Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Goðsögnin um fiskát Íslendinga Í alþjóðlegum samanburði, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) birtir á hverju ári og dreift er um víða veröld, eru Íslendingar sagðir langmestu fiskætur í heiminum. Neyslan á hvern íbúa sé rúm 90 kíló ári. Lauslega áætlað samsvarar það einni fiskmáltíð á dag árið um kring, hvorki meira né minna. Við Íslendingar erum alltaf dálítið upp með okkur þegar við skörum fram úr á alþjóðavettvangi í krafti höfðatölureglunnar,en hér er greinilega skotið hátt yfir markið. Samkvæmt nýlegri neyslukönnun á mataræði Íslendinga borðar hver þeirra rúmlega 16 kíló af fiski á ári en ekki rúm 90 kíló eins og FAO tölurnar gefa til kynna (nánar um neyslukönnunina síðar í greininni). Marklausar tölur Á meðfylgjandi korti má sjá neyslu sjávarafurða á hvern íbúa í Evrópu byggða á tölum FAO frá árinu 2018. Ísland langefst (92 kg), síðan Portúgal (57 kg), Noregur (51 kg) og Spánn (42 kg). Ef farið er út fyrir Evrópu eru íbúar Maldív-eyjar sagðir koma fast á hæla Íslendinga í fiskáti, en af stærri þjóðum eru íbúar Suður- Kóreu og Malasíu miklar fiskætur (57 kg), Japanir og Taílendingar (46 kg) og Indónesar (44 kg). Hvort eitthvað frekar er að marka tölur frá öðrum löndum en Íslandi er ekki gott að segja, en samkvæmt opinberum tölum í Noregi var neysla fisks og fiskafurða árið 2020 þar í landi 19,5 kg á hvert mannsbarn en ekki 51 kíló eins og FAO tölurnar segja. Hver er skýringin? Sú spurning vaknar hvers vegna FAO tölurnar eru svona langt frá raunveruleikanum, að minnsta kosti hvað viðkemur Noregi og Íslandi. Nærtækasta skýringin er sú að erfitt er að fá marktækar upplýsingar um hversu mikið af fiski, sem aflað er í hverju landi, fer til neyslu innanlands. Sumar þjóðir borða mest af sínum fiski sjálfar meðan aðrar, eins og Íslendingar, flytja mest af fiskinum út. Þá getur það flækt dæmið að margar þjóðir flytja fisk bæði inn og út. Einfaldasta leiðin er sjálfsagt að deila íbúafjöldanum upp í landaðan afla en það er augljóslega í flestum tilfellum uppskrift að kolrangri niðurstöðu. Hvers vegna FAO dælir út röngum upplýsingum ár eftir ár er svo hulin ráðgáta. Tölur Hagstofu Íslands Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig afla er ráðstafað eftir tegund vinnslu. Þar kemur fram að rúm 6.000 tonn hafi farið til innanlandsneyslu, þar af þorskur rúm 1.800 tonn og ýsa rúm 1.900 tonn. Athyglisvert er að magn þorsks hafði aukist um 900 tonn frá því fyrir tíu árum en magn ýsu hafði minnkað um 1.000 tonn á sama tíma. Þá hafði magn ufsa og löngu aukist úr nánast engu í 600 tonn í hvorri tegund á tímabilinu. Þessar tölur sýna að líkindum breytt neyslumynstur og þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. En hversu marktækar eru þessar upplýsingar í heild? Afli upp úr sjó Tölur Hagstofunnar miðast við afla upp úr sjó sem þýðir að þegar búið er að flaka fiskinn og matreiða hann á diskinn er þyngd fiskholdsins aðeins um helmingur af upprunalegri þyngd fisksins alls gróflega reiknað – sem sagt árleg innanlandsneysla er þá um 3.000 tonn af fiskholdi, ef Hagstofutölurnar eru umreiknaðar. Til samanburðar sýnir neyslu- könnunin áðurnefnda hins vegar að Íslendingar borði 6.000 tonn á ári af fiskmeti komið á diskinn en þá er reyndar meðtalið lax og bleikja sem ekki eru inni í tölum Hagstofunnar. NYTJAR HAFSINS Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Fiskneysla e�ir tegundum Ýsa og þorskur Lax og bleikja Annar fiskur Hertur fiskur Heimild: Neyslukönnun Landlæknis og Háskóla Íslands 2019-2021. Tölur FAO um fiskát þjóða í Evrópu. Mynd / FAO Ólíkar fisktegundri í fiskborði í íslenskri verslun. Mynd /GE Samkvæmt ný- legri neyslu- könnun á mataræði Íslendinga borðar hver þeirra rúmlega 16 kíló af fiski á ári en ekki rúm 90 kíló eins og FAO tölurnar gefa til kynna ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.