði að taka landbúnaðarlöggjöfina, eða einstaka hluta hennar, til endurskoðunar þá er rétt að benda á niðurstöður starfshóps um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu sem skipaður var af umhverfisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hópurinn skilaði ítarlegri skýrslu árið 2013 og lagði til tillögur í sjö liðum til frekari úrlausnar sem meðal annars fela í sér að komið verði á símatskerfi til vöktunar á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda og að sett verði fram rammaáætlun um skipulag landnotkunar og sjálfbærrar landnýtingar. Innan við tíu ár eru liðin frá því skýrsla starfshópsins kom út og mikið vatn runnið til sjávar á þeim tíma varðandi stefnumótun um sjálfbærni og tól til að fylgja þeirri vinnu eftir. Því væri fróðlegt að gerð yrði úttekt á stöðu mála í dag með vísan til þeirra aðgerða sem lagt var upp með. Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Hilmar Vilberg Gylfason. Heyrst hefur í þessari umræðu að lausaganga búfjár sé ógn við sjálfbærni í landbúnaði. Slíkt er auðvitað fjarri sannleikanum enda hafa bændur um árabil sinnt landgræðslu með góðum árangri.“ Um lausagöngu búfjár og álit umboðsmanns Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.