Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 36

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 36
Vægi fjárhagsþrenginga í áhættu á þunglyndiseinkennum hjá launafólki á Íslandi á tímum kórónuveirunnar 36 .. meiri fjárhagslegar skuldbindingar en núverandi tekjur þess standa undir. Enn aðrir kunna einfald- lega ekki að fara með peninga. Aftur á móti fanga þær tvær mælingar sem við vinnum með ágætlega fjárhagsþrengingar og því notum við það hugtak hér í stað hugtaksins fátækt. Það hversu erfitt eða auðvelt það er að láta enda ná saman fangar þröngan fjárhag á þeim tímapunkti sem mælingin er fengin. Eins og hefur komið fram spá tekjur til lengri tíma betur fyrir skorti á efnislegum gæðum en tekjur á tilteknum tímapunkti. Fyrir vikið fanga slíkar skortsmælingar fjárhagsþrengingar yfir lengri tíma sem kunna að hafa umtalsverð áhrif á lífsgæði fólks jafnvel þó því gangi prýðilega að láta enda ná saman þá stundina. Fjárhagsþrengingar og geðheilsa Margar erlendar rannsóknir hafa skoðað tengslin á milli fjárhagsþrenginga einstaklinga og geðheilsu þeirra óháð ytra efnahagsástandi. Niðurstöðurnar sýna að samband er á milli þess að eiga í fjárhags- þrengingum og margs konar geðraskana (Butterworth o.fl., 2012; Butterworth o.fl., 2009; Dijkstra- Kersten o.fl., 2015; Kiely o.fl., 2015). Þannig hefur verið sýnt fram á tengsl við hvoru tveggja klínískt greint þunglyndi og kvíða (Dijkstra-Kersten o.fl., 2015) og við sjálfsmetið þunglyndi (But- terworth o.fl., 2012; Butterworth o.fl., 2009), kvíða og skapsveiflur (Kiely o.fl., 2015). Þá hefur verið staðfest að sambandið við fjárhagsþrengingar er sterkara en við aðra félags- og efnahagslega mæli- kvarða, þar á meðal tekjur (Butterworth o.fl., 2012; Dijkstra-Kersten o.fl., 2015; Kiely o.fl., 2015). Niðurstöður rannsókna eru hins vegar misvísandi hvað varðar langtímaáhrif fjárhagsþrenginga á geðheilsu og hvernig orsakasamhenginu á milli þáttanna tveggja er háttað (Butterworth o.fl., 2009; Dijkstra-Kersten o.fl., 2015; Kiely o.fl., 2015). Ólíkar mælingar gætu að einhverju leyti skýrt það misræmi. Rannsóknir frá Ástralíu, þar sem skortur á efnislegum gæðum hefur verið notaður sem mælikvarði á fjárhagsþrengingar, sýna þannig ekki eingöngu sterkt skammtímasamband á milli sjálfsmetins þunglyndis, kvíða og skapsveiflna annars vegar og efnislegs skorts hins vegar heldur benda þær einnig til þess að efnislegur skortur valdi geðröskunum en ekki öfugt (Butterworth o.fl., 2012; Butterworth o.fl., 2009; Kiely o.fl., 2015). Rannsókn Kiely o.fl., (2015) sýnir að auki að þeir sem voru berskjaldaðir fyrir fjárhagsþrengingum í formi efnislegs skorts voru í meiri áhættu á sjálfsmetnum geðröskunum óháð því hvort þeir ættu í fjárhagsþrengingum þá stundina eða ekki þó áhættan væri meiri á tímabili fjárhagsþrenginga. Hollensk rannsókn staðfesti hins vegar einungis skammtímasamband á milli þess að ná ekki endum saman og greinds þunglyndis og/eða kvíða en gat ekki sýnt fram á að erfiðleikar við að ná endum saman valdi greindu þunglyndi (Dijkstra-Kersten o.fl., 2015). Það er hins vegar skortur á rannsóknum þar sem áhætta af ólíkum tegundum fjárhags- legra þrenginga er metin samtímis. Atvinnuleysi veldur yfirleitt tekjufalli, sem aftur getur valdið fjárhagsþrengingum. Sýnt hefur verið fram á að fullt atvinnuleysi er sjálfstæður áhættuþáttur þunglyndis og fleiri einkenna andlegrar vanlíðanar (Ásta Snorradóttir o.fl., 2015; Crowe og Butterworth, 2016; Zuelke o.fl., 2018). Rann- sóknir benda til að þar eigi tekjuskerðing og fjárhagsþrengingar af hennar sökum stærri hlut að máli en sjálfur atvinnumissirinn (Crowe og Butterworth, 2016; Zuelke o.fl., 2018). Þannig eru vísbend- ingar um að samband sé á milli hlutaatvinnuleysis og þunglyndis, kvíða og skaptruflana, að minnsta kosti meðal yngra fólks á vinnualdri. Félagslegur stuðningur og sjálfsagi milda þau tengsl en fjár- hagslegir erfiðleikar magna þau hins vegar upp (Crowe og Butterworth, 2016; Crowe o.fl., 2016). Í nýlegri þýskri rannsókn mældist atvinnuleysi einungis sjálfstæður áhættuþáttur þunglyndis hjá at- vinnulausum á lágmarksbótum en ekki hjá þeim sem voru á tekjutengdum bótum (Zuelke o.fl., 2018). Geðheilsa á tímum efnahags- og náttúruváa Rannsóknir sýna að efnahagskreppur hafa slæm áhrif á bæði líkamlega og geðræna heilsu fólks á vinnumarkaði (Ásta Snorradóttir o.fl., 2015; Ettman o.fl., 2020a; Hjördís Sigursteinsdóttir o.fl.,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.