Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 35

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 35
Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir 35 .. á að slík viðmið geti hins vegar aldrei verið algjörlega hlutlaus heldur séu þau alltaf að einhverju leyti háð mati þeirra sem viðmiðin setja á því hvað er nauðsynlegt og hvað ekki (Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, 2017). Tekjur eru heldur ekki góður mælikvarði á fátækt því efnisleg velferð getur verið tryggð með ýmsum öðrum hætti en með tekjum, svo sem með eignum og félags- legum stuðningi. Þá eru tekjur breytilegar yfir tíma og það að vera undir lágtekjumörkum til skamms tíma hefur sjaldan veruleg eða langvarandi áhrif á lífsgæði fólks (Nolan og Whelan, 2011). Auk þess geta aðstæður fólks leitt til fátæktar þó tekjur þess séu yfir skilgreindum fátæktarmörkum, til dæmis vegna hás húsnæðiskostnaðar og/eða skulda frá fyrri tíð (Kiely o.fl., 2015; Saunders og Adelman, 2006; Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, 2017). Hugtakið afstæð fátækt gengur á hinn bóginn út frá því að fátækt sé háð viðmiðum þess sam- félags sem viðkomandi lifir í um hvað sé nauðsynlegt og hvað ekki og því sé fátækt félagslega og menningarlega afstæð (Blázquez o.fl., 2014; Moisio, 2004; Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, 2017). Hugtakið gerir hvoru tveggja ráð fyrir að fjárhagsleg fátækt geti útilokað hinn fátæka frá menningarlegri og félagslegri samfélagsþátttöku og að fátækt geti falið í sér skort á menn- ingarlegum og félagslegum björgum. Með öðrum orðum breytist skilgreining á fátækt í takt við breytt viðmið og hefðir í samfélaginu um hvað eru ásættanlegir efnahagslegir, menningarlegir og félagslegir lífshættir (Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, 2017). Að sama skapi varpar hugtakið ljósi á að fátækt er flókið fyrirbrigði með margar víddir sem einföld mælieining eins og tekjur nær ekki að fanga (Kiely o.fl., 2015; Saunders og Adelman, 2006). Vegna þessa hafa verið þróaðar fleiri mælingar til að reyna að ná utan um fátækt frá öðru sjónar- horni. Þar ber helst að nefna mælingar á skorti á efnislegum gæðum. Slíkar mælingar eru fengnar með því að spyrja þátttakendur í könnunum hvort þeir eigi eða njóti tiltekinna gæða. Ef þeir svara neitandi eru þeir spurðir hvort það sé vegna þess að þeir hafi ekki efni á þeim. Rannsóknir sem nota slíka mælikvarða hafa sýnt að tekjur yfir lengri tíma spá mun betur fyrir um skort á efnislegum gæðum en tekjur á tilteknum tímapunkti (Nolan og Whelan, 2011). Þá hefur einnig gætt aukinnar áherslu á að margþættir mælikvarðar sem fanga áhrifin af eignum og skuldum, hjálp frá öðrum og félagslegum stuðningi, sem er í öðru formi en beinhörðum peningum, séu notaðir í rannsóknum á fátækt og fjárhagsþrengingum (Blázquez o.fl., 2014; Moisio, 2004; Saunders og Adelman, 2006). Mælingar Eurostat á efnislegum skorti og því hvernig gengur að ná endum saman eru dæmi um slíka margþætta mælikvarða (Eurostat, e.d.; Moisio, 2004) og eru að auki beinn mælikvarði á úti- lokun og afleiðingar ónægra bjarga (Kiely o.fl., 2015). Rannsóknir sýna að slíkar mælingar á fjár- hagsþrengingar spá betur fyrir um slæma geðræna heilsu en tekjur gera (Butterworth o.fl., 2012; Dijkstra-Kersten o.fl., 2015; Kiely o.fl., 2015). Moisio (2004) hefur fært rök fyrir því að fátækt eigi sér margar hliðar og að þegar fátækt er mæld verði að taka mið af að minnsta kosti þremur þeirra, það er tekjum, skorti á efnislegum gæðum og erfiðleikum við að láta enda ná saman. Fyrstu tvær mælingarnar leiða af skilgreiningu á fátækt sem skorti sem leiðir af lágum tekjum. Þriðja mælingin leiðir af þeirri hugmynd að fátækt sé ekki aðeins ástand heldur viss upplifun líka. Þannig myndum við ekki líta á einhvern sem fátækan sem hefði gefið allar sínar veraldlegu eignir og lifði einsetulífi á gæðum náttúrunnar. Þar sem aðstæðurnar leiða af vali er vafaatriði hvort slíkur einstaklingur upplifði fátækt. Moisio notar greiningu undirliggjandi flokka (e. latent class analysis) til að búa til samsetta mælingu úr þessum þremur mælingum. Þessi nálgun hefur verið notuð með góðum árangri af öðrum (Nolan og Whelan, 2011; Stefán Ólafsson, o.fl., 2019). Í þessari grein notum við tvær af þremur mælingum Moisio, það er skort á efnislegum gæðum og erfiðleika við að láta enda ná saman. Án tekjumælingarinnar teljum við okkur ekki stætt á því að nota orðið fátækt til að fjalla um áhrif þeirra. Ástæðan er sú að skortur á efnislegum gæðum og erfið- leikar við að láta enda ná saman finnast upp eftir öllum tekjustiganum. Sumt fólk með prýðilegar tekjur er með skulda bagga frá fyrri tíð. Aðrir hafa áður haft jafnvel enn hærri tekjur en fjárhagslegar skuldbindingar hafa tilhneigingu til að hækka með hækkandi tekjum. Fólk í slíkri stöðu hefur því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.