Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 LÍF&STARF V ið skulum aðeins dvelja lengur með orðhögum hagyrðingum úr Norður-Þingeyjarsýslu sem áttu vísur í síðasta vísnaþætti. Jón Guðmundsson, hreppsstjóri í Garði í Þistilfirði (f.1883) orti þessa víðkunnu vísu á vormorgni yfir sauðburðartímann: Vorsins ómar ymja dátt, árdags geislar skína, himindjúpið heiði-blátt heillar sálu mína. Stundu síðar sér Jón nýborna á gráu hrútlambi, og breytir þá seinniparti vísunnar að ofan: Tittlingslambið tussu grátt tottar mömmu sína. Þessi vísa Jóns í Garði er einnig þjóðkunn: Fjörðinn kæra fegra bæði fjöll og skógarnir. En þar er saur á silkiklæði satans mennirnir. Og nokkur broddur er líka í þessari vísu Jóns: Það er svo með suma þá sem að þykjast góðir, þegar reynir eitthvað á eru þar tómir sjóðir. Svofellda vetrarkveðju orti Steingrímur Baldvinsson í Nesi Aðaldal: Veturinn fór sem fleiri á fyllirí um áramót, sofnaði störfum sínum frá, síðan gránaði varla í rót. Vaknaði upp við vondan draum viku eftir sumarmál, samviskubitin sál hans aum og sá þá komna gróðurnál. Ók hann sér og ennið strauk, augun néri, vorið hló. Í norðrið þá hann reiður rauk og ruddi úr sér krapasnjó. Kristján frá Djúpalæk orti ögn niðurdreginn: Andagift mín er orðin tóm, ég ýmist græt eða hlæ. Lífið er eins og lítið blóm, sem lifnar og deyr í maí. Eftir Ágúst Sigfússon í Kálfárdal er þessi lipra hringhenda: Háðs með glósur gjálífur græðir ei hrós til muna, kvæðabósi kjaftyrtur komdu í ljósbirtuna. Ágúst kemur sem oft áður að Blöndu sem var á veikum ísi: Við það önd mín verður smeyk, að valda gröndum kynni. Ísaböndin eru veik enn á Blöndu minni. Dýrmundur Ólafsson póstmaður orti þegar samkomulag lá fyrir í kjaradeilu BSRB og fjármálaráðherra sem þá mun hafa verið Magnús frá Mel.(1970–1971): Dómnefndin hún dugði vel, deiluna fékk hún leysta, en það er eins og míga í mel Magnúsi að treysta. Jóhannes S. Kjarval orti að mildum morgni næstu tvær vísur: Sígur rökkur af syfjustráum, sendist fákur um veg- bæirnir sjást með burstum háum, nú brosir landið og ég. Hátt við sólar æsku átt elds hjá ljósastökum, geislamóðir gengur hátt gulls á fjallabökum. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com 309MÆLT AF MUNNI FRAMFrá haga í maga: Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið – Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi völdu naut og kynntust öllu ferlinu Íslenskt gæðanaut, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, bauð nýverið tilvonandi matreiðslumeisturum í Hótel- og veitingaskóla MK í heimsókn í sveitina með það fyrir augum að kynna þau fyrir íslenskri matvælaframleiðslu. Hluti af því var verkefni þar sem nemendur fóru á Nýjabæ undir Eyjafjöllum og völdu naut til slátrunar. Skólafólkið heimsótti Sláturhúsið á Hellu hvert gripurinn fór og kynnti sér starfsemina þar, enda mikilvægt fyrir matreiðslufólk að þekkja ferli matvælanna í þaula. Þá komu þau einnig við hjá fyrirtækinu Hreppamjólk og fengu kynningu á starfseminni þar. Þessi kjötskrokkur var tekinn í aðstöðu Hótel- og matvælaskólans í MK þar sem lærisveinarnir fullverkuðu kjötið. Lokapunktur verkefnisins var verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu þar sem boðið var í fjölréttaðan kvöldverð. /ÁL Nemendahópur skoðar nautaeldi á Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Jón Örn Ólafsson bóndi útskýrir hvernig búskapurinn fer fram. Mynd / Odd Stefán Ægir Friðriksson, kennari í matreiðslu, fylgdi nemendum sínum á Nýjabæ. Mynd / Odd Stefán Nemendur í skoðunarferð í sláturhúsinu á Hellu þar sem þau læra um ferli kjötsins þar. Mynd / Odd Stefán Farvegur mjólkurafurða var einnig skoðaður. Hér eru nemendur í skoðunarferð í fjósinu á Gunnbjarnarholti þaðan sem Hreppamjólk kemur. Arnar Bjarni Eiríksson bóndi leiðir veginn. Mynd / Odd Stefán Nemendur MK matreiða nautakjöt eftir að hafa verkað og skorið skrokkinn sjálf. Ægir Friðriksson og Hinrik Carl Ellertsson, kennarar við Hótel- og matvælaskólann. Mynd / ÁL Nemendahópur í eldhúsinu í Menntaskólanum í Kópavogi. Mynd / ÁL Höskuldur Sæmundsson, sem fer fyrir markaðsmálum nautgripabænda innan BÍ, fær steik. Mynd / ÁL Ungur nemur, gamall temur. Framreiðslunemar læra að flambera steik. Mynd / ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.