Bændablaðið - 17.11.2022, Síða 45

Bændablaðið - 17.11.2022, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 sjá miklar sveiflur á þessum lista og oftar en ekki voru mörg ný fyrirtæki á listanum og þá að sama skapi mörg sem hurfu af honum. Undanfarin ár hefur þessu ekki verið að skipta og nokkuð mikill stöðugleiki verið á meðal stærstu fyrirtækjanna. Þetta sýnir líklega vel að það er ekki auðvelt fyrir ný fyrirtæki að vaxa verulega vegna fyrirferðar annarra á markaðinum. Það sést líka vel þegar skoðaðar eru upplýsingar um samruna eða uppkaup á fyrirtækjum í afurðavinnslu mjólkur en oftast eru það þá stóru fyrirtækin sem kaupa upp þau smærri. Gott dæmi um það eru framangreind kaup Lactalis núna og í fyrra þegar það keypti Siggi‘s skyr. Lactalis hvergi hætt Þó svo að Lactalis hafi keypt ostavinnslu Kraft Heinz í Bandaríkjunum virðist fyrirtækið vera með mjög skýra stefnu varðandi uppkaup og vöxt enda hefur það einnig eignast á árinu smærri afurðafyrirtæki í Ítalíu, Þýskalandi, Úkraínu og Ástralíu. Verður fróðlegt að fylgjast með frekari vexti þess á komandi árum. Annað fyrirtæki hefur einnig verið umsvifamikið í uppkaupum en það er hið kínverska Yili sem jók veltuna um 31,7% á milli ára með uppkaupum á hollenska Ausnutria, sem er sérhæft í vinnslu á mjólkurdufti fyrir ungbörn. Eftir þessi kaup er Yili að vísu enn í fimmta sæti listans en hefur snarminnkað bilið í næsta fyrirtæki og kæmi ekki á óvart að Yili hefði sætaskipti við eitt eða jafnvel tvö fyrirtæki þegar Rabobank birtir næst lista að ári liðnu. Afurðir unnar úr plöntum hluti vöruúrvalsins Undanfarin ár hafa flest afurðafyrirtæki í mjólkuriðnaði fetað sig inn á framleiðslu á vörum sem ekki eru unnar úr mjólk heldur úr plöntuafurðum. Fyrir vikið segja skýrsluhöfundar Rabobank að það sé orðið erfitt í dag að áætla mjólkurtengda veltu fyrirtækjanna á listanum. Á það er þó bent að aukning í sölu á vörum, sem unnar eru úr plöntum, sé mun minni en aukning í sölu mjólkurafurða og vegi því ekki mjög þungt í ársuppgjöri þessara 20 stærstu fyrirtækja heims í mjólkuriðnaði. Flest þeirra bjóði þó í dag upp á valkosti sem byggja á plöntuafurðum. Horft í árið 2022 Í lokaorðum skýrslunnar horfa höfundar til ársins í ár, en skýrslan er byggð á veltutölum fyrir árið 2021. Þar telja þeir sig sjá margt bæði gott og síður gott. Þannig sé verð á afurðum nú um stundir mjög hátt í flestum löndum heimsins og fátt bendi til þess að það sé á niðurleið á árinu. Þá séu flest fyrirtækin með skýra stefnu varðandi umhverfismál og markmið varðandi sótspor, sem gagnist þeim í markaðsmálum. Á móti kemur að stríðið í Úkraínu, ásamt eftirstöðvum heimsfaraldursins, hafi haft mikil áhrif á heimsviðskiptin og verðbólgu ásamt því að gengi á evru gagnvart dollar hafi breyst töluvert undanfarið. Allt þetta gæti leitt til breytinga á gengi fyrirtækjanna á listanum og eftir því hvernig þau bregðast við ástandinu, þá gæti staða þeirra á uppgjörslista Rabobank breyst töluvert á næsta ári. Heimild: Rabobank, 2022. Global Dairy Top 20. Röð árið 2022 Breyting á milli ára Röð árið 2021 Nafn Höfuðstöðvar Velta, milljarðar USD* Velta, milljarðar ÍSK** 1 1 Lactalis Frakkland 26,7 3.935,3 2 2 Nestlé Sviss 21,3 3.139,4 3 ↑ 4 Danone Frakkland 20,9 3.080,5 4 ↓ 3 Dairy Farmers of America Bandaríkin 19,3 2.844,6 5 5 Yili Kína 18,2 2.682,5 6 6 Fonterra Nýja-Sjáland 14,8 2.181,4 7 ↑ 9 Mengniu Kína 13,7 2.019,2 8 ↓ 7 FrieslandCampina Holland 13,6 2.004,5 9 ↓ 8 Arla Foods Danmörk 13,3 1.960,3 10 10 Saputo Kanada 12,0 1.768,7 11 11 Unilever Holland/England 8,3 1.223,3 12 ↑ 14 Savencia Frakkland 6,6 972,8 13 ↑ 18 Gujarat Cooperative MMF Indland 6,3 928,6 14 ↑ 17 Sodiaal Frakkland 5,9 869,6 15 ↓ 13 Meiji Dairies Japan 5,9 869,6 16 16 Agropur Kanada 5,8 854,9 17 ↑ 20 Müller Milk Þýskaland 5,7 840,1 18 ↓ 12 DMK Þýskaland 5,2 766,4 19 19 Schreiber Foods Bandaríkin 5,1 751,7 20 # Froneri Bretland 5,0 737,0 * Veltutölur fyrirtækjanna eru oft byggðar á áætlun Rabobank 233,6 ** Miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands 4. nóvember 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Sagan hefst árið 1886 þar sem söguhetjan, Þuríður Guðmundsdóttir vinnukona, stendur ásamt frændfólki sínu og bíður skips. Hún er á förum til Ameríku, 36 ára gömul. Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fæst í öllum helstu bókabúðum og hjá höfundi: sveinsy47@gmail.com Heimildaskáldsagan Aldrei nema vinnukona er sjálfstætt framhald bókarinnar Aldrei nema kona sem kom út 2020. MSZ-RW er besta loft í loft varmadælan okkar. Hentar vel í nánast allar tegundir húsa t.d.: • Alrými einbýlishúsa • Sumarbústaði 60+ fm • Geymslur Kynningartilboð á MSZ-RW35 Varmadælu, innifalið er: • Góð þjónusta • Veggfesting • Mótorpúði • Flott skjólhus fyrir útieiningu Nánari upplýsingar á nýrri heimasíðu okkar: AÐEINS 333.333 ISK m/vsk TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.