Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 FRÉTTIR Ísteka: Minni framleiðsla blóðs – Yfirlit yfir framleiðslu, frávik og eftirlit við blóðsöfnun árið 2022 Framleiðsla blóðtöku hefur minnkað töluvert síðan í fyrra vegna fækkunar bænda í starfsgreininni. Ástæðan rekja forsvarsmenn Ísteka ehf. til birtingar myndbands dýraverndarsamtakanna AWF, umfjöllun því tengdu og áhrif þess á bændur. Þetta kemur fram í yfirliti yfir starfsemi Ísteka ehf. á blóðtökutímabilinu árið 2022. Starfsstöðvar voru 90 talsins og hafði fækkað um 30 bú síðan í fyrra. Alls voru 4.141 tæk í blóðsöfnun en heildarfjöldi hryssna í stóðum bænda var 4.779. Rúmur helmingur blóðtökuhryssna gaf blóð sjö eða átta sinnum og er hlutfall hryssna sem gefur hámarksmagn miðað við reglugerð hærra en meðaltal á viðmiðunartímabili fyrirtækisins. Afurðaverð hækkaði Í yfirlitinu kemur fram að nýtt greiðslukerfi til bænda hafi orðið til þess að vægi þeirra hryssna sem best gáfu af sér var aukið en þar að auki var grunntaxti blóðeininga hækkaður um 8%. Með þessu hækkaði andvirði blóðs hjá meðalgóðri framleiðsluhryssu úr 70.000 kr. í 95.000 kr. og er fullyrt að afurðaverð hafi hækkað að jafnaði um 35,7% milli ára. Einnig kemur fram að eftirlitsdýralæknar Ísteka hafi heimsótt yfir 90% starfsstöðva á blóðtökutímabilinu. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins haft af því spurnir að MAST hafi heimsótt alla aðila á tímabilinu auk þess sem eftirlitsaðilar á vegum erlendra kaupenda lyfjaefnanna hafi heimsótt meirihluta bænda. Lýsa furðu á framkomu AWF Í yfirlitinu eru ástæður framleiðsluminnkunar raktar til áhrifa af birtingu myndbands dýraverndarsamtakanna AWF, sem höfðu þau áhrif á bændur að þeir upplifðu sig jaðarsetta. „Því miður tókst samtökunum það ætlunarverk sitt grátlega vel, að sannfæra margt fólk og samtök með rakalausum fullyrðingum sem þau heimfærðu á atvinnugreinina í heild“, segir í fréttatilkynningu Ísteka. Þá var ástæða samdráttarins einnig rakin til erfiðrar mönnunar í hópi dýralækna en þó hafi verið komið í veg fyrir tjón með „lipurð annarra dýralækna og ráðningu erlendra dýralækna“. Segir enn fremur að bændur hefðu orðið varir við fulltrúa AWF í nágrenni 15 bæja. Segir að Ísteka hafi hafnað viðtali við þau og lýsi þau mikilli furðu á framkomu og verklagi hópsins sem hefði t.a.m verið ágengur gagnvart bændum. „Markmiðið virðist beinlínis hafa verið að skapa þessar ógnandi aðstæður til að ná viðbrögðum bænda á filmu. Ísteka gerir ráð fyrir að efnið verði birt á næstu mánuðum í einhverju formi. Tekið skal fram að enginn varð var við faldar myndavélar í nágrenni sínu, hvort sem er á bæjarhlöðum eða við blóðtökur. Tíminn mun leiða í ljós hvort þær voru til staðar eða ekki. Vitað er að samtökin hafa um langt skeið haft mikinn áhuga á þeim bæjum þar sem Ísteka heldur sín stóð til að ná þar í efni enda telja þau áhrifin af því vera mun sterkari en upptökur frá bæjum almennt. Ekki fundust neinar faldar upptökuvélar í sumar en fyrrgreint upptökuteymi sást þó við einn þeirra og virtust þar vera að taka viðtöl við sig sjálf.“ Um fjörutíu endurtekin frávik Samkvæmt reglugerð nr. 90/2022 um blóðtöku úr fylfullum hryssum ber að skrá öll frávik sem verða við blóðtöku, þar með talið tilvik um áberandi ótta eða streitu hjá merunum. Í yfirliti Ísteka segir að erfitt kunni að vera að skilgreina nákvæmlega hvað telst eiginlegt frávik en ákvörðun hafi verið tekin um að skrá frekar meira en minna. „Af um 24.000 blóðtökum voru skráð frávik í 391 tilviki (1,6%). Langflest tilvik voru skráð vegna hryssna sem sýndu einkenni túlkuð sem ótti eða streita. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra (90% tilvikanna) jafnaði sig (róaðist) strax eða meðan á dvöl í bás stóð. Endurtekin frávik voru skráð hjá 41 hryssu og er það eindregin ráðlegging Ísteka að eigendur þeirra íhugi vel hvort þær eigi heima í þessu hlutverki til frambúðar,“ segir í yfirlitinu. Skráð slys voru fimm hjá hryssum og eitt hjá folaldi og afföll hryssna voru sjö talsins. „Þá voru á tímabilinu skráð tilvik sem kallast „ofbeiting valds“ í skráningarforminu teljandi á fingrum annarrar handar sem er samt of mikið. Að mati Ísteka er mjög nauðsynlegt að allir sem koma að vinnu við blóðtöku missi ekki sjónar á hlutverki sínu og leggi ávallt höfuðáherslu á velferð og nærgætni í umgengni sinni við hryssurnar. Þetta á að sjálfsögðu við í hvaða búfjárhaldi sem er,“ segir enn fremur í yfirlitinu. Staðfest var að einn hundur hafi haft neikvæð áhrif á hryssur og segir að framvegis muni Ísteka gera þá kröfu að dýralæknar hefji ekki blóðtökur séu hundar nærstaddir. Hryssur á vegum Ísteka Fyrirtækið sjálft hélt 280 hryssur í fjórum hópum í sumar, sem fyrirtækið segir telja tæp 6% af heildarfjölda hryssna. Í yfirlitinu eru helstu frávik í þeim hópi talin upp. Þar með talið var of mikill hófvöxtur hjá nokkrum hryssum, hryssa sem lét folaldi sem þurfti að aflífa, mertryppi sem kastaði folaldi og tilfelli endurtekinna hegðunarfrávika sem urðu til þess að nokkrar hryssur voru teknar úr hópunum. Í niðurlagi yfirlitsins segir að hrossabúskapur til framleiðslu blóðs til lyfjaframleiðslu og folaldakjöts sé eðlislíkur öðrum búskap að flestu leyti. „Frávik, slys og afföll verða vissulega í þessari starfsemi eins og annarri en þau eru fá miðað við það sem þekkist úr öðrum rekstri. Það ber því þessu fallega en oft misskilda búskaparformi vel söguna, búskap sem getur hentað mun fleirum en nú þegar stunda hann. Markmiðið og stöðug vinna Ísteka er að skerpa sem kostur er á öllum verkferlum til að lágmarka frávik af hvaða tagi sem er, búskapnum í heild til framdráttar.“ /ghp Blóðtaka á Álftarhóli í Austur-Landeyjum. Alls var tekið blóð í um 24.000 skipti á árinu. Fjöldi blóðtökuhryssna var 4.141 á 90 starfsstöðvum. Mynd /ghp Arnþór Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri Ísteka. Greiðslumark: Um 70 bú munu ekki ná að fylla mjólkurkvótann Miðað við tölur í byrjun október stefnir í að 68 bú muni ekki fullnýta framleiðslurétt sinn. Á fyrsta haustfundi naut gripa- bænda BÍ 10. nóvember sl. kom fram að ekki öll kúabú muni framleiða jafnmikla mjólk og greiðslumark þeirra er. Þetta er byggt á tölum matvælaráðuneytisins eftir uppgjör í lok október. Miðað við meðalframleiðslu í nóvember og desember má gera ráð fyrir að þetta verði 68 bú. Þessar tölur eru góðar í samanburði við árið 2021, þar sem 220 kúabú fullnýttu ekki greiðslumarkið sitt. Stærstur hluti þeirra búa, eða 136, var einum til 20.000 lítrum frá markinu og 60 bú vantaði 20–50 þúsund lítra upp á sett takmark. Athygli vekur að sex bú sátu á algjörlega ónýttum framleiðslurétti árið 2021. Heildarframleiðslan yfir landið allt stefnir þó í að vera nokkuð nálægt heildargreiðslumarki ársins 2022. Miðað við tölur eftir uppgjörið í október voru 22,3 milljón lítrar ómjólkaðir af 146.500.000 sem stefnt er að. /ÁL Allt stefnir í að 68 bú muni ekki skila inn innleggi fyrir öllum sínum kvóta. Dýravelferð: Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2 Með aðstoð Lögreglu á Vesturlandi hefur Mast fjarlægt alla nautgripi af bænum Nýjabæ 2 í Borgarfirði vegna umhirðuleysis. Hvorki um harðýðgi né svelti að ræða að sögn yfirdýralæknis. Búið er að fjarlægja alla nautgripi af Nýjabæ í Borgarfirði. Áður var búið að fjarlægja sauðfé. Nær öllum kvígum og kúm var ráðstafað til lífs en nautum var slátrað. Sigurborg Daðadóttir, yfir- dýra læknir hjá Mast, segir að samfélagsmiðlar hafi farið mikinn í þessu máli og margar staðhæfingar sem settar hafa verið fram rangar. „Við hjá Mast höfum reynt að leiðrétta rangar fullyrðingar en þar sem við megum ekki tjá okkur um einstök mál er það erfitt.“ Hvorki harðýðgi né svelti „Ástæða vörslusviptingarinnar er hvorki harðýðgi né svelti heldur er hér á ferðinni a l m e n n t umhyggju- og umhirðuleysi, s v o s e m vanfóðrun sem er annað en svelti. Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttinda sem þeim ber og á að vera tryggð samkvæmt lögum.“ Að sögn Sigurborgar hefur komið fram í fjölmiðlum að gripirnir hafi verið fóður- og vatnslausir í lengri tíma en það sé rangt. „Ástæðan fyrir aðgerðum Mast er fyrst og fremst vegna þess að fullreynt er að ná fram fullnægjandi úrbótum með vægari aðgerðum og sýnt þykir að vöntun er á hæfni og getu ábúenda til að halda búfé.“ /VH Sigurborg Daðadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.