Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 11

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 11
Sveinn Guðmundsson 11 .. hálfpartinn í feluleik með þetta.“ Finna segir að hún og einn annar samstarfsmaður hennar kunni að veita heilun en þær ræði það aðeins sín á milli þegar aðrir heyri ekki til. Tveir hjúkrunarfræðingar sögðust hafa lent í einelti vegna áhuga þeirra á ákveðnum óhefðbundn- um meðferðum. Báðir hættu tímabundið að vinna sem hjúkrunarfræðingar og íhuguðu að vinna eingöngu sem óhefðbundnir meðferðaraðilar. Báðir snéru þó aftur til starfa sem hjúkrunarfræðingar eftir einhvern tíma en þá á vinnustöðum þar sem áhugi þeirra og notkun á meðferðarformunum er metinn eða í það minnsta liðinn. Ef notkun ákveðinna meðferða er ekki umborin á vinnustað hjúkrunarfræðinganna forðast hjúkr- unarfræðingarnir að ræða þær nema sín á milli eða finna sér vinnustað sem líður notkun meðferð- anna. Hér er vert að hafa umræðu Ross (2012), Abbott (1988) og Gramsci (1986) um valdsvið læknisfræðinnar, sérþekkingu og lögsögu hennar í huga þar sem ógagnreynd úrræði eru ekki liðin. Þannig viðheldur ráðandi hugmyndafræðin stöðu sinni (eins og Lyons og Chamberlain, 2006, ræddu fyrir ofan) og veitir óhefðbundnum meðferðum, sem uppfylla ekki skilyrði hennar, mótstöðu. Mörkin Ef starfsumhverfi hjúkrunarfræðinganna bauð ekki upp á notkun ákveðinna óhefðbundinna eða við- bótarmeðferða sem þeir höfðu menntun í þá brugðu nokkrir þeirra á það ráð að vinna einungis með meðferðirnar í hlutastarfi utan heilbrigðiskerfisins. Sumir hjúkrunarfræðingarnir eru með stofu úti í bæ eða í herbergi heima hjá sér þar sem þeir taka á móti fólki vissa daga vikunnar eða á kvöldin. Hjúkrunarfræðingarnir upplifa mismunandi viðbrögð við áhuga þeirra á óhefðbundnum með- ferðum og margir hverjir kljást bæði við fordóma annarra og eigin efasemdir. Birna lýsir því hvernig það er að vera vísindamanneskja sem er opin fyrir annars konar hugmyndafræði: Það eru, jú, hérna orkustöðvarnar og einhver ósýnileg orka sem ég get ekki útskýrt og verður kannski aldrei rannsökuð... þarna skarast þessi vestræna þekking og þessi austræna og af hverju skyldi þessi vestræna vera eitthvað réttari heldur en hin? Og af hverju tökum við ekki það góða frá báðum og hérna nýtum okkur það? Þarna kemur fram togstreita á milli þess vísindalega og viðurkennda annars vegar og hins óhefð- bundna eða óviðurkennda hins vegar. Birna talaði um þegar hún íhugaði fyrst að auglýsa sig sem hjúkrunarfræðing með menntun í óhefðbundinni meðferð þá „einhvern veginn ímyndaði ég mér að einhver færi að segja ‚hvað ert þú ekki hjúkrunarfræðingur, hvað ert þú að vera með eitthvað svona kukl?‘“ Svo bætti hún við að „svo hugsar maður bara líka, þetta er 5000 ára reynsla, 5000 ára reynsla og samt viljum við fá einhverjar svona vísindalegar niðurstöður!“ Björk leggur áherslu á að hugtakið heildrænar lækningar innihaldi bæði ýmislegt hefðbundið og óhefðbundið en varar við öfgum því „það eru holur sem að maður getur dottið ofan í þegar maður er í óhefðbundnum lækningum... þú veist þú getur líka farið ofan í svona þröngsýni.“ Hún bætir því svo við að „fólk hefur sko neitað meðferð og dáið bara hreinlega af því að það ætlar sér að láta óhefðbundnar lækningar duga við alvarlegum hlutum.“ Lára tekur í svipaðan streng og talar um að „náttúrulega þarf að sýna fram á einhverja gagnsemi, að þetta sé ekki misnotað og fólki sé gefið ein- hverjar falsvonir.“ Hún leggur áherslu á að innan heilbrigðiskerfisins sé aðeins boðið upp á úrræði sem sýnt hefur verið fram á að virki. Hún bætir því við að hinn vestræni fræðiheimur sé mjög ag- aður og að rannsóknum fari fjölgandi sem sýna fram á notagildi og betri líðan hjá fólki sem stundar ákveðnar meðferðir sem enn eru flokkaðar sem óhefðbundnar eða viðbótarmeðferðir. Ljóst er að hjúkrunarfræðingarnir hafa trú á aðferðunum sem þeir nota, en setja ákveðið spurn- ingamerki við aðrar aðferðir. Þeir eru vísindalega þenkjandi og vilja að gagnsemi aðferðanna sé augljós. Ef til vill skapar staða þeirra sem heilbrigðisstarfsmenn annars vegar og reynsla þeirra af meðferðunum sem um ræðir hins vegar ákveðna togstreitu. Í fræðilegu samhengi er hægt að segja að ríkjandi hugmyndafræði (Gramsci, 1986) og óhefðbundin hugmyndafræði (Williams, 1977) togist á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.