Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Votlendissjóður í alþjóðlegu samhengi U m h v e r f i s - v e r ð l a u n Norður landa- ráðs voru veitt í Helsinki við hátíðlega athöfn í byrjun mánaðar. Norðurlanda- ráð veitir fimm verðlaun ár hvert: b ó k m e n n t a - verðlaun, kvik- myndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Votlendissjóðurinn var einn af fimm aðilum sem hlaut tilnefningu til umhverfisverðlaunanna í ár. Allar tilnefningar tengdar votlendi nema ein Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða. Þema verðlaunanna er mis- munandi frá ári til árs. Þema ársins er „Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins“. Votlendissjóðurinn samfagnar innilega vinningshöfum Umhverfis- verðlauna Norður landaráðs í ár. Það var sambærilegt verkefni á Álandseyjum sem vann en í bænum Mariehamn á Álandseyjum hefur endurheimt votlendi nálægt þéttbýli veirð gert að votlendisgarði sem gagnast í eflingu vatnsgæða, eykur líffræðilegan fjölbreytileika og er notað sem afþreyingarsvæði af íbúum Mariehamn. Þá má geta þess að öll tilnefndu verkefnin eru tengd endurheimt og viðhalda votlendi nema eitt sem kom frá Grænlandi. Þakklæti Við sem komum að rekstri Votlendissjóðs erum stolt af því að hafa hlotið þessa tilnefningu og vera sett í sama flokk og allir sem hana hlutu í ár og allra þeirra sem hlotið hafa tilnefningar ráðsins í gegnum árin. Þessi tilnefning er mikil viðurkenning fyrir sjóðinn og ekki síst fyrir frumkvöðulinn Eyþór Eðvarðsson og þá einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök sem tóku þátt í því að gera þessa hugmynd að veruleika. Þess má geta að bæði Landgræðslan og Landbúnaðarháskólinn eru meðal stofnaðila sjóðsins. Það er víst aldrei of oft sagt að Votlendissjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem er rekin á framlögum frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum, félaga- samtökum og einstaklingum. Sjóðurinn er ekki á neinn hátt fjármagnaður af ríkinu. Hjá sjóðnum starfar einn eintaklingur og stjórn sjóðsins er skipuð þverfaglegri og þversamfélagslegri stjórn og fulltrúar í henni þiggja ekki greiðslur né hlunnindi fyrir sín störf. Þátttaka í þverfaglegu samstarfi hér heima Votlendissjóðurinn hefur frá því í byrjun árs tekið þátt í þverfaglegri vinnu Loftslagsráðs og Staðlaráðs um ábyrga kolefnisjöfnun. Tilgangurinn er að stuðla að sammæli um aðferðir við mælingar og útgáfu kolefniseininga, miðlæga skráningu á útgáfu þeirra og sammæli um ábyrgar yfirlýsingar um kolefnisjöfnun á samkeppnismarkaði. Fulltrúar framleiðenda og kaupenda kolefniseininga ásamt fulltrúum frá stjórnvöldum og sérfræðingum í loftslagsmálum hafa tekið þátt í vinnunni. Ábyrg kolefnisjöfnun er grundvallarþáttur í heildstæðri loftslagsstefnu og hluti af vegferðinni að kolefnishlutleysi. Vottun kolefniseininga er talin ein helsta forsenda þess að hægt sé að nota þær á ábyrgan hátt til kolefnisjöfnunar; vottunarkerfið í heild þarf að vera óháð bæði seljendum og kaupendum og viðmiðin sem vottað er eftir þurfa að samræmast alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði. Unnið eftir viðurkenndum aðferðum Frá upphafi hefur Votlendis- sjóðurinn unnið með Land- græðslunni í sínum framkvæmdum. Landgræðslan mælir og metur allar fyrirhugaðar framkvæmdir. Að framkvæmdum loknum metur Landgræðslan árangurinn og færir í landsbókhald um stöðvun losunar. Sú vinna er unnin í samræmi við viðurkenndar aðferðir IPCC. (Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál) Stjórn Votlendissjóðs hefur frá áramótum unnið að því að skoða og meta stöðu sjóðsins gagnvart alþjóðlegri vottun á kolefniseiningum sem verða til við endurheimt votlendis á vegum Votlendissjóðs. Verkfræðistofan Efla hefur tekið þátt í þessari vinnu með sjóðnum og niðurstöður vinnunnar liggja núna fyrir og vinnan þannig komin á næsta stig hjá sjóðnum. Alþjóðleg vottun á næsta ári Ferlið er bæði dýrt fyrir einkarekinn sjóð og tekur tíma þrátt fyrir að undirbúningur sé þegar hafinn. Markmið vinnunnar er að innan fárra missera geti Votlendissjóður boðið íslenskum fyrirtækjum og fyrirtækjum á alþjóðamarkaði vottaðar einingar sem nota má til kolefnisjöfnunar eða til að minnka kolefnisspor viðkomandi. Fyrst og fremst vill sjóðurinn að kolefniseiningar hans séu virtar í alþjóðlegu umhverfi og fyllilega samkeppnishæfar á þeim markaði sem nú þróast hratt í aðgerðum þjóða heims til að stemma stigu við hlýnun loftslags. Jafnframt er sjóðurinn að svara kalli íslenskra fyrirtækja sem starfa á alþjóðamarkaði að geta fengið alþjóðlega vottaðar einingar. Kynntu þér starfsemi Votlendis- sjóðsins á www.votlendi.is. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Einar Bárðarson.. Hrossagaukur í votlendi. Mynd / Sigurjón Einarsson Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Næsta blað kemur út 1. desember Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Velferðarsjóð BÍ fyrir árið 2022 Umsóknarfrestur er til og með 31.desember 2022 Umsóknum skal skilað til bondi@bondi.is Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við félagsmenn Bændasamtaka Íslands er þeir verða fyrir meiriháttar áföllum í búrekstri sínum, s.s. vegna veikinda og slysa. Fyrirhugaðar eru breytingar á sjóðnum og hvetjum við því öll sem eiga rétt á að sækja í sjóðinn að gera það núna. Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum sjóðsins má finna á vef samtakanna. Velferðarsjóður Bændasamtaka Íslands Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Starfsmenntasjóð BÍ fyrir árið 2022 Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2022 Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Bændatorgið Markmið starfsmenntasjóðs er að efla frumkvæði bænda til að afla sér endur- og starfsmenntunar í þeim tilgangi að styrkja færni sína í að takast á við flóknari viðföng í búrekstri. Fyrirhugaðar eru breytingar á sjóðnum og hvetjum við því öll sem eiga rétt á að sækja í sjóðinn að gera það núna. Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum sjóðsins má finna á vef samtakanna. Starfsmenntasjóður Bændasamtaka Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.