Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Pöddur, sjúkdómar og sveppir eru yfirleitt óvelkomnir gestir í garð- og skógrækt sem flestir vildu vera lausir við. Staðreyndin er aftur á móti sú að með hlýnandi loftslagi mun óværum af þessu tagi fjölga hér á landi á næstu árum og áratugum. Þetta var umræðuefnið á haustþingi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi sem haldið var fyrir skömmu. Á þinginu fjallaði Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur um sveppasjúkdóma í trjám og runnum, Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, ræddi um meindýr í skógrækt og garðrækt. Að lokum var Bryndís Björk Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með erindi um plöntuvarnarefni og aðrar varnir gegn meindýrum og sjúkdómum. Í næstu tölublöðum Bænda- blaðsins verður fjallað um hvert og eitt umfjöllunarefni málþingsins fyrir sig. Að þessu sinni er umfjöllunin sjúkdómar í trjágróðri, næst meindýr í skógrækt og görðum og að lokum um plöntuvarnarefni og aðrar varnir gegn meindýrum og sjúkdómum. Sjúkdómar fáir enn sem komið er Í tölu Halldórs Sverrissonar plöntusjúkdómafræðings kom fram að sjúkdómar á trjágróðri hér á landi eru fáir og fremur meinlitlir og að enn sem komið er stafi þeir allir af sveppum. Sem dæmi sagði Halldór að fúasveppir sem legðust á lifandi tré væru nánast óþekktir hér á landi en hann sagði einnig að sjúkdómunum hafi fjölgað verulega. Sjúkdómar í barrtrjám Í erindi sínu fór Halldór yfir helstu sjúkdóma sem er að finna í barr- og lauftrjám hér á landi og sagði að búast mætti við að þeir yrðu algengari á næstu árum. Alvarlegasti sjúkdómurinn sem leggst á grenitegundir hér er greniryð, Chrysomyxa abietis. Sjúkdómurinn leggst hér nær eingöngu á rauðgreni. Ryðið fannst fyrst sumarið 1999 á Vesturlandi en virðist hafa verið a.m.k. tveimur árum fyrr í Leirárreit. Nálar ársprotans verða gulleitar á haustin og ryðið brýst út úr þeim næsta sumar og sýkir þá nýja sprota ef veður er nægilega rakt. Brum- og greinaþurrkssveppur, Gremmeniella, er sjúkdómur sem hefur lagst mest á broddfuru hér en lítið á stafafuru og skógarfuru og virðast strandkvæmi af íslenskri stafafuru hafa töluverða mótstöðu gegn sveppnum. Sjúkdómurinn sem hann veldur kallast greinaþurrksýki og veldur sýkingum á ýmsum furutegundum á Norðurlöndunum og í Evrópu og hefur auk þess borist til Norður-Ameríku og Japans. Einkenni þessarar sveppasýkingar eru þau að nálar verða fyrst brúnar við blaðfestuna en visna alveg síðar. Sveppurinn kemst inn í tréð um sár á berki og vex síðan eftir berkinum og drepur hann og síðar einnig greinar og kemst stundum alla leið inn í stofninn þar sem átusár myndast. Lerkibarrfellisveppur, Meria laricis, er þekktur sjúkdómsvaldur erlendis en fyrst og fremst á ungplöntum í uppeldi þar sem hann veldur miklum afföllum. Sveppurinn sem sýkinni veldur fer inn um loftaugu nálarinnar, vex í nálinni og myndar síðan búnt af skautfrumum út um loftaugun þar sem hrúga af gróum myndast. Það er framendi nálarinnar sem fyrst visnar og verður brúnn, en skemmdirnar færast síðan inn eftir nálinni. Þegar sveppurinn hefur lagt undir sig alla nálina fellur hún af en sé innsti hluti hennar ósýktur lafir hún á. Nálar eru því að smá falla af trjánum fram eftir sumri. Nálar á sprotaendum sleppa hins vegar yfirleitt nema ef votviðri helst nokkuð samfellt lengi sumars. Sveppurinn lifir af veturinn í sýktum nálum, sérstaklega þeim sem hanga á trénu yfir veturinn, og gró frá þeim sýkja nálar á nýjan leik næsta vor og síðan koll af kolli. Lerkibarrfellisveppurinn fannst hér fyrst í sýnum frá Haukadal í Biskupstungum um mitt sumar 1999 og síðan þá hefur fundarstöðum fjölgað. Barrviðaráta, Phacidium coniferarum, er átusveppur sem fyrst var greindur hér árið 1969. Sjúkdómurinn hefur einnig verið nefndur douglas-áta og herjar á margar tegundir barrtrjáa. Einkenni eru oft aðeins þau að einstakar greinar visna um mitt sumar, jafnvel stundum aðeins ársprotinn. Í öðrum tilvikum étur sveppurinn sig inn í stofn trésins, annaðhvort frá hliðargrein eða frá toppi. Í slæmum tilvikum deyr allur efri hluti sýktra trjáa. Oft stöðvast átan þó áður en stórvægilegar skemmdir verða, tréð nær yfirhöndinni og sveppurinn deyr í sárinu. Barksár á stofni geta stundum verið lengi að lokast og leiðir það til þess að dældir koma í stofninn og rýra nýtingargildi hans. Lerkiátusveppur, Lachnellula willkommii, er vel þekktur sjúkdómsvaldur á lerki í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Sveppi af ættkvíslinni Lachnellula er hér víða að finna á dauðum og lifandi lerkiviði. Ýmsir telja að hér sé um mismunandi afbrigði lerkiátu að ræða, annars vegar sníkjuafbrigði sem lifir í berki lifandi greina og stofna, hins vegar meinlaust rotafbrigði sem leggst á dauðar greinar. Aðrir telja að um tvær tegundir sé að ræða. Sveppaldin lerkiátu eru skál- eða skífulaga, appelsínurauð með hvítu kögri í kring, 1 til 6 millimetrar í þvermál, og verða áberandi í votviðri. Í Danmörku og víðar hefur þessi sjúkdómur nánast komið í veg fyrir ræktun evrópulerkis og líklegt má telja að lerkiáta sé meginorsök dauða lerkilunda með síberíukvæmum á Suður- og Vesturlandi. Þinátusveppur, Phacidium balsamicola, er vel þekktur sjúkdómsvaldur á fjallaþini og balsamþini í Norður-Ameríku. Um er að ræða barkarsjúkdóm þar sem sveppurinn drepur börkinn og vaxtarlagið en fer ekki inn í viðinn. Sveppurinn getur drepið smágrein og vaxið út frá henni inn í stofn trésins og drepið börkinn og vaxtarlagið á bletti kringum hana Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Á FAGLEGUM NÓTUM Sjúkdómar í trjáplöntum – Óboðnir gestir í garðyrkju og trjárækt Gróhirslur lerkiátu. Líklegt er að lerkiáta sé meginorsök dauða lerkilunda með síberíukvæmum á Suður- og Vesturlandi. Myndir / Halldór Sverrisson Halldór Sverrisson plöntusjúk- dómafræðingur. Mynd / Einkasafn Lerkibarrfellir. Sveppurinn fannst hér fyrst í sýnum frá Haukadal í Biskupstungum um mitt sumar 1999 og síðan þá hefur fundarstöðum fjölgað. Guláta. Sveppur sem leggst einkum á gulvíði og brekkuvíði þar sem hann vex í berki ungra greina og drepur þær. Nornavendir, Taphrina betulina, orsakast af asksvepp sem lifir í sprotum og brumum birkitrjáa og veldur því að fjöldi smásprota myndast. Mynd /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.