Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 LESENDARÝNI Staðreyndirnar tala sínu máli Ísteka hefur sent frá sér yfirlit yfir blóðtöku- starfsemi ársins. Blóðnytjarnar eru landbúnaðar- starfsemi sem auka tekjur bænda og út vega fjölda fólks atvinnu, dýra- læknum, háskóla- m e n n t u ð u m sérfræðingum og almennu starfsf ólki.Lífefnaframleiðsla fyrirtækisins styrkir stoðir þjóðarbúsins, eða eins og áður hefur verið sagt; „grasi sem annars yxi til þess eins að sölna breytt í beinharðan gjaldeyri“. Nútíminn kallar á lausnir í atvinnumálum sem byggjast á þekkingu og hugviti til að draga úr hlutfallslegu vægi einhæfrar auðlindadrifinnar starfsemi. Ísland er ríkt af náttúruauðlindum, nytjar þeirra hafa lyft þjóðinni efnalega. Hefbundnar nytjar eiga sér endimörk en hugvitið brýtur þann múr. Á því grundvallast starfsemi Ísteka og annarra fyrirtækja sem nýta frumauðlindir landsins í þekkingardrifinni framleiðslu. Í frumstarfsemi sinni, þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til að afla hráefnis, er Ísteka annt um dýravelferð. Fyrir um ári síðan komu upp aðstæður sem vörpuðu rýrð á orðspor fyrirtækisins. Mikið var þá ofsagt en um sumt mætti segja að gagnrýnendur hefðu komið fram í hlutverkinu „sá er vinur sem til vamms segir“, þó örugglega hafi það ekki verið ætlunin og voru hlutirnir þegar í stað færðir til betri vegar í góðu samstarfi við þá sem besta þekkingu hafa á hinum ýmsu sviðum sem málið varðar. Hert hefur verið á gæðakröfum, gæðastaðlar yfirfarnir og gefin út ný útgáfa gæðahandbókar, svo nokkuð sé nefnt. Minni framleiðsla í ár Óhagræðið sem af málinu hlaust er umtalsvert. Þannig er til að mynda magnið sem safnaðist af blóði í ár rétt um fjórðungi minna en árið áður með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur, fyrirtækið og þjóðarbúið. Starfsstöðvar voru 90 í ár en tæplega 120 í fyrra. Heildarfjöldi hryssna í blóðtöku var 4.779 hryssur og fyljuðust 86,6% þeirra og urðu þar með tækar í blóðsöfnun, þ.e. 4.141 hryssa. Að vísu reyndust þær hryssur sem einungis var tekið blóð úr einu sinni vera 3,3% af heildarfjöldanum. Þær eru að uppistöðu til geldar og fer því nærri að meðalfrjósemin sé 83,3%. Það er vel yfir meðaltali stofnsins en rannsókn frá því snemma á níunda áratugnum gaf meðalfyljun upp á 82,05%. Seinni tíma rannsóknir hafa svo leitt í ljós tölur innan við 70%. Minnkaða frjósemi má rekja til margháttaðra þátta sem flestir tengjast breyttu hrossahaldi og kröfuharðari ræktunarbúskap. Hryssur eru iðulega fluttar um langan veg til vænlegustu hestanna að talið er fyrir hverja og eina þeirra en þeir eru um leið undir meira álagi þar sem margar hryssur eru hjá hverjum og einum, kappsöm þjálfun og sýningaálag getur og dregið úr frjóseminni. Hvernig almennt séð er haldið um frjósemisþáttinn hjá hryssum í blóðnytjunum sem er vissulega lykilþáttur upp á blóðsöfnunina er mun nær því sem almennt gerðist áður fyrr, s.s. á þeim tíma sem fyrri rannsóknin var gerð. Í þessu eins og fleiri þáttum, s.s. almennu heilsufari og þroska folalda, koma blóðnytjarnar vel út. Mikil hækkun afurðaverðs til bænda Fyrirtækið hefur einsett sér að snúa við þeirri þróun í minnkaðri framleiðslu sem lýst var hér að ofan. Nýtt greiðslukerfi var sett upp þannig að vægi þeirra hryssna í hjörðinni sem best gáfu af sér var aukið en sýnt þótti að þessi aðgerð myndi geta skilað bændum fjórðungshækkun í afurðaverði til jafnaðar. Að auki var grunntaxti blóðeiningar hækkaður um 8%. Þetta gekk eftir því andvirði blóðs fór hjá meðalgóðri framleiðsluhryssu úr kr. 70.000 í kr. 95.000, sem þýðir að afurðaverðið hefur hækkað um 35,7% til jafnaðar. Til viðbótar sýna tölur ársins að hlutdeild afurðahæstu hryssnanna sem gefa blóð í sjö og jafnvel átta skipti hefur aukist. Það er því framþróun í stóðum bænda hvað framleiðslueiginleikann varðar sem er augljóslega arfbundinn. Það sést glöggt á því að í stóði Ísteka, sem telur 280 hryssur, eða tæp 6% af heildarfjölda hryssnanna, hefur verið framkvæmt markvisst úrval á grunni þessa framleiðsluþáttar síðustu sjö ár og hefur það ásamt því að gæta þess vel að hafa stóðhópana litla (um 15 hryssur hjá hverjum hesti) og enn færri hjá óreyndum, gefið fjórðungsaukningu í afurðum. Þingmenn verða að kynna sér málin áður en þeir láta til skarar skríða Það er að mati Ísteka ekki vafi á því að meginástæða ákveðins brottfalls sem varð meðal bænda og dýralækna í ár sé sú ómálefnalega og ómaklega herferð sem átt hefur sér stað meðal ákveðins hóps erlendra aðila og nokkurra þingmanna á Alþingi sem beint hafa spjótum sínum mjög harkalega gegn fyrirtækinu undanfarin misseri. Þrátt fyrir að Ísteka hafi lagt sig fram um að útskýra aftur og aftur hvernig málum sé háttað og haldið öllum staðreyndum til haga hélt óhróðurinn áfram – og er enn til umfjöllunar á Alþingi. Umfjöllun fjölmiðla hefur mikið til verið einhliða, með undantekningum þó, sbr. mjög faglega og ítarlega fréttaskýringu Bændablaðsins 25. ágúst sl. Fyrirtækið er að sjálfsögðu opið fyrir samræðum við blaða- og fréttamenn og má sem dæmi nefna að orðið var við óskum fulltrúa erlends fjölmiðils að fá að vera viðstaddir blóðtökur í sumar. Miðillinn hefur þegar birt þá úttekt sína og hefur hún birst víða um heim að undanförnu. Ísteka hefur almennt ekki verið í sviðsljósi fjölmiðla á starfstíma sínum. Það er því skiljanlegt að heilt yfir sé fólk, þingmenn þar á meðal, ekki vel upplýstir um eðli starfseminnar. Þó verður að gera þá kröfu til þingmanna að þeir kynni sér vel allar hliðar máls áður en þeir láta til skarar skríða og hefðu þingmenn Flokks fólksins betur gert það áður en þeir lögðu frumvarp sitt fram að nýju. Kristinn Hugason, samskiptastjóri Ísteka. Kristinn Hugason. Hryssa í blóðtöku. Myndir / Óli Már Um árabil hefur staða greinarinnar verið bágborin og viðvörunar- ljósin blikkað vegna bágrar afkomu sauð- fjárbænda. Staðan hefur að ein hverju leyti batnað í ár með verðleið- réttingum til bænda, þó er ljóst að leiðrétting haustsins dugir naumlega til að takast á við aukinn kostnað bænda sem enn fer vaxandi. Sauðfjárframleiðslan dregst nú hratt saman, ef ekki á að verða hrun þarf að spyrna við fæti og velta við hverjum steini í því að bæta stöðu greinarinnar. Markaðssetning til neytenda Öllum sem stunda sölu á vöru og þjónustu til neytenda er ljóst mikilvægi þess að minna á sig og sínar vörur, halda á lofti gæðum og sérstöðu. Afurðastöðvar í kjöti sinna sumar ágætri almennri markaðssetningu, en betur má ef duga skal. Greinin á tækifæri til úrbóta með því að hlusta á kröfur nútímans og horfa til öflugra skilaboða til neytenda. Sinna fleiri staðsetningum á markaði en einungis þeirrar þar sem lægst verð fæst. Það eru tækifæri í lengri slátrunar- og ferskvörutíma, og að miðla öllu því sem eykur virði vörunnar. Neytendur eru margir tilbúnir að greiða meira fyrir fullvissu um að óskum um upplýsingar sé mætt og vel sé valið. Til að ná mannsæmandi kjörum fyrir sauðfjárbændur, sem er eina leiðin til að viðhalda vilja til framleiðslu, þarf að nýta alla aðgreinandi þætti greinarinnar. T.d. að íslenskt lambakjöt er eina íslenska matvaran með upprunavottun og sauðfjárrækt eina íslenska búgreinin sem hefur bannað notkun erfðabreytts fóðurs. Miðlun þessa skapar aukið virði hvers kyns afurða á öllum öðrum mörkuðum! Með notkun upprunamerkis íslensks lambakjöts og aðgreiningu með vísan í fullar upprunamerkingar er hægt að nýta tækifærin sem bjóðast. Tækifæri sem fljóta fram hjá verði verklagið áfram það sama og menn hafa vanist. Tækifæri • Aukin upplýsingagjöf og neytendamarkaðssetning • Upprunamerkingar • Neytendur eru með bændum í liði • Íslenskt lambakjöt er hágæða afurð • Innanlandsmarkaður að mt. neyslu ferðamanna • Framleiðslujafnvægi er náð • Fæðuöryggi er á dagskrá • Meirihluti neytenda velur íslenskt Ógnanir • Aðgreiningu vantar • Of lágt verð til bænda • Of lágt útsöluverð • Upprunamerkingar vantar • Of skammur ferskvörutími • Innflutningur Raunvirði lambakjöts er hærra en við eigum að venjast Þegar horft er til nágrannalandanna og verðmunar á milli kjöttegunda, er ljóst að raunvirði lambakjöts er mun hærra en íslenskir neytendur eiga að venjast, og þarf að hækka eigi greinin að geta þjónustað markaðinn. Það getur verið sársaukafullt fyrir neytendur að ganga í gegnum nauðsynlega breytingu því sjaldnast er fólk tilbúið að borga meira fyrir vöruna, nema breytingin sé vel rökstudd og miðlað af þeim sem bera ábyrgð á markaðssetningu og sölu. En það er einungis á Íslandi sem lambakjöt hefur keppt í verði við hvíta kjötið samkvæmt úreltri aðferðafræði. Sú verðsamkeppni getur ekki gagnast bændum í neinni kjötgreinanna, en himinn og haf er á milli framleiðni og framleiðsluhraða greinanna auk fjölmargra annarra aðgreinandi þátta. Innflutningur á lambakjöti Á innanlandsmarkaði er nú á ný boðið upp á innflutt lambakjöt og hafa fjögur fyrirtæki aflað sér tollkvóta upp á 345 tonn á árinu. Innflutningur er samkvæmt hagstofutölum fyrstu 9 mánuði ársins einungis 6,5 tonn, svo búast má við að innflutningur aukist fljótlega. Hverjir kaupa svo vöruna og selja neytendum? Hingað til a.m.k. ekki fyrirtæki sem auglýsa það að lambið sé innflutt og er rík ástæða til að benda neytendum á að spyrja ávallt um upprunann. Hvar sem varan er borin á borð, í verslun, á veitingahúsi eða í mötuneyti. Eftirfarandi fyrirtæki hafa fjárfest í tollkvóta upp á 345 tonn árið 2022. • Stjörnugrís - 281 tonn • Ekran, heildverslun - 40 tonn • Innnes, heildverslun - 20 tonn • Samkaup - 4 tonn Yfirgnæfandi meirihluti neytenda kýs íslenskar matvörur sé þess nokkur kostur og margir eru tilbúnir að greiða meira fyrir upprunamerktar íslenskar afurðir. Svörum kallinu! Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Hafliði Halldórsson. Trausti Hjálmarsson. Markaðsstaða íslensks lambakjöts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.