Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 LÍF&STARF Mynd sem birtist í Vísi 19. janúar 1980 og sýnir atvikið þegar Jón Árni þurfti að bjarga Land Rover jeppa upp úr á við Jökulgil. Mynd / Timarit.is Jörðin og við: Búsæld við borgarmörkin Dóra Sigrún Gunnarsdóttir og Helgi Aðalsteinn Guðbrandsson, Hækingsdal, sem reka stærsta kindabúið í Kjósinni, auk Hafbergs Þórissonar garðyrkjumanns. Myndir / Aðsendar Það er ekki á hverjum degi sem bændasamtök ráðast í gerð heimildamyndar um starfsemi sína en það hefur Búnaðarsamband Kjalnesinga gert. Samtökin fagna 110 ára afmæli á árinu og þótti við hæfi að minnast þessara tímamóta á þennan hátt. Valdimar Leifsson kvikmynda- gerðarmaður var fenginn til samstarfs og verður myndin Jörðin og við – búsæld við borgarmörkin frumsýnd í Bíó Paradís 19. nóvember. Sýning fyrir almenning verður 20. nóvember klukkan 16.40. Innsýn í líf bænda Í myndinni Jörðin og við – búsæld við borgarmörkin er stuttlega spönnuð saga Búnaðarsambands Kjalarnesþings frá upphafi til dagsins í dag. Þar sjáum við að mikill hugur er í ungu fólki að starfa við landbúnað til framtíðar, fáum innsýn í líf bænda sem stunda fjárbúskap, jafnvel í Reykjavík, nautgriparækt, hrossarækt, fuglarækt, svínarækt, minkarækt og æðafuglarækt, sem og ræktun matjurta á gamla mátann og gróðurhúsarækt þar sem mannshöndin kemur varla nærri. Jafnframt eru rifjaðir upp gamlir tímar, með brotum úr gömlum íslenskum myndum, sem sýna þá gjörbyltingu sem átt hefur sér stað í landbúnaði á Íslandi á ekki lengri tíma en einni öld. Um framleiðslu myndarinnar sá Lífsmynd kvikmyndagerð ehf. Viðtöl og frásagnir Valdimar segir að myndin sé byggð upp á þann hátt að í viðtölum segi bændur sem til þekkja frá því hvernig framfarir áttu sér stað við stofnun búnaðarsambanda í landinu. „Í samböndunum var lögð áhersla á fræðslustörf og samvinnu sem gerði bændum kleift að kaupa tækjabúnað sem kom í stað handverkfæra og vinnubragða sem notast hafði verið við um aldir. Á sama tíma er íbúum landsins að fjölga og þeir eru að flytjast úr sveit í borg, þannig að í auknum mæli þurfa landsmenn nú að geta keypt sínar nauðsynjavörur. Þessum hluta sögunnar er í myndinni meðal annars lýst með brotum úr gömlum, íslenskum kvikmyndum.“ Matarauður Íslands Umræðan um mataröryggi í heiminum er hávær um þessar mundir og áleitin spurningin um stöðuna á Íslandi ef við þyrftum alfarið að treysta á að fá matföng annars staðar frá. Almennur skilningur á mikilvægi íslensks landbúnaðar leikur þar stórt hlutverk og myndin leggur þar væntanlega sitt af mörkum. Einnig hvernig landbúnaðarafurðir þurfa að þróast í takt við eftirspurn og áherslur. Ísland telst nú fjölmenningarland og við því er brugðist á margan máta. Matarvenjur landsmanna hafa einnig verið að breytast, ekki síst vegna ferðalaga til útlanda, og það endurspeglast í úrvali matvörunnar. Körfukjúklingur með kokteilsósu Að sögn Valdimars var hann búin að gleyma því að snemma á síðustu öld vildi ekki nokkur maður leggja sér fuglakjöt til munns og í myndinni er sagt frá konu einni sem lagði það til jafns á við að borða hund eða kött. „En núna er öldin svo sannarlega önnur því sala fuglakjöts hefur um árabil farið langt fram úr sölu lambakjöts. Segja má að umskiptin hafi orðið þegar farið var að selja körfukjúkling með frönskum og kokteilsósu.“ Ekki spillir að fuglaræktendum á Íslandi hefur að að mestu tekist að losna við þær erfiðu bakteríur sem nágrannalöndin eru að glíma við í sinni fuglarækt þannig að neytendur á Íslandi ganga að heilnæmri matvöru vísri. /VH RANNSÓKNIR Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Kjarnfóðurgjöf holdanauta athuguð R á ð g j a f a r - mið stöð land- b ú n a ð a r i n s (RML) er að hefja athugun á kjarnfóðurgjöf við ræktun holdanauta. Ditte Clausen, ráðunautur hjá RML, segir að markmið verkefnisins sé að varpa ljósi á hvað sé hægt að gefa lítið kjarnfóður, en ná samt góðri flokkun og heppilegum vaxtarhraða. Athugunin fer fram í Hofstaðaseli í Skagafirði í samstarfi við Bessa Frey Vésteinsson bónda. Athuguninni er ætlað að varpa betra ljósi á það hversu lítið kjarnfóður bændur geta gefið, án þess að það verði óhagkvæmt. Veigamikið atriði í ræktun holdanauta er tíminn sem fer í að ná sláturþyngd. Því er oft ákjósanlegast að gefa meira kjarnfóður, þar sem það leiðir yfirleitt til skemmri vaxtartíma. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að því lengur sem gripur er á húsi, því dýrari er ræktunin á honum. Langur vaxtartími minnkar veltu gripa á búinu og eftir að nautin hafa náð ákveðnum aldri nýtist fóðrið ver til vaxtar. Með athuguninni vonast RML til að geta gert fóðuráætlanir þar sem hægt er að stilla af magn kjarnfóðurs með tilliti til grófóðurgæða og hversu mikinn tíma er hægt að gefa gripunum í vöxt á hverju búi. 108 kálfar í sex hópum Fyrstu kálfarnir verða teknir á hús núna og tekur minnst tvær vikur að koma öllum hópnum inn. Þeir hafa verið í haga með móður sinni – þeir elstu frá því í apríl, en þeir yngstu síðan í ágúst. Allir kálfarnir sem taka þátt í athuguninni eru blendingar af holdanautakyni og því enginn arfhreinn af íslenska mjólkurkúakyninu. Kálfarnir verða vigtaðir þegar þeir eru teknir inn og fráfæruþunginn skrásettur. Þegar öllum kálfunum hefur verið komið fyrir, er hópurinn vigtaður á ný og verður sá þungi hinn eiginlegi upphafsþungi rannsóknarinnar. Samtals eru 108 kálfar í athuguninni sem flokkaðir eru í þrjá hópa eftir því hversu mikið kjarnfóður þeir fá. Þeir verða hafðir í sex stíum sem gefur möguleika á tveimur endurtekningum fyrir hverja meðferð. Sláturaldur ræðst af þunga Allir gripirnir verða vigtaðir mánaðarlega og verður miðað við að senda þá í sláturhús þegar þeir hafa náð nálægt 580 kílógrömmum á fæti, sem gefur um 300 kílógramma fallþunga. Athugunin miðar að því að kanna hversu langan tíma tekur fyrir gripina að ná þeim þunga. Talið er að hagkvæmast sé að ná þessari þyngd áður en nautin ná 18 mánuðum, en aldur íslenskra sláturgripa er að meðaltali tvö ár. Gróffóðrið í Hofstaðaseli er allt í heyrúllum. 15 heysýni hafa verið tekin sem eiga að gefa góða heildarmynd á heyforðann. Jafnframt mun Bessi taka regluleg sýni eftir að gróffóðrið hefur farið í gegnum fóðurblandarann og því hægt að sjá hvort að blandan stenst forsendur. Heilfóðurblandarinn gefur möguleika á að vigta hverja einustu gjöf. Mánaðarlega verður allt moðið vigtað og verður þá hægt að reikna út meðalát. Þegar Bændablaðið ræddi við Ditte var ekki komið á hreint hversu mikið kjarnfóður hver hópur fengi. Ef heysýnin koma sérlega vel út getur verið að einn hópurinn fái einungis gróffóður. Í þeim hópi sem mest verður gefið af kjarnfóðri verður það á bilinu 30-40%. Þar á milli verður einn hópur þar sem fóðurbætirinn verður nálægt 15-20% af þurrefnisáti. Heildarfóðrunin er mismunandi eftir aldri gripanna, en að meðaltali fá þeir fimm til níu kílógrömm þurrefnis á dag. Dagleg kjarnfóðurgjöf á hvern grip mun því ekki fara mikið yfir tvö til þrjú og hálft kílógramm. Samsetning fóðurbætisins er ekki endanlega ákveðin og fer það eftir aðgengi að góðu byggi. Við athugunina verður því annaðhvort notast við tilbúnar kjarnfóðurblöndur eða bygg – eða blöndu af hvort tveggja. Gætt verður að því að allir hóparnir fái eins fóðurbæti, þó magnið sé ekki það sama. Hægt að fylgjast með á Facebook Áhugasamir geta fylgst með verkefninu á samfélagsmiðlum, en stefnt er að því að stofna Facebook- hóp þegar verkefnið er komið í gang og verður það auglýst á heimasíðu RML. Þar verða birtar myndir og uppfærðar niðurstöður eftir því sem á líður. /ÁL Á Hofstaðaseli er að fara í gang athugun sem á að gefa skýrari mynd á hversu mikið kjarnfóður er rétt að gefa ungnautum. Mynd / Aðsend Ditte Clausen. Sláturfélag Suðurlands Fosshálsi 1, Reykjavík - 575 6070 buvorur@ss.is | www.buvorur.is Rúlluplastið sem bændur treysta Fyrir frekari upplýsingar um rúlluplast er hægt að nota QR-kóðan hér. Tenospin og Tenoplus rúlluplast - Hagstætt verð til áramóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.