Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 LESENDARÝNI Í bígerð er sam- eining tveggja gamal gró inna stofn ana. Skógar bændur eiga mikið undir annarri þeirra og það er áhyggjuefni að þeir verði út undan í nýrri stofnun. Skógrækt á bújörðum Í byrjun árs 2017 varð til ríkisstofnunin Skógræktin með sameiningu fimm landshlutabundinna skógræktarverkefna og Skógræktar ríkisins ásamt fleiri verkefnum. Umfang nýrrar stofnunar stækkaði til muna og sinnir nú mörgum verkefnum, svo sem rannsóknum í skógrækt, fræðslu og ráðgjöf, umfang allra þjóðskóga landsins (sem felur í sér umhirðu, vörslu skóga, gerð og umönnun útivistarsvæða og tjaldsvæða svo það helsta sé nefnt), umfangsmiklum skógræktarverkefnum á þjóðlendum og síðast en ekki síst umsjón með skógrækt á bújörðum. Skógrækt á landi bænda er víðfeðm og umfangsmikil þar sem samningar um skógrækt eru yfir 600 talsins. Skiptar skoðanir eru um ágæti og ávinning af sameiningunni 2017 á meðal skógarbænda, enda kemur það lítið á óvart þegar svo útbreitt skógræktarstarf er við að etja þar sem margir hagaðilar koma að. Sameining af þeirri stærðargráðu verður varla óumdeild. Tilgangur hennar var einna helst að einfalda skilvirkni, nýtingu fjármagns og starfskrafta stofnana. Það eru oft gildi miðstýringar og oftar en ekki leiða sameiningar til miðstýringar í stað þess að ákvarðanir eru unnar heima í hverri sveit fyrir sig. Að þessu sögðu ríkir viss hræðsla við fyrirhugaða sameiningu. Vafalítið er hugurinn góður og gildur en óttinn felst í að sú þjónusta og það fjármagn sem snýr að bændum og landeigendum með skógræktarsamninga verði hlunnfarin með minnkaðri þjónustu sem leiðir til rýrnunar á nýrri auðlind þjóðarinnar, skógum. Bændur í nútíð og framtíð hafa marga og mikla hagsmuni af skógrækt. Hér þarf ný stofnun virkilega að halda vel á spilunum. Sérhagsmunir og jafnvel geðþótti getur haft áhrif á stjórnir og nefndir. Ísland er fámenn þjóð í stóru landi. Fámennið getur verið kostur þegar kemur til dæmis að hröðum ákvörðunum, en í langtíma verkefnum sem skógrækt er, er ekki öruggt að stór miðstýrð stofnun mæti hagsmunum vel. Þrátt fyrir þá ágalla sem fylgir fámenninu þarf að gæta að hlutleysi og að skynsemi verði í hávegum höfð hjá nýrri stofnun, ellegar að úthýsa verkefnum skógarbænda aftur til þeirra sjálfra líkt og tíðkaðist þegar landshlutaverkefnin fimm voru upp á sitt besta. Endurheimt Endurheimt birkikjarrs og skóga tengir skógrækt og landgræðslu sterkt saman. Þegar fjallað er um vistkerfi þar sem ríkjandi tegund er birki má ætla að það sé gott og hlýlegt vistkerfi þó einhlítt sé. Erfitt er að deila um skoðanir en ástæður þeirra eru gjarnan byggðar á einhverju, svo sem rómantík (fortíðarhyggju), ógöngusögum smalamannsins (aðgengi), náttúrufegurð (þjóðarstolt) og svo mætti lengi telja. Hér er mikilvægt að við göngum ekki fram úr hófi. Hér þarf skynsemi, byggða á rannsóknum og reynslu, að leiða umræðu um endurheimt lands. Það mun verða þung þraut fyrir nýja stofnun að standa á bakvið áskoranir er snúa að nýtingu þjóðlenda. Þær aðgerðir sem unnar eru í nafni ríkisins munu hafa áhrif á skoðanir landsmanna og landeigenda einkalands. Það er ekki víst að þær ákvarðanir gangi í takt og því er mikilvægt að hófsemi, vandvirkni og hlutleysi ráði för. Umhirða Yfir árin hafa áherslur í skógrækt verið að koma upp skógi. Fyrst og fremst felur það í sér gróðursetningu en einnig er hér átt við val og kynbætur álitlegra trjátegunda til nytja. Það að koma upp skógi, með besta fáanlega efnivið hverju sinni er gagnlegt til lengri tíma litið. Þótt gróðursetning sé afstaðin er skógræktinni alls ekki lokið. Umhirðu má ekki vanrækja. Skógana þarf að grisja svo þeir vaxi sem skyldi. Að vanrækja umhirðu rýrir ekki einungis timbur skógarins og þar með verðmæti þess, heldur hefur það sýnt sig að válynd veður geta haft alvarlegar afleiðingar og má í því samhengi nefna storma, þurrka, snjóalög og breytt árstíðamynstur. Til að halda uppi því göfuga starfi sem áunnist hefur síðustu ár og áratugi þarf ný stofnun að vera leiðandi og veita gott fordæmi í umhirðu. Byggja þarf upp frekari þekkingu og reynslu meðal heimamanna og þannig má ná fram tilætluðum markmiðum um skógarauðlind Íslands inn í framtíðina. Viðarvinnsla Sú stofnun sem hefur dregið vagn skógræktar síðustu áratugi hefur statt og stöðugt unnið vaxandi skógarauðlind til heilla. Það að áherslur síðustu skógræktarlaga (maí 2019) lúti í auknum mæli að loftslagsaðgerðum og kolefnisbindingu á það ekki að koma niðuzr á áratuga starfi nytjaskógræktar. Í elstu skógum þjóðarinnar er að finna álitlegustu tré Íslands til gagnviðar. Skógar skógræktarfélaga vítt og breitt um landið koma þar stuttu á eftir og skógar bænda munu geyma álitlegt timbur áður en langt um líður. Miklar framfarir hafa átt sér stað og er þar fyrir að þakka framsýni frumkvöðlanna og er þá ekki síst átt við það fólk sem hélt um stjórnartaumana hverju sinni. Mikilvægt er að haldið verði áfram því góða starfi sem stefnt var að þá, ekki síður en nú. Nú eru að eiga sér stað kaflaskil í íslenskri skógarsögu. Markaður viðarnytja er orðinn til á Íslandi og er það af sem áður var að einungis þjóðskógarnir sjái um viðarvinnsluna. Nú hafa skógræktarfélög og skógarbændur komið sér inn á markaðinn og veita þjónustu við viðarvinnslu. Nú er kominn tími til að ríkið slaki á taumunum í viðarvinnslu og leyfi markaðnum að spreyta sig. Sjálfbærni Draumar frumkvöðlanna er í sjónmáli. Fjölmargar tegundir nytjatrjáa vaxa á íslenskri grundu. Hnattræn hlýnun hefur í för með sér áskoranir sem fáir sáu fyrir. Hér er mikilvægt að ný stofnun landgræðslu og skógræktar gefi starfi frumkvöðlanna gaum og ryðji braut íslenskrar landnýtingar til framdráttar fyrir bændur og aðra landeigendur og verði íslenskri þjóð til sóma. Leiðin að búsældarlegu Íslandi er leiðin að sjálfbærni. Áhrifaríkasta leiðin að sjálfbærni er skynsamleg nýting lands. Efla þarf skógrækt til nytja og stefnan þarf að vera ótrauð á sjálfbært Ísland. Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Sameining áþekkra landsstofnana – Afdrif skógarbænda vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um landgræðslu og lögum um skógrækt (sameining stofnana) Hlynur Gauti Sigurðsson. Vel hirtir nytjaskógar eru mikil prýði. Smáframleiðendur slá í gegn á Landbúnaðarsýningunni Á Landbúnaðar- sýningunni í Laugar- dalshöll þann 14.–16. október sl., sem áætlað er að um 80.000 manns hafi sótt, kynntu hátt í 40 smáframleiðendur vörur sínar yfir helgina. Þeir eiga það sameiginlegt að vera félagsmenn í Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM) og Beint frá býli (BFB), en BFB varð aðildarfélag að SSFM í vor. SSFM / BFB voru með sameiginlegan bás með fjórtán borðum þar sem hver og einn framleiðandi fékk úthlutað eitt þeirra í einn eða tvo daga svo sem flest hefðu tök á að taka þátt. Við hlið hans var bás Matarkistu Skagafjarðar ásamt Bíl smáframleiðenda á Norðurlandi vestra, þar sem bændur úr Skagafirði, sem allir eru félagsmenn og leigja aðstöðu í Vörusmiðjunni BioPol, kynntu vörur sínar. Félagsmenn voru einnig á bási VOR – lífrænna framleiðenda, Skógræktarfélagsins og svo voru tveir félagsmenn með eigin bás. Stöðugur straumur sýningargesta var að básunum og var það samdóma álit þeirra sem tóku þátt að afar vel hafi tekist til; salan framar vonum, mikilvæg tengsl mynduð og að sýningargestir hafi verið einstaklega áhugasamir, jákvæðir og hvetjandi. Margir seldu það mikið að gengið var á jólalagerinn og þurftu að láta senda eftir meiri vörum að norðan og víðar. Smáframleiðsla matvæla er í miklum blóma hér á landi og hafa samtökin því vaxið hratt á undanförnum árum sem sýnir sig meðal annars í því að félagsmenn eru orðnir vel á þriðja hundrað. Vörurnar eru eins fjölbreyttar og framleiðendurnir eru margir og mikið um spennandi nýjungar, m.a. úr vannýttum og nýstárlegum hráefnum. Nú eru fjölmargir jólamarkaðir um land allt fram undan, þ.m.t. Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpunni 17.–18. desember, svo neytendur hafa mörg tækifæri til að nálgast það hnossgæti sem íslenskir matarfrumkvöðlar framleiða, beint frá þeim. Áhugasamir geta einnig pantað vörurnar í gegnum miðla framleiðendanna og nálgast margar þeirra í almennum matvöruverslunum og sérverslunum, þ.m.t. í Matarbúri Krónunnar 15. nóvember–6. desember á Granda, Lindum, Flatahrauni, Mosfellsbæ og Selfossi og á Jólamatarmarkaði Hagkaups 24. nóvember–4. desember í Skeifunni, Smáralind, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Akureyri. Eins er hægt að nálgast jóladagatal með 24 vörum smáframleiðenda á Facebook. Listann yfir félagsmenn má finna á vef SSFM og BFB. Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM/BFB. Oddný Anna Björnsdóttir. Örn Karlsson, Sandhóli. Myndir / OAB Ingibjörg Björnsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir, Búkonan, matarhandverk úr Fram-Skorradal. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Hörður Guðmundsson, Grímsstaðaket. Snorri Rafn Rafnsson, Elvar Örn Birgisson, Birgitta Ósk Snorradóttir og Ólöf Birna Jónsdóttir, Vargurinn – villibráð.Wioletta Angelika Tarasek, Kandís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.