Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 sjá miklar sveiflur á þessum lista og oftar en ekki voru mörg ný fyrirtæki á listanum og þá að sama skapi mörg sem hurfu af honum. Undanfarin ár hefur þessu ekki verið að skipta og nokkuð mikill stöðugleiki verið á meðal stærstu fyrirtækjanna. Þetta sýnir líklega vel að það er ekki auðvelt fyrir ný fyrirtæki að vaxa verulega vegna fyrirferðar annarra á markaðinum. Það sést líka vel þegar skoðaðar eru upplýsingar um samruna eða uppkaup á fyrirtækjum í afurðavinnslu mjólkur en oftast eru það þá stóru fyrirtækin sem kaupa upp þau smærri. Gott dæmi um það eru framangreind kaup Lactalis núna og í fyrra þegar það keypti Siggi‘s skyr. Lactalis hvergi hætt Þó svo að Lactalis hafi keypt ostavinnslu Kraft Heinz í Bandaríkjunum virðist fyrirtækið vera með mjög skýra stefnu varðandi uppkaup og vöxt enda hefur það einnig eignast á árinu smærri afurðafyrirtæki í Ítalíu, Þýskalandi, Úkraínu og Ástralíu. Verður fróðlegt að fylgjast með frekari vexti þess á komandi árum. Annað fyrirtæki hefur einnig verið umsvifamikið í uppkaupum en það er hið kínverska Yili sem jók veltuna um 31,7% á milli ára með uppkaupum á hollenska Ausnutria, sem er sérhæft í vinnslu á mjólkurdufti fyrir ungbörn. Eftir þessi kaup er Yili að vísu enn í fimmta sæti listans en hefur snarminnkað bilið í næsta fyrirtæki og kæmi ekki á óvart að Yili hefði sætaskipti við eitt eða jafnvel tvö fyrirtæki þegar Rabobank birtir næst lista að ári liðnu. Afurðir unnar úr plöntum hluti vöruúrvalsins Undanfarin ár hafa flest afurðafyrirtæki í mjólkuriðnaði fetað sig inn á framleiðslu á vörum sem ekki eru unnar úr mjólk heldur úr plöntuafurðum. Fyrir vikið segja skýrsluhöfundar Rabobank að það sé orðið erfitt í dag að áætla mjólkurtengda veltu fyrirtækjanna á listanum. Á það er þó bent að aukning í sölu á vörum, sem unnar eru úr plöntum, sé mun minni en aukning í sölu mjólkurafurða og vegi því ekki mjög þungt í ársuppgjöri þessara 20 stærstu fyrirtækja heims í mjólkuriðnaði. Flest þeirra bjóði þó í dag upp á valkosti sem byggja á plöntuafurðum. Horft í árið 2022 Í lokaorðum skýrslunnar horfa höfundar til ársins í ár, en skýrslan er byggð á veltutölum fyrir árið 2021. Þar telja þeir sig sjá margt bæði gott og síður gott. Þannig sé verð á afurðum nú um stundir mjög hátt í flestum löndum heimsins og fátt bendi til þess að það sé á niðurleið á árinu. Þá séu flest fyrirtækin með skýra stefnu varðandi umhverfismál og markmið varðandi sótspor, sem gagnist þeim í markaðsmálum. Á móti kemur að stríðið í Úkraínu, ásamt eftirstöðvum heimsfaraldursins, hafi haft mikil áhrif á heimsviðskiptin og verðbólgu ásamt því að gengi á evru gagnvart dollar hafi breyst töluvert undanfarið. Allt þetta gæti leitt til breytinga á gengi fyrirtækjanna á listanum og eftir því hvernig þau bregðast við ástandinu, þá gæti staða þeirra á uppgjörslista Rabobank breyst töluvert á næsta ári. Heimild: Rabobank, 2022. Global Dairy Top 20. Röð árið 2022 Breyting á milli ára Röð árið 2021 Nafn Höfuðstöðvar Velta, milljarðar USD* Velta, milljarðar ÍSK** 1 1 Lactalis Frakkland 26,7 3.935,3 2 2 Nestlé Sviss 21,3 3.139,4 3 ↑ 4 Danone Frakkland 20,9 3.080,5 4 ↓ 3 Dairy Farmers of America Bandaríkin 19,3 2.844,6 5 5 Yili Kína 18,2 2.682,5 6 6 Fonterra Nýja-Sjáland 14,8 2.181,4 7 ↑ 9 Mengniu Kína 13,7 2.019,2 8 ↓ 7 FrieslandCampina Holland 13,6 2.004,5 9 ↓ 8 Arla Foods Danmörk 13,3 1.960,3 10 10 Saputo Kanada 12,0 1.768,7 11 11 Unilever Holland/England 8,3 1.223,3 12 ↑ 14 Savencia Frakkland 6,6 972,8 13 ↑ 18 Gujarat Cooperative MMF Indland 6,3 928,6 14 ↑ 17 Sodiaal Frakkland 5,9 869,6 15 ↓ 13 Meiji Dairies Japan 5,9 869,6 16 16 Agropur Kanada 5,8 854,9 17 ↑ 20 Müller Milk Þýskaland 5,7 840,1 18 ↓ 12 DMK Þýskaland 5,2 766,4 19 19 Schreiber Foods Bandaríkin 5,1 751,7 20 # Froneri Bretland 5,0 737,0 * Veltutölur fyrirtækjanna eru oft byggðar á áætlun Rabobank 233,6 ** Miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands 4. nóvember 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Sagan hefst árið 1886 þar sem söguhetjan, Þuríður Guðmundsdóttir vinnukona, stendur ásamt frændfólki sínu og bíður skips. Hún er á förum til Ameríku, 36 ára gömul. Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fæst í öllum helstu bókabúðum og hjá höfundi: sveinsy47@gmail.com Heimildaskáldsagan Aldrei nema vinnukona er sjálfstætt framhald bókarinnar Aldrei nema kona sem kom út 2020. MSZ-RW er besta loft í loft varmadælan okkar. Hentar vel í nánast allar tegundir húsa t.d.: • Alrými einbýlishúsa • Sumarbústaði 60+ fm • Geymslur Kynningartilboð á MSZ-RW35 Varmadælu, innifalið er: • Góð þjónusta • Veggfesting • Mótorpúði • Flott skjólhus fyrir útieiningu Nánari upplýsingar á nýrri heimasíðu okkar: AÐEINS 333.333 ISK m/vsk TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.