Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Í gegnum aldir höfum við sem þjóð alist upp við að landbúnaður snúist um kýr og kindur. Þessar stoðir greinarinnar hafa staðið undir meginþorra framleiðslunnar í gegnum áratugi. Og ekki skal gera lítið úr því, aftur á móti verður ekki litið framhjá þeim neyslubreytingum sem eiga sér stað hjá landanum og er svo komið að neysla á svína- og kjúklingakjöti er að verða um 50% af því kjöti sem við neytum. Þegar horft er til baka þá hafa bændur fylgt þessari þróun markaða með breyttum búskaparháttum og öðrum áherslum í sínum störfum. Einnig hafa bændur sótt sér þekkingu erlendis og þróað framleiðslu hér heima í takt við landfræðilega legu landsins á norðlægum slóðum. En þegar litið er til menntakerfisins sem bændastéttin reiðir sig á, hvar Landbúnaðarháskóli Íslands fer fremst í flokki, virðist sem þróun náms eða öllu heldur framboð náms í greinum sem snúa að framleiðslu, t.a.m. á svínum, kjúklingi og eggjum, ekki hafa fylgt þeim breytingum sem orðið hafa á búskaparháttum. Þarna verðum við að gera betur ef við ætlum okkur að verða sjálfbærari með þær frumframleiðslugreinar sem við stefnum á að stóla á til framtíðar. Í því tilliti þarf einnig að líta til þess hvernig við hyggjumst byggja upp rannsóknarstarf til framtíðar og þá hugsanlega í samstarfi við erlenda háskóla. Þá má nefna að Menntaskólinn í Kópavogi rekur metnaðarfulla starfsemi sem skiptir landbúnaðinn miklu máli. Við skólann er kennt bakaranám, kjötiðn, matreiðsla, framreiðsla og grunndeild matvæla og ferðagreina. Hið sama gildir um Verkmenntaskólann á Akureyri, þar er kennt kjötiðn og matartækni. Það er okkur afar mikilvægt í okkar litla samfélagi að iðn- og starfsmenntanámi fylgi það fjármagn sem þarf til að standa undir námi af þessum toga þar sem við reiðum okkur á ferðaþjónustu sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein og ekki síður í tengslum við alla úrvinnslu íslenskra afurða til framtíðar. Kynslóðaskipti Undanfarin misseri hafa Bændasamtökin átt í góðum samskiptum við Samtök ungra bænda um það hvernig skynsamlegast sé að nálgast umræðuna um kynslóðaskipti í landbúnaði þannig að hún nái árangri. Eitt sem hefur verið til umræðu er stuðningur við kynslóðaskipti og nýliðun með framlagi í gegnum rammasamning landbúnaðarins. Samkvæmt úthlutunarreglum getur stuðningurinn að hámarki numið 20% af heildarfjárfestingakostnaði á ári og skulu framlög til einstakra nýliða ekki vera hærri en 9 milljónir kr. í heildarstuðning. Á síðasta ári komu um 137 millj. til úthlutunar þegar fjárfestingarþörf skv. umsóknum nam nærri 3 milljörðum kr. Hér er augljóst reikningsdæmi sem gengur ekki upp. Við hjá Bændasamtökunum höfum velt því upp hvers vegna ekki sé hægt að aðlaga þær aðgerðir og ívilnanir sem þegar eru til í kerfinu, þ.e. ráðstöfun á séreignarsparnaði og hlutdeildarlán. Væri það ekki framúrstefnuleg löggjöf að aðlaga lagaheimild fyrir fyrstu kaupendur á bújörð til ráðstöfunar á séreignarsparnaði? Þetta er ekki bara nauðsynlegt heldur fylgir því ákveðin sanngirni og fullkomið jafnræði að aðgerðir stjórnvalda nýtist öllu ungu fólki, hvar sem það svo kýs að búa og starfa. Einnig höfum við rætt hvernig það megi vera að fyrstu kaup í hlutdeildarláni nái einungis til íbúðarhúsnæðis í þéttbýli. Er ekki mögulegt að láta þá aðgerð einnig ná til lögbýla og þá til íbúðarhúshluta bújarðarinnar? Öll þessi atriði skipta máli svo við getum stutt við kynslóðaskipti í landbúnaði sem er okkur öllum mikilvæg. Einnig höfum við bent á möguleika í gegnum Menntasjóð námsmanna um ívilnanir til þeirra sem taka að sér að sinna störfum í hinum dreifðu byggðum svo sem dýralækna sem verulegur skortur er á í hinum dreifðu byggðum. Regluverkið er mannanna, nú eða löggjafans verk, en allt hlýtur þetta að stefna að sama markmiðinu. Reynum að hugsa út fyrir boxið svo við tryggjum þjónustu sem víðast og gerum ungu fólki kleift að búa við sambærilega þjónustu eins og þéttbýlið býr við. Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − LEIÐARI Hugað að andlegri heilsu Ég skráði mig af yfirborði daglegs lífs síðustu helgi. Sat í tvo daga og gerði nákvæmlega ekki neitt nema að ganga um úti í náttúrunni, skoða fjöll, ár, fjöru og vera í heitum og köldum pottum. Hugleiða og sofa. Uppgötvaði, mér til ekki svo mikillar furðu, að ég hef ekki sleppt huganum af málefnum vinnunnar síðustu mánuði. Ekki í einn dag. Við þessa hvíld lognaðist uppsöfnuð streita úr mér og þetta var að sönnu kærkomin hugarró. Samt er ég „bara“ skrifstofublók. Ég er ekki bóndi. En ég leiddi hugann að bændum. Þeir hafa fæstir tækifæri til slíks munaðar – að skrá sig úr vinnu í nokkra daga eingöngu til þess að gleyma sér. Vinnuumhverfi þeirra er krefjandi. Þeir bera ábyrgð á velferð skepna og jarðvegs, framleiðni, rekstri, afkomu, lífsviðurværi fjölskyldu sinnar hvern einasta dag allt árið um kring. Þeir búa ekki svo vel að eiga lögbundið sumarfrí. Þvert á móti eru það álagstímar. Bændur þurfa að annast skepnurnar sínar á aðfangadegi jóla jafnt sem á venjulegum fimmtudegi. Ekki er nema von að þeir upplifi á einhverjum tímapunkti verkkvíða vegna þreytu. Ofan á það geta lagst áhyggjur vegna afkomu. Því tengdu ótti vegna utanaðkomandi aðstæðna, þar sem þeir fá engu ráðið. Þetta er uppskrift að streitu. Rúningskonan Marie Pepple nefndi það við mig að hún hafi búið við þau forréttindi í kófinu að vinnutilhögun hennar breyttist ekki. Þótt útgöngubann hefði verið heima fyrir þurfti enn að rýja fé breskra bænda. Svo hún fór enn um sveitir, hitti fyrir bændur og þjónustaði þá. Hún sagðist hafa upplifað það sterkt hve einangruð sjálfbjarga starfsstétt bænda er, hvar sem hún er í heiminum. Og hversu ósköp mikilvægt það er fyrir bændur að hitta fólk. Í kófinu fann hún ekki síst fyrir því hversu gjöfult það reyndist þeim að eiga smá spjall, njóta örlítils félagsskapar, þótt það væri ekki nema yfir einum kaffibolla milli rúninga. Andleg líðan bænda er stórt lýðheilsumál. Innan Bændasamtakanna er nú unnið að jafningjafræðslu, í formi myndbanda og efnis, þar sem bændur sem hafa lent í áföllum deila reynslu sinni. Einnig er leitað til sérfræðinga á sviði geðrænna málefna til að leiðbeina og upplýsa. Mikilvægt er að þekkja merki um streitu og andlega vanlíðan. Þá er grundvallaratriði að bændur viti hvert þeir geta leitað ef þeir verða varir við slíka vanlíðan. Búa þarf svo um starfssviðið að bændur hafi jafnvel færi á að skrá sig aðeins út, hvíla sig og fá rými til úrvinnslu, þegar svo ber undir. Það er sjálfsagt bjargráð í gjöfulu velferðarríki að slíkt sé í boði fyrir alla. Kollegar okkar í nágrannalöndunum eru í sömu vegferð. Í þessu tölublaði er sagt frá sambærilegu verkefni í Skotlandi sem miðar að því að auka tengsl milli bænda svo þeir geti rætt við aðra í sömu stöðu. Fyrsta skrefið er að ræða málin, hnippa í fjölskyldumeðlim eða vin, og láta vita. Bændur geta verið bændum bestir, enda er skilningurinn mestur meðal jafningja. Það er því heillaskref að verið sé að nálgast þetta brýna velferðarmálefni innan bændastéttarinnar. Þegar manneskja hugar að andlegri heilsu, í hvaða birtingarmynd sem það kann að vera, þá er hún ekki bara að gera sjálfri sér greiða, heldur öllum og öllu sem er henni nærri. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ómar Sigurðsson – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík 1949. Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands Allir upp á dekk ... eða út á akurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.