Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 FRÉTTIR Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) boðar til fræðslu- og umræðufunda um áburðarmál víðs vegar um landið á næstu dögum. Stað- og tímasetningar ásamt skráningarformi fyrir fundina eru aðgengilegar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvarinnar, rml.is, en fyrsti fundur fer fram 22. nóvember. Á fundunum verður rætt um efnasamsetningu tegunda af tilbúnum áburði, helstu næringarefni í áburði og áhrif þeirra á magn og gæði uppskeru. Rætt um búfjáráburð og þætti sem hafa áhrif á nýtingu hans og aðra lífræna áburðargjafa eða jarðvegsbætandi efni. Rætt verður um þætti tengda jarðvegi og fleiru sem hafa áhrif á nýtingu áburðar s.s. vatnsbúskap og sýrustig jarðvegs. Farið verður yfir niðurstöður heyefnagreininga og hvernig nýta megi þær við val á áburði, að því er fram kemur í tilkynningu. Bændur eru hvattir til að skrá sig á fundina á rml.is. /ghp Fundað um áburðarmál Greiddu 465 milljónir kr. Í lok október greiddi matvæla- ráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á þessu ári. Greiðslurnar eru í samræmi við tillögur Spretthópsins, sem var settur á laggirnar í júní síðastliðnum til að bregðast við alvarlegri stöðu landbúnaðarins á Íslandi – til að mynda í kjölfar mikilla verðhækkana á aðföngum bænda. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er álagið reiknað út frá umsóknum þessa árs og er tíu prósentum af heildarupphæð álagsins, sem er 517 milljónir króna, haldið eftir þar til uppgjör á úttektum umsókna er lokið í desember. Alls sóttu 1.574 um landgreiðslur fyrir þetta ár, en 1.007 sóttu um jarðræktarstyrki. Skiptast greiðslur þannig að 259 milljónir króna verða greiddar sem jarðræktarálag og 258 milljónir króna sem álag á landgreiðslur. Næstu álagsgreiðslur nú í nóvember Næstu álagsgreiðslur eru áætlaðar nú í nóvember, þegar 75 prósenta álag á nautakjötsframleiðslu verður greitt út, eða alls 41 milljón fyrir tímabilið október til desember. Síðan í febrúar á næsta ári þegar 25 prósenta álag í garðyrkju verður greitt út – alls 101 milljón króna – og er þriðja álagsgreiðsla á nautakjötsframleiðslu vegna framleiðslu á tímabilinu október til desember, einnig 41 milljón. Í febrúar 2023 verður einnig uppgjör álags á gæðastýringu í sauðfjárrækt, samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar. Þá lagði Spretthópurinn til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum, en áætlað er að umsóknarferlið vegna þessara stuðningsgreiðslna fari fram snemma árs 2023. /smh Greiðslurnar eru í samræmi við tillögur Spretthópsins. Við úthlutun á WTO- tollkvótum í sumar fengu fjögur innflutningsfyrirtæki samtals 345 þúsund kílóa kinda- eða geitakjötskvóta úthlutað. Langstærstan hluta hans fékk Stjörnugrís, eða 281 þúsund kíló. Síðan hafa einungis 557 kíló verið flutt inn og Stjörnugrís ekkert enn þá. Í aðsendri grein í blaðinu í dag skrifa þeir Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, og Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, um markaðsstöðu og -horfur fyrir íslenskt lambakjöt. Þar kemur fram að eina íslenska matvaran með upprunavottun sé íslenskt lambakjöt. Ómerktur uppruni lambakjöts Þeir vekja athygli á því að vegna þess hversu lítið hefur verið flutt inn á þessu ári megi búast við að innflutningur aukist fljótlega. Þeir segja að innflutningsfyrirtækin hafi hingað til ekki auglýst að um innflutt lambakjöt sé að ræða og benda neytendum á að spyrja ávallt um uppruna lambakjötsins sem þeir kaupa. Geir Gunnar Geirsson, forstjóri Stjörnugríss, segir að enginn innflutningur hafi átt sér stað frá því að þeim var úthlutaður þessi kvóti. Hann segir að innflutningurinn verði í litlu magni ef fyrirtækið ætli að nýta sér innflutningskvótann – en þá líklega frá Spáni eða Nýja- Sjálandi. Takmarkaður áhugi sé á innflutningi á lambakjöti enn sem komið er. Selt til veitingahúsa og í kjötvinnslur Geir telur að erlenda kindakjötið sé ekkert mikið ódýrara en það íslenska, það sem verði mögulega flutt inn fari til veitingahúsa og í kjötvinnslur, rétt eins og aðrar kjötvörur sem fluttar eru inn. Úthlutunin síðasta sumar gildir fyrir tímabilið 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum á meðalverðinu ein króna á kílóið. /smh Innflutningur á kindakjöti: Lítill hluti kvótans verið nýttur – Stjörnugrís með langstærstan hluta af innflutningskvótanum Haust tilboð: Eigum til á lager, eina JANSEN AGF-180 Ruddasláttuvél á armi. Fullt verð : Kr. 773,338 m.vsk. Eða Kr. 623,660 án vsk. Tilboðsverð Kr. 696,004 m.vsk. eða Kr. 561,294 án vsk. Svansson ehf, Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður Sími: 697-4900 sala@svansson.is AGF-180 Háskóli Íslands og Atmonia: Tæknin verður fyrst sinnar tegundar í heiminum – Umhverfisvæn framleiðsla á ammóníaki til notkunar sem eldsneyti eða áburður Nýsköpunarfyrirtækið Atmonia hefur á undanförnum árum unnið að þróun á tækjabúnaði t i l u m h v e r f i s v æ n n a r áburðarframleiðslu. Fyrirtækið tilkynnti fyrir skemmstu um evrópskt samstarfsverkefni, stýrt af Háskóla Íslands sem hófst 1.nóvember síðastliðinn með það að markmiði að hanna og þróa rafgreiningarbúnað sem framleiðir ammóníak í vökvaformi, sem nýta má sem eldsneyti eða áburð. Helga Dögg Flosadóttir, rannsóknarstjóri Atmonia, segir samstarfsverkefnið mikilvægt áframhald af störfum fyrirtækisins fram til þessa. Hún segir að endanleg stærð á vörunni, sem verður markaðssett í kjölfar verkefnisins, sé enn í vöruþróun en stefnan sé sett á kerfi á stærð við flutningsgám sem hentar vel með sjálfbærum orkugjöfum eins og til dæmis vindmyllum. Mestu áskoranir í orku- og loftslagsmálum Fimm aðrar stofnanir og fyrirtæki eru einnig þátttakendur í verkefninu sem heitir VERGE. Það er fjármagnað af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon Europe, sem styður við auknar rannsóknir á mestu áskorunum samtímans í Evrópu, meðal annars í orku- og loftslagsmálum. VERGE verkefnið er beint framhald af þeim verkefnum sem Atmonia hefur unnið að undanfarin ár. Áður hefur hér í blaðinu verið fjallað um tækjabúnaðinn og framleiðsluferlana sem Atmonia vinnur að, meðal annars búnað sem ætlaður er fyrir bændur til nota heima á bæjum. Sú tækni og búnaður verður áfram í þróun samhliða þessu verkefni. VERGE styrkurinn er að sögn Helgu upp á ríflega 3,2 miljónir evra og deilist á milli samstarfsaðilanna. Hann nýtist að fullu við þróunina á þessu nýja ferli. Verkefnið sjálft er til þriggja ára og í lok þess er stefnt á að sýna fram á framleiðslu ammóníaks í vökvaformi með rafefnafræðilegu ferli í rannsóknarstofu. Tæknin sem þróuð er í verkefninu, verður fyrsta sinnar tegundar í heiminum og felst í rafefnafræðilegu ferli til framleiðslu ammóníaks, úr sjálfbæru rafmagni. Möguleikinn til að framleiða sjálfbært ammóníak beint úr sjálfbærum orkuauðlindum mun hafa jákvæð áhrif á heimsvísu. Í dag fer framleiðslan að langmestu leyti fram á iðnaðarskala með óumhverfisvænum hætti og ber því ábyrgð á einu prósenti af losun gróðurhúsalofttegunda heimsbyggðarinnar. Þar að auki er ammóníak nú talið eitt vænlegasta kolefnislausa rafeldsneytistegundin, sem þekkt er til nota við skipaflutninga og aðrar siglingar. Hægt er að draga úr losun sem nemur þremur prósentum af heildarlosun heimsins með því að nýta í stað þess ammóníak framleitt á umhverfisvænan máta, sem eldsneyti. Talið er að VERGE-tæknin muni á þennan hátt hafa mikil áhrif og flýta fyrir kolefnisjöfnun í Evrópu fyrir 2050. Viðurkenning á gæðum rannsóknarstarfa Atmonia „Við höfum með með þessu verkefni fengið viðurkenningu Evrópuráðs – og sérfræðinga þeirra – á mikilvægi verkefnisins og gæðum okkar rannsóknastarfa. Atmonia og Háskóli Íslands setja sig hér í fremstu röð nýsköpunar og vísindanna á sviði rafefnafræðilegrar framleiðslu ammóníaks,“ segir Helga. Hún bætir við að með verkefninu komi fjármagn til landsins sem styrki verkefnið veglega næstu þrjú árin, þar að auki sterkir samstarfsaðilar og sérfræðingar frá fyrirtækjum og stofnunum sem munu auka veg verkefnisins, bæði í þróun og markaðssetningu. /smh Skýringarmyndin sýnir hvernig ferli framleiðslunnar á fljótandi ammóníaki á sér stað. Myndir / Aðsendar Helga Dögg Flosadóttir fer fyrir tilraunateymi Atmonia. Íslenskar lærisneiðar. Íslenskt lambakjöt er eina íslenska matvaran með upprunavottun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.