Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 5

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 5
Sveinn Guðmundsson 5 .. Ríkjandi og óhefðbundin hugmyndafræði Í sögu læknavísinda kemur skýrt fram að fyrir tíma René Descartes (1596–1650) voru veikindi gjarnan útskýrð sem verk djöfla eða refsing Guðs og prestar gegndu hlutverki heilara. Hugur og líkami voru álitin ein heild þar til Descartes lýsti því yfir að um væri að ræða aðskildar einingar og að líkaminn væri lífræn vél (Lyons og Chamberlain, 2006). Morrison (1998) vísar til uppgangs raunvísinda í kjölfar tvíhyggju Descartes þegar aðeins fyrirbæri sem hægt var að rannsaka og mæla voru álitin verðug viðfangsefni. Getgátum var varpað fyrir róða, pósitívismi varð tákn fyrir sam- félagslegar umbætur og framþróun og vísindalega aðferðin varð helsta leiðin til þess að rannsaka og horfa á heiminn. Le Fanu (1999) lýsir því hvernig læknisfræðin átti þátt í að gera áratugina eftir seinni heimsstyrjöld að einu merkilegasta framfaratímabili mannkynssögunnar. Fyrir þann tíma var barnadauði af völdum barnaveiki, lömunarveiki, kíghósta og fleiri orsaka algengur. Með framförum í læknisfræði var hægt að koma í veg fyrir ótímabæran dauða vegna margra sjúkdóma og bæta lífs- gæði fólks á margvíslegan hátt. Ross (2012) bendir á að líflæknisfræðin er, eins og öll heilsukerfi, afurð ákveðinnar hugmynda- sögu, þekkingarsköpunar og alls kyns félagslegra, efnahagslegra og pólitískra áhrifa Vesturlanda. Því tengt ræðir Abbott (1988) kerfi starfsgreina (e. system of professions), sérþekkingu og baráttuna um valdsvið þeirra. Abbott tekur læknisfræði sem dæmi um valdamikla starfsgrein sem hefur styrkt valdsvið sitt með tækninýjungum og stofnun skóla sem lögmæta sérþekkingu hennar, hæfni, veit- ingu starfsréttinda og stöðu starfsgreinarinnar innan lagakerfisins. Ef fleiri en ein starfsgrein gera tilkall til sérþekkingar á tilteknu sviði myndast samkeppni milli starfsgreinanna. Þá skiptir vald starfsgreina og valdsvið þeirra máli. Í þessum efnum er áhugavert að skoða skrif Antonio Gramsci (1986) um ríkjandi hugmyndafræði (e. hegemony) sem blöndu af valdi og samþykki þar sem vald er látið líta út eins og það sé samþykkt af meirihlutanum. Gramsci út- skýrir hvernig valdhafar viðhalda hugmyndum sem styrkja málstað þeirra og halda fulltrúum sínum í valdastöðum og ljá leiðum til að takmarka andstöðu lögmæti með stofnunum eins og skólum og dómstólum. Þar með er ákveðinn lífsmáti settur fram sem viðmið, fylgispekt er verðlaunuð og refsað er fyrir frávikshegðun. Almannaálitið og almenn viðmið mótast af þessum þáttum og það getur því virkað fráhrindandi að synda gegn straumnum. Þannig, að mati Gramsci, réttlæta og viðhalda ráðandi öfl valdi sínu og samþykki almennings. Lyons og Chamberlain (2006) nefna einmitt vald læknisfræðinnar í þessu samhengi og benda á að andstæðar hugmyndir geti mætt sterkri mótstöðu. Bennett (1986) ræðir kenningar Gramsci um samband ráðandi og undirokaðra hópa sem baráttu um yfirráð þar sem ráðandi hópurinn innleiðir óhefðbundnar hugmyndir og umbreytir þeim til að halda völdum. Á svipaðan hátt lítur Williams (1977) á ríkjandi hugmyndafræði sem hefð þar sem valið er úr því sem hentar ráðandi valdhöfum og það sett í lög. Williams heldur því fram að ríkjandi hug- myndafræði breytist og mótist með tímanum af óhefðbundinni hugmyndafræði (e. alternative hege- mony). Foucault (1977a, 1977b, 1978, 1980) vill aftur á móti meina að vald sé ekki einhliða heldur vefur valdasambanda og til að brjótast út úr valdavefnum þurfi að rannsaka, skilja og gagnrýna hann og benda á samspil valds og þekkingar. Valdið og andófið gegn því geta því mótað hvort annað. Í svipuðum dúr bætir Abbott (1988) við að félagslegar breytingar eða félagshreyfingar geti einmitt haft áhrif á vald og valdsvið starfsgreina. Í því samhengi er áhugavert að líta til andófshreyfinga sjöunda og áttunda áratugarins sem gátu af sér nýaldarhreyfinguna (e. new age movement) með áherslu á sjálfsrækt og gagnrýni á valdamiklar stofnanir eins og vísindin og skipulögð trúarbrögð. Nýaldarhreyfingin átti stóran þátt í að gera ýmsar óhefðbundnar meðferðir vinsælar á Vesturlöndum með áherslu á persónulega andlega ástundun, sjálfsrækt, heildræna sýn á manneskjuna, þroskagöngu hennar og heilsu (Heelas, 1996; Heelas og Woodhead, 2005; McGuire, 1993; Melton, 1993, 2009). Þetta sést vel á þeim breytingum sem hafa orðið á lífsmáta Vesturlandabúa síðustu áratugina, samanber auknar vinsældir jóga, hugleiðslu, grænmetisfæðis og heilbrigðs lífsstíls. Ning (2013) staðhæfir jafnframt að heildrænar áherslur heil- brigðisstarfsmanna á Vesturlöndum séu að hluta til komnar vegna áhrifa nýaldarhreyfingarinnar en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.