Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2022 Fyrr á árinu kom nýr Range Rover Sport frá framleiðandanum Land Rover. Þó svo að þessi jeppi minni um margt á forvera sinn sem hefur verið í framleiðslu frá 2013 er þetta alfarið nýr bíll. Frá framleiðandanum koma einungis jeppar, og er þetta næststærsta útspil hans. Sá stærsti heitir ein- faldlega Range Rover, en þessi, sem er ögn minni og ódýrari, hefur fengið nafnbótina Sport. Fyrstu eintökin af þessum bíl eru farin að berast BL sem fer með umboðið og fékk Bændablaðið að prufa. Land Rover hefur greinilega fylgt uppskrift að hönnun sem hefur fallið vel í kramið hjá kaupendum undanfarinn áratug – því fer ekki á milli mála að um Range Rover Sport er að ræða. Örmjó framljósin, þykkur stuðarinn, rennilegar hlið- arnar, stórar álfelgurnar og aflíð- andi þakið gera það að verkum að bíllinn stendur undir nafni (Sport) hvað útlitið varðar. Hraðahindranir engin fyrirstaða Þrátt fyrir að vera allur hinn sportlegasti, þá er þetta sannarlega jeppi með öllu því sem slík græja þarf. Hann er útbúinn fjórhjóladrifi með háu og lágu drifi, læstum millikassa og mikilli veghæð. Einnig er hann útbúinn Terrain Response kerfinu sem skynjar hvernig best er að dreifa aflinu á milli hjólanna í mismunandi aðstæðum og kemur í staðinn fyrir hefðbundnar driflæsingar. Með því að vera útbúinn loftpúðafjöðrun fæst bæði mikil mýkt og stillanleg veghæð. Þegar slökkt er á bílnum sígur hann sjálfkrafa eins neðarlega og hann kemst til að auðvelda aðgang. Í torfæruakstri er hægt að hækka bílinn þannig að veghæðin verður 274 mm, sem er 100 mm hærra en lægsta staða. Í almennum akstri svífur bíllinn yfir ójöfnur og er ekki ónæði nema af allra svæsnustu hraðahindrununum. Yndisleg þögnin Hljóðeinangrunin er eins og best verður á kosið. Ökumaður og farþegar geta notið þagnarinnar, hvort heldur sem ekið er innanbæjar eða úti á þjóðvegum. Helst heyrist glymur í dekkjunum þegar ekið er á grófum malarvegum, en ekki þannig að það sé til ama. Sé ætlunin að stunda mikinn torfæru- eða malarvegaakstur er líklegast best að kaupa bílinn á einhverju minna en 22 tommu felgum, eins og sá sem var í þessum prufuakstri. Í hurðarspjöldunum eru hnappar til að stjórna helstu stillingum fyrir sætin, en í margmiðlunarskjánum er hægt að kafa dýpra og stilla nákvæmlega eftir þörfum hvers og eins. Mjög hávaxnir ökumenn gætu orðið fyrir vonbrigðum með að ekki er hægt að færa stýrið mjög aftarlega. Einnig er rétt að benda á að lofthæðin er ekki mjög vegleg og gæti þrengt að þeim allra lengstu. Með glerþaki er hún 13 mm minni en með venjulegu þaki. Sætin eru vel formuð, en í stífara lagi. Aftursætin fara vel með þrjá fullvaxna farþega og er skottið afar rúmgott. Sé þess þörf, leggja rafmótorar niður aftari sætaröðina og eru hnappar við skotthlerann sem stjórna því. Sætin leggjast ekki alveg flöt, en flútta við gólfið í skottinu. Framúrskarandi bæði á rafmagni og bensíni Rafhlaðan getur tekið 38 kWst hleðslu sem er líklegast það stærsta sem hefur komið í plug-in hybrid bíl fram til þessa. Til samanburðar er rúmmál rafgeymisins í Honda e borgarbílnum 35,5 kWst og gengur sá bíll einungis fyrir rafmagni. Hægt er að fylla á með 50 kW hraða og ná 80% hleðslu á 40 mínútum. Hérna er því kominn tengiltvinnbíll sem er framúrskarandi bæði á rafmagni og bensíni. Ef hleðsla er á geyminum hreyfist nálin á bensínmælinum lítið sem ekkert og auðvelt er að láta rafmagnið duga í 80-90 kílómetra. Þegar straumurinn klárast er afl bensínvélarinnar það mikið að hin aukna þyngd batteríanna heldur ekki aftur af bílnum. Þar sem hægt er að nota hraðhleðslustöðvar er raunhæft að fylla á batteríin á lengri ferðum og halda bensíneyðslunni í lágmarki. Margmiðlunarkerfið vel heppnað Í miðju mælaborðinu er stór margmiðlunarskjár sem nýtist til að stjórna mismunandi eiginleikum bílsins. Blessunarlega eru sérstakir hnappar af gamla skólanum til að stjórna algengum aðgerðum, eins og hljóðstyrk í útvarpinu og hitastigi loftkælingarinnar. Auðvelt er að þreifa sig áfram í gegnum stýrikerfið. Þegar potað er í skjáinn kemur örlítill titringur sem gefur til kynna að skipunin hafi verið móttekin. Einnig er hægt að tengjast snjallsímum þráðlaust í gegnum Android Auto eða Apple CarPlay. Undirritaður tengdi Samsung síma á augabragði og gat nálgast öpp eins og Spotify og Storytel án fyrirhafnar. Svona ættu allir bílar að vera! Tölur Bensínvélin er þriggja lítra V6 sem skilar 330 hestöflum. Þegar rafmótorinn bætist við verður heildaraflið 440 hestöfl. Samkvæmt framleiðandanum á bensíneyðsla í blönduðum akstri að vera undir einum lítra á hverja 100 kílómetra, sem er hægt að ná ef gætt er að aksturslaginu og batteríin hlaðin. Þegar rafhlaðan tæmdist í þessum reynsluakstri fór eyðslan upp í 10 lítra í þjóðvegaakstri. Helstu mál eru eftirfarandi: Hæð 1.820 mm, breidd 2.209 mm og lengd 4.946 mm. Eiginþyngd bílsins er 2.735 kílógrömm og nær heildarþyngdin upp í 3.450 kílógrömm með farþegum og farmi. Dráttargetan er þrjú tonn. Bíllinn í þessum prufuakstri er af gerðinni SE Dynamic – grunnverð þess bíls er 17.490.000 krónur. Með aukahlutum eins og rafdrifnu dráttarbeisli, glerþaki, svörtum útlitspakka, dökku gleri, 22 tommu felgum og svörtu þaki kostar þetta tiltekna eintak 19.290.000 krónur. Niðurstaða Þessi jeppi er miklum kostum búinn og skarar fram úr öðrum tengiltvinnbílum. Ef það á að finna honum eitthvað til foráttu þá er það hin mikla þyngd bílsins. Einnig er kaupverðið mjög hátt, en kaupendahópur Land Rover Sport lítur líklegast framhjá því sé ætlunin að versla lúxusjeppa án málamiðlana. VÉLABÁSINN Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Land Rover Sport er tengiltvinnbíll sem býður upp á raunhæfa drægni á rafmagninu einu saman. Bensínvélin er þriggja lítra V6 og með nægt afl til að burðast með þá auknu þyngd sem fylgir rafhlöðunum. Lúxusinn er mikill. Sætin er hægt að stilla á ótal vegu og hljóðeinangrunin einangrar ökumann og farþega frá umhverfinu. Margmiðlunarkerfið er auðskiljanlegt og tengist snjalltækjum þráðlaust án fyrirhafnar. Útlit bílsins svipar mjög til eldri týpunnar sem framleidd var frá 2013. Skottlokið og afturljósin eru greinilega ólík forveranum. Aftursætin rúma fullorðið fólk með sóma. Hér er bílstjórasætið nánast í öftustu stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.