Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 34

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 34
Vægi fjárhagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum hjá launafólki á Íslandi á tímum kórónuveirunnar 34 .. the association between depressive symptoms and financial hardship and other socioeconomic factors. Methods: All members of ASÍ and BSRB, the confederations of labour within the private and public sectors, were requested to answer a questionnaire on their situation at the end of 2020. The response rate was 7% of the population. The data was weighted by known population parameters. Depression symptoms were assessed on the PHQ-9 scale. Two indicators of financial hardship were used: material deprivation and the ability to make ends meet. Univariate and multivariate logistic regression was used to analyse the data. Results: The risk of de- pressive symptoms increased with a lower socioeconomic position. When controlled for other risk factors, material deprivation had the strongest predictive power, but the ability to make ends meet lowers the predictive power of both physical health and age. The predictive power of other so- cioeconomic factors was smaller. Conclusion: Substantial socioeconomic inequality in depression symptoms among workers in Iceland was identi- fied during COVID-19. KEYWORDS: Mental health – financial hardship – COVID-19 Inngangur Rannsóknin sem hér er fjallað um skoðar tengsl þunglyndiseinkenna við fjárhagsþrengingar og ann- an félags- og efnahagslegan ójöfnuð hjá íslensku launafólki á tímum kórónuveirunnar. Geðraskanir eru ein helsta heilsufarsógn 21. aldarinnar (Wooden o.fl. 2016). Þannig jókst hlutur geðraskana frá 1990 til 2010 um 37,6% þegar litið er til heildarbyrði sjúkdóma á heimsvísu (Whiteford o.fl., 2013) og eru þær nú ein helsta orsök örorku hvort sem litið er til heimsins alls, Evrópu (Wooden o.fl., 2016) eða Íslands sérstaklega (Tryggingastofnun, 2017). Á seinni árum hefur þáttur félagslegs- og efnahagslegs (e. socioeconomic) ójöfnuðar í geðheilsu komið betur og betur í ljós og um leið orðið ljóst að ekki er hægt að takast á við og/eða koma í veg fyrir geðraskanir af ýmsu tagi nema taka slíkan ójöfnuð inn í myndina (Burns, 2015). Rannsóknir hafa meðal annars staðfest að tengsl eru á milli geðraskana og kyns, aldurs (Kivimäki o.fl., 2020), menntunar, tekna, fjárhagsþrenginga og atvinnuleysis (Frankham o.fl., 2020). Einnig eru vísbendingar um að geðheilsa innflytjenda á vinnu- markaði sé að jafnaði verri en innfæddra (Sterud o.fl., 2018). Að auki er þekkt að sterkt samband er milli geðrænnar og líkamlegrar heilsu (Frankham o.fl., 2020). Erlendar rannsóknir benda til þess að kórónuveirufaraldurinn hafi magnað upp þann félags- og efnahagslega ójöfnuð í geðheilsu sem fyrir var á vinnumarkaði og að hóparnir sem borið hafa mestu fjárhagslegu byrðarnar af faraldrinum í gegnum atvinnuleysi og tekjumissi hafi einnig tekið á sig auknar geðrænar byrðar (Aknin o.fl., 2021; Ettman o.fl., 2020a; Witteveen og Velthorst, 2020). Fjárhagsþrengingar og fátækt Í umræðu og rannsóknum á fátækt er gjarnan gerður greinarmunur á algildri og afstæðri fátækt (Blázquez o.fl., 2014; Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, 2017). Hugtakið algild fátækt byggir á þeirri forsendu að til sé „hlutlaust“ viðmið fyrir fátæktarmörk og að þeir sem hafi tekjur undir því viðmiði séu fátækir en þeir sem hafi tekjur yfir viðmiðinu séu það ekki. Hugtakið á upp- runa sinn í rannsóknum Rowntrees á fátækt á Englandi í byrjun 20. aldarinnar sem sneru að því hvað fólk þyrfti að hafa í tekjur að lágmarki til að komast af og lifa heilbrigðu lífi (Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, 2017). Neysluviðmið sem stjórnvöld hér á landi og í öðrum velferðar- ríkjum hafa sett til að reyna að skilgreina fátækt eru nýlegri dæmi sem byggja á sambærilegri hug- mynd (Jón Þór Sturluson, Guðný Björk Eydal og Andrés Júlíus Ólafsson, 2011). Bent hefur verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.