Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 18

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 18
Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum 18 .. transformed in a field of education that is expected to be empowering in terms of access to capitals of the ruling classes. The research shows that this process was full of contradictive emotions, such as shame, guilt, pride and relief, when the students found ways to distance themselves from their roots and form the respectable self. KEYWORDS: Upward social mobility – upper-secondary schools – Blue-collar origin – Bourdieu – Habitus Inngangur Hér er fjallað um afmarkaðan hluta í stærri rannsókn um framhaldsskólaval meðal íslenskra ung- menna. Þátttakendur þessa hluta rannsóknarinnar eru nemendur sem eru u.þ.b. að ljúka eða hafa ný- lokið stúdentsprófi úr einum af hefðbundnu menntaskólunum á Íslandi en eiga ekki uppruna sinn úr táknrænum heimi hvítflibba eða rótgróinnar millistéttar. Þau hafa ýmist bláflibbabakgrunn eða hafa alist upp á landsbyggðinni þar sem flestir íbúanna hafa slíkan uppruna. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á hvernig þessir nemendur upplifðu framhaldsskólagönguna. Sérstaklega verður skoðað hvernig sjálfsmynd mótast af stéttaruppruna og búsetu og því auðmagni sem hefur verið þeim að- gengilegt. Mikilvægi rannsóknarinnar felst annars vegar í því að draga upp mynd af því hvernig skólinn er merkingarbær vettvangur stéttaskiptingar og jafnframt gangverk sem á þátt í endursköpun hennar. Markaðsvæðing hefur nýst sem hreyfiafl í þessum efnum þar sem skólarnir keppast um bestu nemendurna og markaðssetja sig í samhengi við ríkjandi gildi nýfrjálshyggjunnar (Brown, 2006). Menntastefnan byggir á frjálsu vali nemenda, sem nú eru skilgreindir sem neytendur, og almennt er litið svo á að meira valfrelsi sé af hinu góða; sé eðlileg og ákjósanleg leið til þess að skipuleggja samfélagið. Hins vegar sýna rannsóknir bæði hérlendis og erlendis að í þessu ástandi hefur að- greining milli ríkra og fátækra, skólagenginna og lítt skólagenginna aukist (Berglind Rós Magnús- dóttir o.fl., 2020; Dovemark o.fl., 2018), ekki síst milli höfuðborgar og dreifðari byggða (Þorlákur Axel Jónsson, 2019). Valferli hvað varðar nám og störf markast af félagslegum þáttum og sést best á samspili stéttarbakgrunns og kynferðis í valferli (Vilhjálmsdóttir og Arnkelsson, 2013), t.d. í vali á háskólanámi (Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005) og starfsvali (Katrín Björg Birgisdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2012). Á þeim tíma sem gagnasöfnun fór fram (2017-2019) voru eftirsóttustu skólarnir allir staðsettir í nokkuð rótgrónum hverfum þéttbýlisins með hátt hlutfall efnahagsauðs- og menntunarauðsstétta (Berglind Rós Magnúsdóttir o.fl., 2020). Þeir eru þó ekki bundnir af hverfaskipulagi heldur einkenn- ast jafnframt af því að hafa þröng inntökuskilyrði varðandi námsárangur. Nýlegar rannsóknir sýna að námsárangur 15 ára unglinga á Íslandi er ekki síður tengdur stéttarstöðu foreldra en annars staðar á Norðurlöndum (Berglind Gísladóttir o.fl., 2019) og þar hefur sams konar þróun átt sér stað sam- fara aukinni stéttaskiptingu í samfélaginu og áhrifum alþjóða- og markaðsvæðingar í skólakerfinu (Dovemark o.fl., 2018). Í ljósi þess að stéttaskipting hefur aukist á undanförnum áratugum og að nei- kvæðar afleiðingar þessa eru ótvíræðar er mikilvægt að kanna hvaða hlutverki ein af mikilvægustu stofnunum samfélagsins gegnir í þeirri þróun. Þetta á sér stað óháð rekstrarformi skóla því almenna kerfið stjórnast af framboði og eftirspurn þar sem mælikvarðinn er fyrst og fremst einkunnir. Kenningar og fræði Leikreglur á vettvangi skólans Valmöguleikar í lífinu hafa margfaldast og samkeppni er nú frumregla félagslegra samskipta. Þessu fylgir rík áhersla á að hver og einn skuli „hámarka sjálfan sig“, eða vera „besta útgáfan af sjálfum sér“ (e. to reach your full potential). Hugmyndafræðin gefur einstaklingnum ekki einungis kost á, heldur felur líka í sér kröfu um, að slíta sig lausan úr hlekkjum hefða og venja og aftengja sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.