Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 HANNYRÐAHORNIÐ Hundar og kisur bestar FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hún Gunnhildur Jara er hress og kát stelpa, alveg að verða sjö ára. Nafn: Gunnhildur Jara Tryggvadóttir. Aldur: Sex að verða sjö, 7. desember. Stjörnumerki: Bogamaður. Búseta: Á Seyðisfirði og pínulítið í Flatey. Skóli: Í 2. bekk í Seyðisfjarðarskóla. Skemmtilegast í skólanum: Sund og íþróttir. Uppáhaldsdýr: Hundar og kisur. Uppáhaldsmatur: Sushi. Uppáhaldslag: Mánaðarlagið Janúar, febrúar o.s.frv. Uppáhaldsbíómynd: Big red dog. Fyrsta minning:Þegar tungan mín fraus föst við vegasaltið í leikskólanum. Hver eru áhugamálin þín: Að fræðast um eldfjöll, t.d sprengigosið í Heklu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Hjúkrunarfræðingur sem sprautar. Hvað er það mest spennandi sem þú hefur gert: Þegar slökkviliðið á Seyðisfirði sprautaði froðu á plast og allir krakkarnir máttu leika sér í henni. Næst » Sú sem tekur við keflinu er Brynhildur Arthúrsdóttir Ball. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Hulduband er framleitt í Uppspuna fjölskyldurekinni smáspunaverksmiðju í Lækjartúni. Ullin sem notuð er í hulduband er 100% íslensk og kemur af kindunum okkar og kindum nágranna okkar. Við einbeitum okkur að sauðalitunum eins og kindurnar gefa okkur, en litum aðeins líka. Hulduband má nota i margskonar verkefni og heppileg prjónastærð er 3,5 - 4,5mm. Hulduband má kaupa hjá okkur í Uppspuna, á www.uppspuni.is, á netfanginu hulda@uppspuni.is eða í síma 846-7199 Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þess að nýta afganga. Stærð: M-L (ummál 55-58 cm)/ XL . Prjónar: 3,5 mm og 4,5 mm – styttri hring- eða sokkaprjónar fyrir minna ummál, eða 80 cm hringprjónar (notað með töfralykkjuaðferð). Prjónfesta: 18 L/10 cm slétt prjón. Garn: u.þ.b. 75 gr. (Hulduband, tvíband, 50 gr/100 m). Stækka eða minnka húfuna: Lykkjufjöldi í stroffinu deilist með 4, aukið út eftir stroffið svo lykkjufjöldinn deilist með 8. Fitjið upp á minni prjóna 88/92 L (lykkjur) með mynsturlit, tengið í hring, setjið merki, skiptið yfir á aðallit og prjónið stroff 2L sl, 2L br, þar til stroffið mælist 6 cm. Skiptið yfir á stærri prjóna og prjónið slétt: Aukið út um 8/4L í næsta umf.: 96L. Prjónið 1 umf. til viðbótar. Prjóna eftir litamynsturteikningu. Prj. svo 2 umf. aukalega í aðallit. Úrtaka: það getur hjálpað að setja merki fyrir framan hverja úrtöku. 1.umf: *prjónið 6L sléttar, prjónið 2L saman* út umferðina. 2.umf: *prj. 5L, prj. 2L sam.* út umferðina. 3.umf: * prj. 4L, prj. 2L sam.* út umferðina. 4.umf: * prj. 3L, prj. 2L sam.* út umferðina. 5.umf: * prj. 2L, prj. 2L sam.* út umferðina. 6.umf: * prj. 1L, prj. 2L sam.* út umferðina. 7.umf: * prj. 2L sam.* út umferðina. Slítið bandið frá 15 cm frá síðustu lykkju og dragið endann í gegnum lykkjurnar. Gangið frá öllum endum. Pressið húfuna í form og notið með stolti og ánægju! Salka Valka-húfan ©Maja Siska ravelry: majasiska Facebook: Icelandisfullofwool www.skinnhufa.is Við biðjumst velvirðingar á því að prjónamynstrið fylgdi ekki með uppskrift síðasta blaðs, Skógarfjör – kemur hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.