Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 56

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 56
„Límdu saman heiminn minn“: Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu 56 .. sem deildu reynslu sinni. Það hafi aukið trú hennar á að hún gæti líka náð sér á strik. Skúli sagði að á Vogi hafi hann fyrst séð að hann „var ekki einn í heiminum ... að kljást við þetta allt”. Tanja upplifði dvölina á Vogi ekki vel til að byrja með en þegar leið á dvölina hafi henni liðið betur og gert þetta fyrir sjálfa sig. Unga fólkið nefndi að á Stuðlum væri mikið af unglingum sem vilja ekki vera í meðferð en eru skikkaðir til þess. Þau sögðust vita að það þurfi sennilega neyðarvistun því „krökkum er hent þarna inn í alls konar ástöndum” en betra væri að leggja áherslu á samstarf við ungmennin. Margrét sagði mikilvægt að: spyrja unglinginn hvað vilt þú gera ... til að breyta þessu, ... því börn í þessari stöðu séu með svo lága sjálfsmynd á þessum stundum ... Sem sagt að byggja upp barnið en ekki bara setja það í geymslu, þú getur ekkert tekið bara mölbrotið barn eða ungling og ætlast til þess að hann sé að fara að bæta sig ... og tala um vandamál. Þörf á meiri sálrænni þjónustu og aðlögun að daglegu lífi. Ungmennin sögðu að breyta þurfi nálgun í meðferðarstarfi. Rauði þráðurinn í sýn þeirra var að vinna þurfi meira með áföll og sálræna þætti. Einnig þurfi að aðstoða unga fólkið við að takast á við venjulegt líf þar sem það kann ekki að lifa lífinu edrú. Arna sagði að taka þyrfti á vanda fólks úr æskunni. Sér í lagi þurfi aðstoð geðlæknis, sálfræðings og áfallahjálp. Jón sagði ungmenni ekki fara í neyslu „bara af því ... ég þekki engan fíkil sem er ekki með eitthvað stórt áfall að vinna úr“. Lykilþáttur í batanum sé að vinna meira með þetta sálræna í með- ferðum. Hann sagðist nýta sálfræðitíma á fíknimeðferðardeild Landspítala. Frú Ragnheiður hafi líka „aðstoðað [s]ig helling með að verða edrú“. Gísli sem hafði nýtt mörg úrræði í gegnum tíðina sagði að fyrir sig hafi sálfræðiaðstoð skipt öllu: Þó ég sé ekkert endilega edrú þá er [sálfræðiþjónustan] að gefa mér von ... er að fá í fyrsta skiptið á ævi minni hjálp sem ég þarf á að halda ... á öðrum stöðum var mér eiginlega bannað að tala um það sem hafði skeð fyrir mig útaf því að þetta voru bara sagðar neikvæðar hugsanir og svoleiðis ... en núna tala ég bara um það sem ég vil tala um og það er hlustað á mig. Fram kom að eftirfylgni eftir meðferð og daglegar venjur hjálpi „til að fá pínu búst inn í edrú- mennskuna“. Búsetuúrræði eftir meðferðir, námskeið og morgunfundir á hverjum degi séu allt hjálp- leg úrræði. Viðmælendur sögðu þó að ekki væri hægt að hjálpa þeim sem vilja ekki hjálp. Ekki sé nóg að vista fólk á þar til gerðri stofnun í von um að það hætti ef viljinn er ekki til staðar. Elías sem hafði verið edrú í rúma fimm mánuði þegar viðtalið var tekið, sagðist sjá núna að hjálpin væri að gera eitt- hvað fyrir hann og hann væri sannur gagnvart sjálfum sér: Ég er að fara á fundi og ... til ráðgjafa á Von ... ég er ekki lengur að ljúga eins og ég gerði fyrst þannig að ég er að fá eitthvað út úr þessu. Og í næsta mánuði get ég farið til sálfræðings ... Ég þekki ekkert hvernig á að vera edrú og ég þarf hjálp með þetta. Viðmót í velferðarkerfum og samfélaginu. Flestir viðmælenda ræddu fordóma sem mæta þeim í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu og hjá fólki í samfélaginu. Þau séu „tölur á blaði ... aldrei ... manneskjur“ og því þurfi að fá fram þeirra upplifun. Það sé óþægilegt að vera útskúfaður í sam- félaginu. Lára, Margrét og Tanja töluðu um hversu miklu skipti að upplifa jákvætt viðhorf starfsfólks í meðferðarstarfi. Þar þurfi að starfa fólk með fagþekkingu því þarna séu ungir krakkar sem eiga erfiða sögu. Í heilbrigðisþjónustu komi þau gjarnan að lokuðum dyrum þegar í ljós kemur að þau noti vímuefni og sér í lagi í æð. Gísli sagði um heimsókn á spítala:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.